Eining - 01.02.1948, Blaðsíða 6

Eining - 01.02.1948, Blaðsíða 6
6 E I N I N C Hvernig var ástandið í áfengismálun- um fyrir stríðið? Ofnautn áfengis var mikil í Frakk- landi fyrir stríðið, eins og um aldamót- in, en samt er rétt að taka fullyrðing- um um versnandi ástand með nokkurri varúð. Áfengismálaskýrslurnar hafa reynst handhægar til ýmissa hluta, eins og dæmið frá Rouen um aldamótin sýn- ir, til að vinna gegn launahækkunum eða til þess að gera eins og Petain, að skella skuldinni um ósigurinn á frönsku þjóðina yfirleitt- Stríðið og hömlurnar. Eftir ósigurinn í júní 1940 minkaði framboðið á brendu drykkjunum jafnt og þétt. Drykkjumennirnir snéru sér að léttari vínunum. En með vínskömmt- uninni í ágúst 1941 var áfengisneyzlan mjög takmörkuð um allt landið, að frá- teknum nokkrum vínræktarhéruðum, þar sem bændur höfðu framvegis ýms- ar víntegundir til heimilisþarfa. Frá 1. október var skammturinn ákveðinn einn lítri á mann á mánuði, og á stutt- um tíma voru sett mörg lagaákvæði, sem öll miðuðu að því að draga úr eða uppræta neyzlu sterku drykkjanna, en þau ákvæði náðu ekki til léttu vínteg- undanna- 1940 var heimabrugg bann- að og sett sölubann á alla drykki, er höfðu meira en 18% áfengismagn- Á- fengisauglýsingar voru bannaðar og feld niður lagaákvæði um tilhliðrunar- semi við afbrot, framin undir áhrifum áfengis. f október var bönnuð sala á- fengis til innfæddra manna í Algier- Þetta ákvæði var numið úr gildi 1944. Ef meta skal réttilega verkanir þess- ara takmarkana, ber að hafa hugfast, að miklar undanþágur voru tíðkaðar á hinn fáránlegasta hátt. Hin almenna skoðun, að Vichystjórn- in hafi af brýnni nauðsyn sett þessi skömmtunarákvæði, eftir að hernáms- liðið hafði rænt vínbirgðunum, hefur sennilega við mikið að styðjast“. í næsta kafla, sem hér er sleppt í þýðingunni, gerir höfundurinn grein fyrir ýmsum ástæðum, er valda vín- skorti undanfarinna ára í Frakklandi, og ýmsum undanþágum og gloppum á hömlum, eða skömmtunarreglunum, og segir svo: „Eftir allan þenna frádrátt er erfitt að gera sér ljóst, við hvað skömmtun- in er miðuð, sérstaklega þegar vitað er, að menn fá stöðugt vaxandi auka- skammt. Fimm milljónir erfiðismanna fá 4—12 lítra á mánuði, námuverka- menn 1 lítra á dag, 400,000 járnbrauta- starfsmenn fá 50 milljónir lítra á ári o- s- frv. Hér við bætist svo auka- skammtur til hers og flota- Hömlurnar 1940 og 1941 höfðu í för með sér sömu galla og allar takmark- anir- Kaffihúsagestir létu bera sér áka- vítisglas og bættu út í „matarsnapsinn" sinn til þess að auka áfengismagnið. Verkamenn í Nantes-héraði héldu áfram að drekka 3—6 lítra á dag. Þótt ekki megi leggja of mikið upp úi' framleiðslutölunni í 1. töflu þessarar ritgerðar, má slá því föstu, að áfengis- framboðið var minnst 1940 og 1941 og í byrjun þessa árs (1947) hefur það hvergi nærri náð því magni, sem það var árin fyrir stríðið. Allur sá mikli fjöldi Frakka, sem áður hafði tamið sér að drekka 8, 10, 15, já, allt upp í 25 lítra á dag af víni, gat nú ekki hald- ið slíku áfram, sökum hins háa verðs, í blóra við skömmtunina- Öll þjóðin drekkur hvers konar áfengi eins og áð- ur, en heldur hefur dregið úr neyzlu ofdrykkjumanna vegna skömmtunar- innar. Meðal franskra verkamanna mun áfengisneyzlan nú ekki fara fram úr einum lítra á dag. Þetta hefur haft þýð- ingarmikil áhrif á skoðun manna. Með- algreint fólk hefur sannfærst um, að vínneyzlan er alls ekki nauðsynleg heilsu manna. Hinar opinberu sjúkra- og dánar- skýrslur Frakklands eru mjög óná- kvæmar og gefa því ekki neinar hald- góðar upplýsingar um stríðsárin. Stjórn heilbrigðismálanna hefur þó birt mjög athyglisverðar upplýsingar. Árið 1942 fækkaði þeim mjög í landinu, sem lagð- ir voru inn á geðveikrahæli, sérstak- lega