Eining - 01.02.1948, Blaðsíða 4

Eining - 01.02.1948, Blaðsíða 4
Afengismálin í Frakklandi Afengissýki og drykkjuvenjur í Frakklandi fyrir og eftir hömlur stríösáranna eftir Jolin Takman lækni I eftirfarandi ritgerö fá andbanningar og andstæöingar bindindis- málsins alvarlegt íliugunarefni. Ritgeröin er samin af sænskum lækni og er fullkomlega fræöileg og laus viö allan áróður. Greininni fylgir mikil upptalning franskra rita og bóka eftir sérfræðinga og lækna, sem grein- arhöfundur vinnur efni sitt úr. Þeirri bókaskrá er þó slept hér í þýð- ingunni. Mönnum er ráölagt að lesa ritgeröina mjög gaumgæfilega. Hún á skilið athygli og útheimtir ígrundun. — Ritstj. Hér skal nú athuga það, sem m. a- Herrcod fullyrti fyrir nokkrum árum, að í Frakklandi „séu alls ekki til neinar skýrslur um áfengismál, er jafnist til hálfs á við slíkar skýrslur í Svíþjóð“. Áfengisframleiðsla og áfengissala sé að mestu leyti á vegum einkaframtaks- ins, bændum sé leyfileg bruggun til heimilisþarfa og almennt neyti þeir vín- tegunda og áfengra drykkja, er þeir sjálfir framleiða. Af þessum ástæðum sé ekki hægt að leggja fram neinar ná- kvæmar yfirlitsskýrslur- Venjulega vanti sundurliðun og grundvöll hinna einstöku rannsókna í skýrslur heilbrigð- ismálasérfræðinganna- Þenna fyrir- vara er full ástæða til að gaumgæfa í sambandi við eftirfarandi talnaskrár og upplýsingar. Opinberar tölur um áfengisfram- leiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá land- búnaðar- og f j ármálaráðuneytunum hefur Dérobert áætlað ársframleiðslu víntegunda, eplavína og annarra á- fengra drykkja- Ársframleiðsla í Frakklandi heima- fyrir (hektólítrar): Ár. Vín. Eplavín. Áfengi. 1936 42.889.200 28.651-500 4-819.715 1937 53-527.740 17.216.900 3.547.790 1938 59.794.959 34.584-600 3-760.537 1939 69-015.071 16-150.900 4,537.181 1940 49.427.910 25.953-000 2-755.052 1941 47-585.368 5-156.300 2.221.737 1942 35.022.362 14.194-100 2-618.201 Brukni í bergskoru ber sig vel. Sígrænn þó sjaldan sólar njóti. reynir á rótfestu og ræktarmagn allra einstæðra ættarlauka". Guðmundur Friðjónsson skáld, bjó á Sandi, en skáldverk sín byggði hann ekki á sandi. Þau munu lengi standa- P. S- Dreifing. Opinberar skýrslur í Frakklandi sýna, að lítil breyting hefur orðið á yfirstandandi öld, hvað áhrærir fjölda útsölu og veitingastaða- I bæjum eru venjulega sérstakar á- fengis-smásölur, en megnið er þó selt í matvöruverzlununum sjálfum. Neyzla. Eftirfarandi skrá sýnir framleiðslu, inn- og útflutning og áætlaða neyzlu ýmissa víntegunda á árunum 1936—39- (Hektólítrar. 100 lítrar í hektólítra) : Áætl. Ár. Framl. Innfl. útfl. neyzla. 1936 43-555 12.000 824 54.811 1937 54.135 12.245 860 65-520 1938 60.135 16.078 1.029 75-184 1939 71.000 14-513 912 84-601 Eins og tölur þessar bera með sér, hefur sú skoðun, að Frakkland flytji út mikið af áfengi, í raun og veru ekki við neitt að styðjast- Þegar stjórn Frakklands ákvað, haustið 1946, að gefa frjálsan gjaldeyri til allmikils inn- flutnings á víntegundum til þess að vega upp á móti „svartamarkaðinum", vakti það mikla athygli í landinu. Það virtist jafnvel sem sumum rit- stjórum dagblaðanna væri gersamlega ókunnugt um, að í áfengismálum hefði verzlunarjöfnuður Frakka verið óhag- stæður um langt skeið. Ofangreind skrá gefur þó óljósa mynd af áfengisverzluninni í landinu, þar sem mikill hluti vínframleiðslunn- ar er ekki talinn fram. Samkvæmt opin- berum skýrslum ætti neyzla skattlagðra víntegunda árið 1936 að hafa verið 123 lítrar á hvert mannsbarn í landinu, og skattlagðra sterkra drykkja 2,24 lítrar- Samkvæmt því, sem Bulletin de statistique et de législation comparée upplýsir, var vínneyzlan þessi: Ár. Vínneyzla á mann. 1936 ................. 