Eining - 01.06.1948, Qupperneq 3

Eining - 01.06.1948, Qupperneq 3
EINING 8 * Gróðrabrall og ósiðir Tvennt var mjög áberandi í strætis- vögnum í borgum Ameríku fyrir tveim- ur til þremur áratugum. Annað var N jórtrandi fólk, einkum unglingar, stúlk- ur, og hitt var skringileg auglýsing um Wrigley’s sogleður. Þegar Wrigley var 12 ára, var hon- um vikið úr skóla í Fíladelfíu. Hann strauk þá að heiman og seldi blöð einn vetur í New York. Ári síðar vann hann þó hjá föður sínum að sápugerð og fékk $ 1,50 á viku. Hann taldi föður sinn í það, að leysa sig frá störfum, en lofa sér að fara um með sápur hans og selja. Pilturinn varð fljótt frægur sölumaður , ^ og seldi allt, sem faðir hans gat fram- leitt. Hann varð svo duglegur sölumað- ur yfirleitt, að hann státaði af því, að geta selt handalausum mönnum slag- hörpur. Rúmlega þrítugur stofnaði hann hlutafélag um sérstaka sogleðursfram- leiðslu. Félag þetta hefur selt yfir 113 milljarða sogleðursflísa eða stykkja og greitt hluthöfum 185 milljónir dollara. Þegar Wrigley hugði á stofnun þessa félags, þá snéri hann sér til verksmiðju- . eiganda nokkurs og bað um samtal við * hann. En þessi náungi mætti ekki stund- víslega, en Wrigley var ævinlega stund- vís. Hann beið 10 mínútur, en hélt svo leiðar sinnar og snéri sér til annars verksmiðjueiganda og samdi við hann um framleiðsluna. Framleiðsla hans komst brátt upp í 40 milljónir dollara á ári. Óstundvísin hafði af hinum feit- an bita. Það var happasnauð óstund- vísi, eins og oft vill verða. Árið 1907 ákvað Wrigley að verja einni milljón' dollara til auglýsinga. Peningana átti hann ekki til, en aug- lýsti fyrir lánsfé. Salan á sogleðri hans óx á einu ári úr 170 þús. dollara í $ 1,345,000. Menn fengu hvorki umflúið nafn Wrigley eða þefinn af sogleðri hans. Tvisvar sendi hann sogleður ó- keypis til hvers manns, sem skráður var í öllum símaskrám Bandaríkjanna, og meðfram járnbraut á einum stað setti hann upp auglýsingu, sem var um fimrn kílómetra löng. Þetta er nú lygi- legt, en hvað er ekki hægt að gera, þegar milljóna dollara hagnaður er ann- ars vegar. Á tveim árum lét hann út- býta 14 millj. eintaka af eins konar auglýsingaritl (Mother Coose book), og árum saman sendi hann tvö stykki af sogleðri til eins margra barna og hann frekast gat náð til, sendi þau á öðrum afmælisdegi barnanna. Stundum náði hann þannig til 750,000 barna á einu ári. Hér var ekkert hálfvelgjustarf, hér var ekki laust á barið, hér var hagnað- arvon, og þá skortir sjaldan áhuga. Ameríska þjóðin lærði að jórtra og japla á sogleðri, og allur heimurinn hef- ur verið að apa þetta eftir. 1914 var neyzlan í Bandaríkjunum 39 stykki á hvert mannsbarn í landinu, en 1925 var hún 100, og nú er hún yfir 130 stykki á mann. Bandaríkin nota sjö sinnum eins mikið og allur heimurinn annars. Hagnaður þessara sogleðursfyrirtækja Wrigley hefur numið hundruðum millj- óna dollara. Reader’s Digest segir í grein um þessa verzlun, að „ekki sé hægt að segja milljónum sinnum: „sog- leðrið róar taugarnar“, án þess menn leggi trúnað á slíkt“. Á stríðsárunum framleiddu þessi sog- leðursfyrirtæki í Bandaríkjunum 19 milljarða sogleðursstykkja handa hern- um. Um tíma vissi enginn hvað varð af allri framleiðslu Wrigley sogleðurs- ins í Ástralíu. Seinna komst það upp, að hvert einasta stykki hafði verið sett í sérstakar umbúðir. Annars vegar var mynd af fána Bandaríkjanna og Fil- ippseyjanna, en hinum meginn stóð letrað: „Ég kem aftur — MacArthur". Þessu var svo dreift úr flugvélum yfir Filippseyjarnar. Á stríðsárunum, not- aði hvér Ameríkuhermaður meira en 500 stykki á ári. Oft hefur það kostað mikið verk og fé, að hreinsa