Eining - 01.02.1948, Blaðsíða 7

Eining - 01.02.1948, Blaðsíða 7
% Á I N I N G 7 Séra Magnús Jónsson í Laufási var fæddur að Kristnesi í Eyjafirði hinn 31. marzmánaðar 1828. Voru foreldrar hans Jón Jónsson, er síðar var bóndi að Víðimýri í Skaga- firði, og kona hans Sigríður Davíðs- dóttir bónda á Völlum í Eyjafjarðar- dölum Tómassonar- Séra Magnús var til mennta settur og lauk stúdentsprófi við Lærða skólann í Reykjavík 14. júlí- mánaðar 1853- Stundaði hann heimilis- kennslu á Hnausum í Þingi einn vetur að loknu stúdentsprófi, en hvarf síðan til guðfræðináms og lauk embættisprófi í guðfræði við prestaskólann 26. ágúst 1857, með 2. betri einkunn. Hann var sama dag ráðinn aðstoðarprestur til séra Skúla Tómassonar að Múla í Aðal- dal og vígður prestvígslu hinn 30- sama mánaðar. Hann fékk veitingu fyrir Hofsprestakalli á Skagaströnd 9- ágúst 1860, og fyrir Skorrastaðarprestakalli í Norðfirði 6. ágúst 1867, og sat þar, unz hann fékk veitingu fyrir Laufás- prestakalli við Eyjafjörð 21. marz 1883, og hélt hann því embætti síðan til dauðadags. Hann andaðist í Laufási hinn 19. marz 1901, nær 73 ára að aldri, og hafði þá verið prestur í rúmlega 43V2 ár. Hann var kvæntur Vilborgu Sigurðardóttur bónda á Hóli í Keldu- hverfi Þorsteinssonar- Kunnastur er séra Magnús fyrir á- huga sinn á bindindismálum, og er einn af fyrstu brautryðjendum bindindishug- sjónarinnar á íslandi. Hann stofnaði bindindisfélag meðal sveitunga sinna, og gaf út a- m. k- 4 rit um bindindi, og er þeirra merkast „Bindindisfræði" hans, er kom út á Akureyri 1884. í rit- inu um ,,Bindindi“, sem út kom 1892, segir hann m. a. á þessa leið: ,,Nú er hinn vísindalegi grundvöllur Þau sátu oft undir stórum steini, hjá stekknum í r/rænni laut. A fögrum kvöldum þar lágu í leyni, svo langt frá almannabraut. Hann var ungur og hún var f ögur, og heimurinn töfraspil. Hver stund varö efni í ástarsögu. Og indælt að vera til. Þau áttu hvort annað og allan heiminn, og ómældan varasjóð. Hann var djarfur, en hún var feimin. En heitt er æskunnar blóð. A vorin er lif og vöxtur í öllu, þá vex hin eilífa þrá. Þá angar blómið á iðjavöllum, og ástin á meyjarbrá. Á vorin er líf. Þá er blessuð blíða, og birtan endalaust löng, er gullvagnar skýja um loftið líða og lífið er þrungið af söng. Þá brosir við öllu ’inn hrekklausi heimur og hjörtunum eykur þor. og alls staðar blasir við elskendum tveimur hið örfandi, gróandi vor. A gullskýjavagni um gleðinnar heima þau geisast að yzta pól. Og dögum og árum og öldum gleyma, því allt er þar baðað í sól. Og nótt er þar engin, sem ást liefur völdin, hinn ástfangni vöku kýs, en rósirnar aðeins ögn rauðari á kvöldin á runnum i paradís. Þá angar sætleik frá aldinreinum, og ástin af meyjarbrá. Þá tindra augun í ungum sveinum, og ólgar hin sterka þrá. Hið bannaða epli Evurnar taka, því ástin er sjaldan stillt. Hví skyldi hið bezta og sætasta saka? — Fer sakleysið alltaf villt? Þau tala um allt, sem þau ætla að gera, og eitt það, að reisa bæ. Og hann skal af öllum bæjum bera í byggðinni, fram við sæ. Þar skulu þau sitja kát á kvöldin og kyssast við aftanglóð, og safna gulli frá úthafsöldum, og auðlegð í dýran sjóð. bindindisins margsannaður um leið og hin vísindalega fordæming hófsins (hóf- drykkjunnar) er sönnuð. Siðgæði