137,8 lítrar. 1937 ................. 163,6 — 1938 ................. 187,6 — 1939 ................. 211,1 — Við manntalið 1936 voru í Frakk- landi rúmlega 6 milljónir barna undir 10 ára aldri. Séu þau ekki talin með, sem þó er ekki rétt, því þar í landi neyta börnin einnig víntegunda, þá verður neyzlan á mann 146,1 lítri árið 1936- Reiknað í hreinu áfengi verður neyzlan 15,9 lítrar á mann árið 1937, samkvæmt hinum opinberu skýrslum. „Tala þessi er þó miklu lægri ein heild- arneyzlan, þar sem við bætist bæði lög- leg og ólögleg áfengis- og vínframleiðsla manna heima fyrir“, segir Létruier í yfirliti sínu um áfengismálin. Flestum bændum er leyfileg bruggun til heimilisþarfa, nema á vissu tíma- bilum er gilt hafa sérstakar hömlur. Heimabruggarar eru þeir menn, sem framleiða vín, eplavín, peruvín og önn- ur ávaxtavín eða úr korni sinnar eigin uppskeru- Þetta geta verið smábændur, leiguliðar, vínræktarbændur eða stór- kaupmenn. Leyfilega magnið er 10 lítrar af hreinu áfengi árlega. Það er skatt- frjálst, en það sem fram yfir þetta fer, verður að telja fram og hafa yfirvöldin rétt til eftirlits með því- 1932 voru tald- ar fram 42 milljónir lítra brennivíns. Skattfrjálsa hámarkið og framtals- skyldan virðist ekki hafa hamlað neitt framleislu í stórum stíl. Heimabruggurum hefur fjölgað jöfn- um skrefum á yfirstandandi öld. Þeir voru 1900 552,537, 1920 1,728,253, 1930 3,371,683 og 1935 3,257,048- Dérobert, sem skrifað hefur um þetta, lætur ekkert uppi um það, hvort hér sé um raunverulega aukningu að ræða, eða ákvæðinu um framtal hafi verið framfylgt betur- Heimabruggarar eru misjafnlega margir í hinum ýmsu lands- hlutum, og fer það eftir því, hve mikill hundraðshluti íbúanna stundar land- búnað. I héraðinu, Seine (París og út- borgir), var aðeins einn heimabruggari 1936, það er 0,02 á hverja 100,000 íbúa, en hlutfallslega var talan hæst í Austur- PyréneahéraSi, sem er eitt helzta vín- ræktunarhérað landsins- Þar voru 27,900, eða 11,954,4 á hverja 100,000 íbúa. Áfengisvenjur Frakka á undan höml- um stríðsáranna. Hið þráláta fólksfækkunarvandamál Frakklands hefur fremur öllu öðru vak- ið athygli þjóðfélagssérfræðinga á á- fengismálunum. f ritum barnasjúk- dómasérfræðingsins, prófessors Débrés og hagfæðingsins Sauvy, sem ritar um fólksfækkunina, eru hinar raunhæfustu lýsingar á áfengisvenjum Frakka: „Hvernig hafa menn getað misnotað svo hina ágætu framleiðslu jarðargróð- ans“, spyrja þeir, og segja svo enn- fremur: „í Frakklandi er á þessum tímum (það er fyrir hömlur stríðsár- anna) áfengisbölið alls staðar yfirvof- andi, jafnt í borg sem byggð. í borg- unum er lífið óhugsandi án kaffihús- anna, en þau eru undantekningarlítið um leið útsölustaðir áfengra drykkja og víntegunda- Mörg þeirra eru rétt

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.