Kvennablaðið - 19.06.1939, Blaðsíða 11
Nokkur orð um atvinnumál
kvenna.
Á þeim 20 árum frá því eg fór að vinna fyrir laun-
um, hefir orðið mikil breyting á atvinnulífinu. Konum
hafa opnast margar nýjar atvinnuleiðir í borgum og
bæjum og þátttaka þeirra i framleiðslunni hefir aukist
tii mikilla muna. Eg man að um það leyti, sem eg vai
að byrja að vinna úti, hneigðist hugur ungra kvenna
meira i þá átt að þurfa sem minst að vinna, geta helst
verið heima, þangað tii þær giftust og geta þá hal't
vinnukonu; eg vil fullyrða að þetta hafi verið draum-
ur æðimargra af mínum jafnöldrum. — Jafnframt breyt-
ingunum, sem orðið hafa í atvinnulífi þjóðarinnar sið-
uslu 20 árin, hefir hugsunarhátturinn líka gjörbreyst.
ísland er orðið l'rjálst og fullvalda ríki, með þeirri á-
byrgð, sem þvi fylgir. Atvinnuvegir hafa blómgvast, eink-
um sjávarútvegurinn. Bæirnir hafa vaxið ört á kostnað
sveitanna, t. d. hefir ibúatala Reykjavíkur einnar nær
þrefaldast á 24 árum, eða frá 1910—1934. Á sama tíma
hefir íbúatala sveitanna stórlega lækkað, eða h. u. b. um
9000 manns, úr 57.719 niður i 49.400. Þessi tilfærsla
fleira i húfi. Úr því eg fer að liugsa málið á
annað horð, þá tek eg allt með. Sjómannskon-
an verður ol'l skyndilega ekkja. Slíkt gæli líka
komið fyrir mig, og ef til vill slend eg þá uppi
eignalaus með ung hörn. Ef eg héldi vinnu minni,
mundi mér kannske lakast að vinna fyrir mér
og mínum. En ef eg hætti nú að vinna og kæmist
út úr atvinnunni, þá get eg ekki vænst að komast
aftur að í þvi fyrirtæki e'ða við þá vinnugrein,
sem eg hefi lagt fyrir mig, þvi að aðrir hafa
þá tekið við minu starfi og sjálf hefi eg stirðn-
að i því og komist aftur úr al' æfingarleysi.
Skoðað frá skynsamlegu sjónarmiði, verður
því niðurstaða mín af öllu þessu sem hér segir:
Eg gifti mig ekki, en af þvi að eg vil njóta pilts-
ins, sem mér þykir vænt um, þá l)ý eg bara
með homun án giftingar. Þá hefi eg mín fjár-
mál fyrir mig og held minni vinnu og hlunn-
indum, sem einhleyp manneskja.
En hart er það nú samt, að þjóðfélagið sludi
vilja vera að hegna mér og piltinum minum
fyrir það, að við vildum helst gifta okkur og
eignast börn okkar í hjónabandi. Mér finst það
vera þjóðfélagið sem hefir komið í veg fyrir að
við gerðum það.
Ein af 18.
ásamt nýrri atvinnu og iðnaði, hefir eðlilega haft i
för með sér fjölgun á fólki þvi, sem launavinnu stund-
aði i bæjunum og þá einnig haft sín áhrif á þátttöku
kvenna i hinni ýmsu launavinnu, og þá einkum þar
sem þær þágu lægri laun fyrir vinnu sína alment.
í fyrstu voru laun þeirra kvenna, sem atvinnu stund-
uðu utan heimilanna, ákaflega lág, en með auknum sam-
tökum og skilningi hefir þeim tekisl að hækka laun
sín stig af stigi. Þó er ekki ennþá nema ein starfsgrein
hér á landi, þar sem náðst hefir alger jöfnuður á laun-
um karla og kvenna, en það er við kenslustörf. Við
algeng verslunarstörf eru laun kvenna oft alt að helm-
ingi lægri en laun karla. í daglaunavinnu fá konur
hér í Reykjavík 90 aura um timann, en karlar kr. 1.45.
i iðnaði er mjög mikill munur á launum karla og kvenna.
í bönkum er launaskali kvenna nokkuð lægri en karla,
þó unniS sé sama verkið. Á opinberum skrifstofuin
eru konur yfirleitt miklu lægra launaðar og fá sjald-
an atvinnu við þau störf, sem betur eru borguð. Við
einkafyrirtæki er þó munurinn enn meiri, — en þess
eru líka dæmi að konur njóta góðra launa hjá einka-
fyrirtækjum. Við verðum sem sagt að horfast í augu
við þá staðreynd, að i þeim starfsgreinum þjóðfélags-
ins, sem minst eru metnar og lægst launaðar, starfa nær
eingöngu konur, svo sem við hreingerningar, þvotta, inn-
anhússtörf o. fl. Slíkt þýðir auðvitað ekki, að það sem
fyrir þessi störf sé greitt, sé réttlát greiðsla til þeirra,
er þær stunda; því vildi eg síst af öllum halda fram.
Þess eru sem sé mjög fá dæmi, að konur hafi sömu
laun og karlar og það jafnvel þótt grundvallarmentun
þeirra og hæfni sé hin sama og jafnvel ótvirætt betri.
Ef við lítum á hagskýrslur, — atvinnuskýrslur eða í
útsvarsskrána, — blasir við hið sama — konur hafa
alt að helmingi lægri laun en karlmenn.
Samkvæmt skýrslu skipulagsnefndar atvinnumálanna
er tala kvenna hér í Reykjavik, sem hafa lægri laun
en 1500 kr. um árið, 2054, miðað við árið 1934; á sama
ári er tala karla með sömu laun 1360, eða rétt um það
bil helmingi lægri, en tala vinnandi karlmanna hér í
bænum er þá, eftir sömu skýrslu 7758, en tala vinn-
andi kvenna aðeins 3777, eða nær helmingi lægri. Af
þessu sést að hér í Reykjavík vinna nær % hlutar
kvenna fyrir ekki hærri laun á ári en 1500 krónur,
eða 125 krónum á mánuði, en það er miklu lægra en
svo, að hægt sé að lifa af því fyrir eina manneskju,
eins og nú er dýrt hér.
Hvernig stendur nú á þessum mismun?
Aðalorsökin er sú, að það er ekki litið á starf kon-
unnar í framleiðstunni eða i opinberu lífi sem aðal-
starf hennar heldur sem aukastarf, sem ekki sé borg-
andi fult verð fyrir. Það að konunni eru boðin þessi
laun, er einnig fóðrað með þvi, að þarfir hennar til lifs-
ins séu ekki hinar sömu og karlmannsins; lnin geti látið
sér nægja minna o. s. frv. En auk þess eru hin lágu
laun konunnar hér, eins og annarstaðar i heiminum,
tilraun til þess að halda laununum niðri yfirleitt.
Við verðum nú að viðurkenna, að konur eru mjög
I I
ICVENNABLAÐIÐ