Eining - 01.12.1945, Blaðsíða 7

Eining - 01.12.1945, Blaðsíða 7
E I N I N G 7 FGRMAR OCm MYJA JÖILAVEMJIJR Það hefur verið hlutskipti mannkynsins á öllum ö.dum að búa við angist og kvíða, ef ekki við sprengjuárásir risaflugvéla, þá eitthvað annað, til dæmis ótti sjómanna við það að sigla í dimmviðri fram af hafsbrúninni og niður í hafsaugað. Alls staðar beið dauðinn á næsta leiti, árar, draugar og andar léku hvarvetna sinn ó- viðráðanlega galdur, bæði í dauðu og Iif- andi. Lengi var það eitt mesta angistarefni mannanna við hverjar sólstöður, að sol.in væri orðin leið á jörðinni og kynni að finna upp á því að hverfa alveg og koma aldrei aftur. Hryllileg tilhugsun! Engin furða þótt menn legðu eitthvað á sig til þess að hafa sólina góða og hæna hana að jörðinni. Þess vegna voru alltaf tvær miklar sólstöðuhátíðir sjálfsagðar á hverju ári, miðsvetrar — jólin, og miðsumars — hátíð hins heilaga Jóhannesar í, kristnum sið. Við báðar þessar hátíðir voru tengdir allskonar siðir. Sérstaklega var lögð mikil áherzla á það að kynda bál, kveikja ljós, bera blys, dansa og Iáta öl'.um illum lát- um, auka sem mest gleðskap, hafa við særingar og fórnir. Allt var þetta gert til þess að láta sól- ina sjá, að gleðskapur væri í mannheimi og því ekki vert að yfirgefa hann. Allt hugsanlegt var notað, bænir, særingar, ginningar og gleðskapur. Stóð þetta þann tíma sem sóíin var lægst á himni, unz sjáanlegt var að hún var tekin að hækka aftur, en þá mun fögnuðurinn hafa fengið lausan tauminn fyrir alvöru. Orðið Jól — Jul — Hjól er talið vera komið frá þeim sið, samfara þessum há- tíðum, að búa til stór hjól uppi á fjöll- um, kveikja í þeim og láta þau velta logandi niður fjaf.lahlíðarnar. Var það gert til þess að örva og kæta sólina. Enn eru blysfarir, bál, og Ijósadýrð tengt við þessar hátíðir, þó í annarri merkingu en áður fyrr. Sumsstaðar á Norðurlöndum tíðkazt enn sá siður að kynda bál uppi á fjöllum, 'hæðum og hólum um jónsmessu- tíð — miðsumarssólstöður. Við miðsvetrarhátíðina í heiðnum sið, var tengdur eins konar veiðimennsku siður. Þeirri skepnu, sem hjá kynþættin- um var heilagt dýr, var fórnað, og menn átu kjötið til þess að sam’ífast þessu á- trúnaðargoði, klæddu sig í skinnin og dönsuðu þannig til fara. Þeir gerðu sér brauðkökur úr korni forðabúranna, og átu þær til þess að tryggja góða uppskeru næsta haust. Menn tóku feysknar trjá- greinar, veifuðu þeim og börðu hver ann- an til þess að særa til sín blessun hins komandi vors. Þegar fram liðu stundir, tóku menn þó að venjast sólstöðunum og líta á þær sem eðlilega tilhögun náttúrunnar. Endur- fæðingarhátíð sólarinnar varð þá ö-.lu fremur hátíð skemmtana og svallsemi, Iaus við allan ótta og kvíða. Nýárshátíðin, samkvæmt almanaki Róm- verja og „Saturnalía“, hátíð Satúrns, gull- aldarguðsins, sem kom rétt á undan ný- árshátíðinni, voru dagar svalls og ólifn- aðar og fu'lkomins taumleysis. Allskonar fornhelgar siðvenjur fóru þar saman, þótt ekki tryðu menn framar á slíkt. Karl- menn klæddust kvenbúningum, báru grfmur, er Iíktust ýmsum dýrum og skepn- um, og æddu þannig fram og aftur um götur og torg. Menn átu og drukku og lifðu taumlausu lífi. Menn færðu fórnir, skreyttu hús sín og lýstu þau venju frem- ur. Þrælar máttu þá rísa gegn húsbændum sínum og jafnvel skipa þeim. Einn einkennilegasti þátturinn í Satúrns- hátíðarhöldunum var gervikóngurinn. — Skipunum hans urðu menn að hlýða, hversu viEausar sem þær voru. Þessi stjórnandi stjórnleysisins var sennilega leyfar frá þeim tímum, er menn fóm- færðu konunginum sjálfum til þess að tryggja gróðursæld komandi árs. Næsta stig þess siðar var það, að þræll var gerð- ur að gervikonungi og honum svo fórnað, er hann hafði leikið konunginn nokkra stund. Frá þessum elztu siðum var sjálf- sagt gervikonungur Satúrnusarhátíðarinn- ar. Eitthvað af fallegum siðum flaut með, en yfirleitt voru hátíðavenjur þessara miðsvetrarhátíða Rómverja ruddalegar. Þá var tryllingshætti, svallsemi, óstjórn og öllu hinu versta í fari manna gefin laus taumurinn. Aðalhátíð Mítradýrkunarinnar var 25. desember. Dýrkendur þessir höfðu leyni- félag og voru menn eiðsvarnir til þagnar um ýmsa siði þeirra. Um tíma barðist Mítradýrkunin og kristindómurinn um völdin í rómverska heiminum. Mítra var guð frjóseminnar eða sólarguðinn. Þegar kristnir menn taka fyrst að halda miðsvetrarhátíð — jól, þá er það fasta en ekki veizluhöld. Epífanusarhátíðin bar upp á 6. janúar og var það minningar- hátíð um opinberun Krists eða skírn hans. Það er fyrst á fjórðu öld að miðsvetrar- hátíð kristinna manna er sett í desember, og hefur það vafalaust verið gert til þess að keppa við Mítradýrkunina. Þess vegna er hátíð hennar gerð að fæðingardegi Krists — sól réttlætisins. Hátíðin var þá fyrst og fremst hátíð alvöru og guðs- dýrkunar. Biskup einn á fimmtu öld ritar, að nafn Krists gagni ekki þeim mönnum, sem taki þátt í heiðinna manna siðvenj- um.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.