Kvennablaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 8

Kvennablaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 8
lækari konur lilaða því á sig heimilisstörfum, smáum og stórum, meðan J)ær orka, og lengur. Þær efnaðri liorfa ekki i það að veita sér sem mest heimilisþægindi, krydda svo auðvit- að lifið með því að eiga náðuga daga, fara i „luxus“-ferðalög, i hoð, í bió, og á böll; alt þetta, sem tilheyrir þeirra stétt og stöðu, en veitir hvorki andlega né líkamlega hressingu. En háðar þessar konur eyða sinum heilbrigða þrótti of fljótt, önnur af sliti, hin af rýði. Þvi hvorug þeirra stundar nokkrar íþróttir sér til heilsuverndar, gengur úti undir heru lofti, né á sér nokkur veruleg áhugaefni utan heimilis. — Þetta flýtur svona hjá hvorritveggja, uns læknirinn einn daginn kveður upp dóminn, ef til vill sambljóða vfir báðum: „Blóðleysi, tauga- slappleiki, bætiefnaskortur. Má ekki vinna, verð- ur að sofa mikið, hvílast, ganga mikið úti dag- lega, fara að heiman, á sjúkrahús eða upp i sveit.“ — Þessum fyrirmælum getur efnaðri konan máske hlýtt, en hin sjaldan, — og þá er sagan öll. Að finna hér holl úrræði er nú, ef til vill, stærsta viðfangsefnið og kjarni kvenréttinda- málsins. Við verðum að létla heimilisokinu svo af herðum kvenna, að ]>ær geti dregið andann frjálst. Dagheimili fyrir börn, almenningseldhús, meiri hlutdeild heimilisfólksins í umgengni og heimilisháttum, og síðast en ekki síst slörf ut- an heimilis, tit tilbreytingar og tekjuauka, ínundi bjarga margri búsmóðurinni. Ýmsir líta á slörf giftra kvenna utan heimilis með tortryggni, en það er hin mesta fjarstæða. Skyldustörfin heimta hana út, og það er henni nauðsyn. Tilbreyting við störf er oft heilsusamlegri en hvíldartími. Húsfreyjur í sveit ganga oft til heyvinnu sjálf- ar, heilsu sinnar vegna. Og einyrkjakonur i sjáv- arþorpum segjast oft endurnærast af því að geta farið upp úr heimiliskafinu í fiskþvott og fiskþurk á sumrin. Þó koma þær oftast að öllu ógerðu og i óreiðu heima og verða að vaka við þau störf fram á nætur. En ef kona starfar úti fvrir sæmilegu kaupi, getur hún aflað sér betri heimilishjálpar en ella og veitt þeim stúlkum vel borgaða atvinnu við hússtörf, sem eru hennar verðar, og hafa á- byrgðartilfinningu og verksvit á því sviði. Gift kona, sem starfar úti, verður efnalega sjálfstæðari, og það eykur vellíðan bennar. f fáum orðum verður niðurstaðan i þessu máli þannig: 60 ára minni Kvennaskóla Húnvetninga. Sjáið, ungu fslands dælur, ágæt jurt á dýpstar rætur. Mun þó andans eðli og þroski aldri háð og tímalengd? Unga mey í æskublóma, á ei rödd þín nú að hljóma, sál þín fagna í liörpuhreimum, hjarta skólans vígð og tengd? Sjáðu! Hljóð frá heiðahænum horfir fram með hvömmum grænum sveitamær með sól í augum, sumarhlik á vöngum skín. Óljós, feimin út]>rá seiddi, inn á nýjar brautir leiddi, augu hennar liingað mæudu. llógvær stóð þar — amma þín. Heimasætan hýra, djarfa Iiefir ærið nóg að starfa, hýr sig þó með hraða að heiman, hérna hyrjar námsár sín. Hér skal mcnta hönd og anda, Hún vill jafnt að vígi standa hróður eða unnustanum. Einmitt slik var — móðir ]>in. Unga mey i æskublóma, einmitt hér skal rödd þín hljóma, arfleifð þína að þakka, meta þennan stofn með krónu og ról. Margt, sem ömmu eða móður inst í hug var falinn gróður, stendur nú með hlöð og blóma, breiðir greinar sólu mót. Ingibjörg Benediktsdúttir. Vilji konan, og geti, lagt nám sitt, liæfileika og áhugamál öll til hliðar um leið og hún gifl- ist, þá er hún auðvitað sjálfráð, enda þótt það varði oftast andlega og likamlega heilbrigði hennar fyr eða síðar. En geti hún og vilji, þótt hún sé gift, starfa við tdið mannsins, í samræmi við nám sitt, liæfi- leika og áhugamál, þá sýnist það vera eðlilegra en alt annað, og þá hefir enginn leyfi til að 8 KVENNABLAÐIÐ

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/836

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.