Eining - 01.12.1945, Blaðsíða 10

Eining - 01.12.1945, Blaðsíða 10
10 E I N I N Q Nýjasti skólinn Eigum við ekki að haetta að segja „takk“ og segja heldur, þakka, þökk, þakkir eða eitthvað þess sáttar. Þótt íslenzka og danska séu falleg lungumál, þá er íslenzk-danska og dönsk-íslenzka Ijót og allur málgrautur ósmekklegur. Því ekki hafa það eins og flakkarinn, sem sagði þegar honum var gefið molakaffi: „Þakka“. En þegar hann fékk brauð með kaffinu, sagði hann: „Hjartans þakklæti“, og þegar honum var borinn matur og kaffi á eftir, þá sagði hann: „Hjartans, ástar þakklæti“. Aldrei er of vel þakkað. Reynum nú að venja okkur af þessu „takki, takki, takki“, því að ann- ars getur farið fyrir okkur líkt og konunni, sem boðið var í bæinn, og sagði: „Kannské tak'k eg komi takk og skoði baðstofuna takk“. íslenzka okkar í daglegu tali er oft mjög bágborin. Segjum t. d. að þú hafir verið lasinn. Ég hitti þig á fótum um hádegisbil og spyr um líðan þína. Þú svarar: „Jú, takk, ég hef það nú bara sæmilega gott. Ég hef verið með hressasta móti í formiðdag og er nú að hugsa um að fara ósköplítið út í eftirmiðdag". Ef við tölum íslenzku, þá höfum við það aldrei iEt eða gott, en okkur líður ýmist vel eða illa, og á daginn gerist allt hjá okkur annað hvort fyrri eða síðari hluta dagsins, en ekki í formiðdag og í eftirmiðdag. segir sálmaskáldið. „Þá barnslegt hjarta biður, þín blessun streymir niður“. Þetta hafa biðjandi menn reynt á öllum tímum, að bænarlífið er andlegu heil- brigði þeirra eins nauðsynlegt eins og loftið, sem þeir anda að sér, líkama þeirra; að það verður að vera hinn óslít- andi þáttur milli þess manns, er vill Iifa dáðríku og sigursæju lífi, og þess Guðs, er kraftinn og sigurinn gefur.^ Biðjandi menn eru vaxandi og batnandi menn, biðjandi menn eru sigursælir menn, biðjandi menn eru „ilmur af lífi til lífs“ fyrir mannkynið. Biðjandi menn eru sterkir menn, og þannig verða menn guðsmðjjÐ. og gœfurUí ifuríbt drí Uigmennafélag íslands. Samband bindindisfélaga í skólum. Hausfþing Um- dæmissfúku Suð- urlands Haustþing Umdæmisstúkunnar nr. 1 var háð í Hafnarfirði sunnudaginn 11. nóvem- ber. Á þinginu voru mættir 86 fulltrúar frá 16 undirstúkum, 3 þingstúkum og 4 barnastúkum, auk margra annarra Reglu- félaga. Umdæmistemplar, Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúi, stjórnaði þinginu og gaf skýrslu um suinarstarfið í umdæminu- Allmikið var rætt um bindindisstarfið og áfengismál þjóðarinnar, og hvaðan sem menn voru komnir, voru allir á einu máli uin það, að nú ríkti hið versta ástand í landinu í áfengismálunum og að slíkt yrði ekki lengi þolað. Eining og góðhugur ríkti á þinginu og gengu störf fljótt cg vel. Meðal ályktana þingsins voru þessar: Þar sem fullvíst er samkvæmt skýrslu lögreglunnar og vitneskju alls þorra manna, að fjöldi lieimila í bæjunum, svo sem í Reykjavík, býr við hin hræðilegustu ó- kjör sökum ofdrykkju heimilisfeðranna, þá skorar þingið á ríkisstjórnina: 1) að láta hraða sem allra mest undirbún- ingi að frumvarpi til nýrra áfengislaga, er heimili að menn, sem ekki verður ráðið við á hebnilum sökum drykkju- skapar, séu dæmdir til lengri eða skemmri dvalar á drykkjumannahælí eða öðrum stað, þar sem þeir verða ekki sér eða öðrum að tjóni. 