Eining - 01.12.1945, Blaðsíða 4
4
E I N I N G
Afmælisfundur
sfúkunnar.
Stúkan EININGIN 60 ára
Laugardaginn 17. nóv. síðastl. hafði
stúkan Einingin nr. 14 viðhafnarmikinn
hátíðarfund í Góðtemplarahúsinu. Stúkan
var þá 60 ára. Hún á mikla og merki-
lega sögu, sem væri ærið efni í nokkrar
ritgerðir. Fundarsalurinn var þéttskipaður
félagsmönnum og gestum stúkunnar. —
Æðstitemplar, Freymóður Jóhannsson,
listmá’ari, stjórnaði fundi vel og skörug-
lega. Framkvæmdarnefnd Stórstúkunnar
kom f heiðursheimsókn, teknir voru inn
nýir félagar, og saga stúkunnar var rifjuð
upp með spurningum og svörum, sem
embættismenn stúkunnar leystu úr. Stúk-
unni bárust mörg heillaóskaskeyti og
blómagjafir. Tveir unglingar úr barnastúk-
unni Æskan gengu fyrir æðstatemplar með
blómvendi, er þau færðu verndarstúku
sinni. Þau fluttu stutt ávörp. Fulltrúar frá
stúkunum í Reykjavík og Hafnarfirði, og
víðar að á landinu, fluttu stúkunni árnað-
aróskir.
Sunnudagskvöldið var svo afmælishóf
mikið í Listamannaskálanum. Hófið setti
Jónas Guðmundsson fyrrv. alþm., en Helgi
Helgason verzlunarstjóri var tilnefndur í
heiðursskyni sem veizlustjóri. Sérstakir
heiðursgestir stúkunnar voru við þetta
tækifæri tveir stofnendur hennar, þeir séra
Magnús Bjarnarson, fyrrum prófastur að
Prestsbakka á Síðu, 84 ára, og séra Þórð-
ur Ólafsson fyrrum prófastur að Söndum
í Dýrafirði, 82 ára.
Aðal afmælisræðuna flutti æðstitemplar,
Freymóður Jóhannsson, og er í henni
margvíslegur fróðleikur, sem ástæða væri
til að birta nánar við tækifæri. Ræður
fluttu og stórtemplar, Kristinn Stefánsson
og fulltrúar frá öðrum æðri stigum Regl-
unnar, og fleiri. Skemmt var með söng
og hljóðfæraslætti, en að síðustu stíginn
dans.
Stúkan Einingin hefur haldið 3025
fundi þessi 60 árin, 3800 hafa unnið
bindindisheitið í stúkunni. Alls mundi
fundartími og önnur félagsstörf stúkunnar
þessi 60 ár verða um 60 þúsund dagsverk.
Fé það, sem stúkan hefur lagt til starfs-
ins á þessu tímabili, auk allrar vinnu,
reiknast vera um hálf önnur milljón króna.
Félagar stúkunnar eru nú á fimmta hundr-
að. Fundarsókn er jafnan góð og félags-
starfið fjörugt. Stúkan hefur tvöfaldað
félagatöilu sína síðastliðið ár. Hún var
Borgþór Jósefsson.
stofnuð af aðeins 14 mönnum, en það
var valið lið, — einn Iögfræðingur, þrír
guðfræðingar, tveir ritstjórar, einn bók-
haldari, þrír prentarar og 3 aðrir iðnað-
armenn. í þessum hópi voru þeir Jón Ól-
Helgi Helgason.
afsson, rithöfundur og Guðlaugur Guð-
mundsson, sýslumaður. Guðlaugur sýslu-
maður var fyrsti æðstitemplar stúkunnar,
annálaður fundarstjóri. Jón Ólafsson var
fyrsti umboðsmaður stúkunnar.
Einn af nafnkunnustu félögum stúkunn-