hinum sálsjúku áfengissjúkling- um. En það var haustið 1941 sem á- fengisskömmtunin gekk í gildi, og má sízt gleyma því- Að meðaltali voru 8,9 slíkir sjúkling- ar á hver 100,000 allra landsmanna ár- ið 1938, en sú tala féll niður í 2,1 af 100,000 árið 1942- Frá 1938—1943 fækkaði þeim um 83%, sem lagðir voru inn á geðveikrahæli sem sálsjúkir alkó- hólistar, en hinum geðsjúkdómatilfell- unum fækkaði um 37%. örsjaldan er dánarorsökin talin vera áfengiseitrun. Úr henni dóu 1140 menn árið 1936, en 1943 var sú tala komin niður í 558, samkvæmt opinberum skýrslum. Nákvæmari mælikvarða á tíðleik áfengiseitrana, telja menn dauðsföll af völdum lifrarsjúkdómsins, cirrhosie. Úr honum dóu 11000 í Frakk- landi 1936. í París, þar sem skýrslurn- ar eru tiltölulega ónákvæmastar allra staða í landinu, voru dauðsföll, af völd- um þessa lifrarsjúkdóms, á hver 100, 000 í landinu sem hér segir: 1936 37,1 1937 35,6 1938 34,5 1939 33,3 1940 34,8 1941 35,7 1942 18,6 1943 10,6 styrjaldai'ástæðum hækkaði dánai'talan i Frakklandi um 25% á árunum 1938 —1944. En Létinier hefur sýnt fram á, að í þeim héruðum landsins, þar sem var mikil áfengisneyzla fyrir stríð, en hömlurnar og áfengisskömmtunin kom að gagni, sökum lítillar heima fram- leiðslu, þar lækkaði dánartalan á þess- um árum um 2%, í stað þess að fylgja hinni almennu aukningu í landinu. Gagnstætt þessu er útkoman í vínrækt- arhéruðum Suður-Frakklands, þar sem menn gátu farið meira og minni fram- hjá ákvæðum skömmtunarinnar. Þar varð meðaltal dauðsfalla 33% hærri en hin venjulega í landinu. „Það hefur komið læknunum á óvart“, segja þeir Débré og Sauvy, „hvílíkan árangur minkuð áfengisneyzla hefur borið“. Yfirlit. Fyrir stríðið var vínneyzlan í Frakk- landi 156 lítrar á mann árið 1936, eða 16 lítrar af hreinu áfengi 1937. Mjög mikið af eplavíni, og öðrum víntegund- um, var framleitt til heimilisþarfa, og heimabruggun brendu drykkjanna var næstum eftirlitslaus. Áfengissölustaðir voru óhemju margir. 1901 voru þeir 464,419, 1921 voru þeir 429,161, en 507,953 árið 1938. Eftir vopnahléð minkaði framboð á- fengis, af ýmsum ástæðum, mjög mik- ið, og enn er svo, að miklu leyti, í jan- úar 1947- Með vínskömmtuninni 1941 hvarf sala hinna dýru vína næstum al- veg, og hið margfalda verð á óskömmt- uðu víni, neyddi ofdrykkjumenn í lág- stéttunum til að minka áfengisneyzlu sína, beinlínis af fjárhagsástæðum- Á árunum 1938—1943 fækkaði sjúkl- ingum, sem teknir voru á geðveikra- hæli sökum áfengiseitrunar, um 83 pró- sent- En alls fækkaði geðsjúkdómatil- fellum um 37% í landinu. Dauðsföll af lifrarveikinni, Cirrhosis, sem talinn er nákvæmasti mælikvarðinn á áfengis- eitrun og ofdrykkju, fækkaði um 50 prósent fyrstu tvö skömmtunarárin, og enn um 20% þriðja skömmtunarárið. í Bretagne, þar sem áfengisofnautn var mikil fyrir stríðið, en skömmtunin naut sín vel, sökum lítillar heimaframleiðslu áfengis, lækkaði dánartalan um 2%, þrátt fyrir mannfall í stríðinu og að dánartalan alls staðar annars staðar í landinu fór upp um 25 prósent að meðaltali. Af þessum lifrarsjúkdómi eru mis- munandi tegundir. Algengust er hin svo nefnda Laennecs, sem helzt virðist orsakast af langvarandi áfengisdrykkju- Læknar í Frakklandi telja, að dán- arorsök af völdum ofdrykkju gangi næst berklunum á meðal fullorðinna manna- Þetta kemur fyrst og fremst af því, að áfengisneyzlan lamar mót- stöðuhæfileikann gegn sjúkdómum. Af Kveðja til Einingar Eining, það er meining mín, þú mættir njóta hylli. Alltaf finnst mér ávörp þín andans hreinust snilli. _________ Á. Bl. Óafturkræft. Það er um manndóminn eins og mey- dóminn, að sé honum eitt sinn fargað, fæst hann ekki aftur. Árni Jónsson frá Múla.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.