skip og farartæki eftir þennan óþverra, sem kærulausir menn klessa alls staðar. Nú er vandamál framleiðslunnar það, að finna ný auglýsinga slagorð, búið er að þrælnota setningar eins og þessar: „eykur starfsþrekið“, „greiðir fyrir við- skiptum", „eyðir leiðindum", „heldur vörunum unglegum“. Þannig er nú þessi saga. Hún er lík mörgum öðrum. Um allar aldir hafa gróðrabrallsmenn haft alþýðu manna fyrir ginningarfífl og féþúfu. Fátt er mikilvirkara við að eyða æskuroða af kinnum kvenna og fegurð þeirra yfir- leitt, en áfengis- og tóbaksneyzla. Þó má hvar vetna sjá skrautlegar auglýs- ingar í blöðum stórvelda, á húsveggj- um, götum og gatnamótum, þar sem blómleg yngismeyja á að tákna heil- næmi og ágæti þessara eiturnautna. Þar er á ferðinni hin blygðunarlausa og ó- svífna auglýsingalygi, sem ekki hræð- ist dagsljósið og ekki kann að skamm- ast sín, af því að ágirndin, sem er rót alls hins illa, er þar aflið, sem knýr. Mikill liðsmunur Skoðanakönnun í Englandi hefur leitt í ljós, að 82% karlmannanna neyta á- fengis, en 18% eru bindindismenn. En 60% kvennanna neyta áfengis, en 40% ekki. Áfengistízkan er enn liðsterk, sem von er, því máttugt er það afl, sem á bak við stendur. Þannig er það gróðabrall og ágirnd, sem mest eflir ósiði og skaðlegar nautn- ir, áfengisdrykkju, tóbaksneyzlu, sog- leðursjaplið, reyfaralesturinn, kvik- myndagræðgina og dansæðið. Allt þetta, sem afmenntar fólk, gerir það andlega fátækt og auðnusnautt, eyðir líkams og sálarkröftum þeirra, en skapar tómleik í sálinni og lífsleiðu. Er það sæmandi að láta flækjast í slíka svikamyllu? Stjórnandi eða stjórnað Annað hvort ráðum við yfir ástæðum okkar, umhverfi og daglegum viðfangs- efnum, eða þetta ræður yfir okkur og gerir okkur að þjónum sínum, jafnvel þrælum. Manninum ber að vera drotnari um- hverfis síns, en ekki þræll þess. Hann á að neyta matar síns til þess að halda góðri heilsu, en ekki að gera sig heilsu- lausan á þrotlausu matarstússi, köku- bakstri, kökuáti, kaffidrykkju, sætinda- áti, áfengisdrykkju, tóbaksneyzlu, eða blátt áfram ofáti. Hann á að láta fötin sín, húsgögnin sín, íbúðina sína og allt sem honum heyrir til, auka þægindi sín og lífsham- ingju, en ekki gerast ánauðugur þræll tízkunnar og hégómans. Við eigum ekki að stynja dauðþreytt undan þrotlaus- um hreingerningum, teppabarsmíði, fægingum og fálmi um húsgögn, mynd- ir, veggi og alls konar glingur. Það er betra að hafa hóflega mikið af þessu og láta það þjóna sér og auka á þæg- indi sín, en að vera dauðþreyttur þjónn þess og þræll. Lífið er meira virði en fötin og hamingjan betri en hégóminn. Nútímamaðurinn er allt of háður straumkastinu mikla, sem hraðinn, um- stangið og fjölbreytnin sogar hann út í. Hann þarf vel þjálfað viljaþrek til þess að geta lifað stefnuföstu lífi, sem drottnari en ekki þræll, og það er vægð- arlaust skilyrði fyrir andlegri og líkam- legri heilsu og vellíðan í hvívetna. Þáttur Góðtemplara . .. . Framh. af bls. 2. hafi sízt verið lakari en nú er að pen- ingagildi. Ef athuguð er hlutverkaskrá jafnnýts leikara og Helga Helgasonar, kemur í ljós, að þóknun til hans hefur verið 5 krónur hvert leikkvöld fram til 1902, þá fær hann greiddar kr. 7,50 á kvöldi fyrir hlutverk í „Týnda Para- dísin“, en árið eftir fær hann 8 krónur hvert kvöld í þremur leikritum. Vorið 1903 hækkar kvöldkaupið upp í 10 krón- ur, og helzt það óbreytt allar götur til ófriðarloka hinna fyrri“. Þeir, sem áhuga kunna að hafa fyrir þróun leiklistarlífs Reykjavíkur, geta svo lesið hina fróðlegu ritgerð, sem hér hefur verið vitnað í, alla í Þjóðvinafé- lagsalmanakinu 1948.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.