2) að liúsakostur drykkjumannahælisins verði svo aukinn hið allra fyrsta, að. það geti tekið við mönnum, sem hljóta slíkan dóm eða kjósa sjálfviljugir að vista sig þar, og að starfslið hælisins Gísli biskup Magnússon Þegar ég Ias grein í okt.-blaði Einingar um Jón biskup Arnason, datt mér í hug, að rétt væri að vekja athygli á því í sama blaði, að Hólabiskupinn Gísli Magnússon flutti einnig tillögur um aðflutningsbann á áfengi. Eg hafði ekki aðgang að þessum tillögum, þegar ég skrifaði „Bindindis- hreyfingin á íslandi“, en í sumar rakst ég á þær á Þjóðskjalasafninu. Það var í septr. 1777, að biskup ritar áskorun til konungs, ,,að honum mætti þóknast öld- ungis að afnema og banna innflutning brennivíns hingað til lands, því að þessi drykkur geri raunverulega meira tjón en gagn, hvort sem menn skoði áhrif hans frá almennu, læknisfræðilegu og fjárhags- legu sjónarmiði eða frá siðferðislegu sjón- armiði, en meðan brennivínið sé flutt inn, þá sé árangurslaust að predika gegn neyzlu þess, enda sé það á boðstólum árið um kring, en iliur vani og spiltur hugsunarháttur valdi því, að þetta séu orðin óumflýjanleg, en engu síður skað- leg útgjöld fyrir alltof marga.seg- ir, að það sé ódauðlegur arfur, sem kon- ungur láti eftir sig, ef hann taki frá þess- um fátæku þegnum sínum (íslendingum) allt tækifæri til drykkjuskapar“. Um leið skrifar biskup kirkjustjórnar- ráðinu danska og biður það alvarlega um að skipta sér af málinu og hrinda því í framkvæmd. Sé nú meiri þörf á þessu aðflutningsbanni en áður, þá er kaup- mennirnir séu farnir að verzla allt árið um kring o. s. frv. Hvorki virðist in konunglega stjórn (Guldberg-stjórnin) né kirkjustjórnarráð- ið hafa sinnt þessum eindregnu tilmælum biskups. í „Bind. hreyf. á ísl.“ er skýrt frá svörunum, og voru þau ekki á marga fiska. Þetta sýnir, að Gísla biskupi hefir hros- ið hugur við drykkjuskapar-ófögnuðinum hér á landi og ekkert ráð talið tryggt til að koma í veg fyrir hann nema bann gegn innflutningi áfengra drykkja. Brynleifur Tobiasson. verði aukið eftir þörfum og fastur lækn- ir ráðinn að því. 3) að veita það mikið fé til útbreiðslu bindindis í landinu, að Stórstúka Is- lands geti haft minnst þrjá menn á föst- um launum, tvo til ferðalaga og einn í Reykjavík. 4) að láta lögin um héraðabönn koma til framkvæmda nú þegar, samkvæmt marg- ítrekuðum óskum og áskorunum fjölda landsmanna á þingum og fundum víðs- vegar um allt land. 5) Haustþing Umdæmisstúkunnar nr. 1, háð í Hafnarfirði 11. nóvember 1945, skorar á framkvæmdanefnd Stórstúku íslands að beita sér fyrir því, að stjórn- ir allra þeirra bæja í landinu, sem hafa áfengisútsölu, sendi minnst þrjá fulltrúa hver til Reykjavíkur á yfirstandandi vetri til þess að bera ráð sín saman og tala við ríkisstjórnina um fram- kvæmd laganna um héraðabönn.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.