og kristindómur styrkir þetta enn betur. Hættirnir eru margsýndir: Stofnun samlimaðra hindmdisf élaga; það er þetta, sem nú liggur fyrir; en seinast kemur bannmiðið eða þjóðbindindið fram; og þegar það verður, þá koma bannlögin beinlínis fram af upplýstri og siðgóðri almannaskoðun, þá er þjóð- inni er almennt innrætt orðin sú skoð- un, að það sé eins og hver annar glæpur að selja áfengi til drykkjar eða veita það öðrum til þess“- En niðurlag ritsins er á þessa leið: „Bragðaðu eigi né veittu, kristinn maður, hvort þú ert ungur eða gamall, karl eða kona, nokkuð það, sem geti gert mann kenndan eða drukkinn. Bragðaðu eigi á fyrsta staupinu eða glasinu- Allir di'ykkjurútar voru einu sinni mestu hófsmenn“. Björn Magnússon dósent. Hann ætlar að færa henni gripi góða, og gullofinn brúðarkjól. Þá ber hún af öllum fjölda fljóða, er fögur sem morgunsól. Og honum finnst lífið Ijúfur draumur, þau leika og stíga dans. Já, það skal verða gleði og glaumur á giftingardaginn lians. Þau Ijóma bæði af ást og yndi. Þau ætla að vera góð. Og þá mun framtíðin leika í lyndi og Ijóða sinn dýra óð. A arinum þeirra skal aldrei dvína, og ekkert tæma þann sjóð. En þar skal lifa, loga og skína, og lýsa hin helga glóð. Þau sátu lengi á sælukveldi, er sólin bauð góða nótt með heitum kossi frá aftaneldi, og allt varð svo kyrrt og hljótt. En nóttin var björt þótt dvínaði dagur og dæi í sólarglóð, og himinninn mildur, heimurinn fagur og heitt þeirra æskublóð. En þó verður stundum þeim, sem vaka, enn þyngra um dagsins spor. Og haustið lætur borga til baka birtuna sólríkt vor. — Svo leið á sumar og löng varð nóttin, og lífið kveið vetrarnekt. Nú sótti á blómsál alltaf óttinn við eitthvað svo liræðilegt. Hann kom nú sjaldnar að hitta hana um haustið við Sjafnarstein. Þó gekk hún þangað af gömlum vana og grét stundum lengi ein. Því bjarti sveinninn var burtu vikinn, og brúnaþung kuldaský. En litla stúlkan var sjúk og svikin, og sorg hennar þung sem blý. Hún syrgði vorið og sæludaga. Hún syrgði liin fögru blóm. Nú orðið var þetta aðeins saga og endurminningin tóm. Á næstu vikum tók nóttin að verða svo nístandi köld og dimm, og alltaf mundu að henni herða í lieiminum örlög grimm. Eitt kvöld fyrir jól var kátt í ranni þar kærastinn hennar bjó. Nú var liann orðinn að eiginmanni, og önnur við brjóst hans hló. Og lífið var þeim sem Ijúfur draumur, er lipurt þau stigu dans. Já, það var bæði gleði og glaumur á giftingardaginn hans. Menn stíga oft dans um dimmar nætur, þótt dapurt sé öðrum hjá. Og einn þegar hlxr, þá annar grætur, sem angist og raunir þjá. — Nú situr hún ein hjá Sjafnarsteini, og sál hennar nístir kvöl, er ísköld og stirðnuð inn að beini, og endar sitt þunga böl. Nú flaug um hreppinn sú hrygðarsaga, að hún væri gengin burt. Svo leituðu menn í marga daga, og margt var um hana spurt. En seinast gekk hann að stórum steini, hjá stekknum, á brúðarfund, og sá, livar hún fölnuð svaf i leyni, hinn síðasta langa blund. Hann stundi þungan og starði hljóður á stirðnaða brúðarmynd, og hrópaði: „Drottinn, Guð minn góður, hví gat ég drýgt slíka synd“. — 1 dauða hún brjóst sín vefju vafði, sem var hans síðasta gjöf. Og afkvæmi hans hún orðið hafði og ást þeirra fögur gröf. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.