Eining - 01.06.1948, Qupperneq 8
8
E I N I N G
Eining
H&mtfinrlilntf imi tiJndimlÍN- o^r iiicniiiiiKrnriiiAl.
Hitst.’órí of? nbyrtfónrmnóur: Pétur Sigurösson, Berg-þórugötu 53.
BlaðiÖ er gefiö út meö nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku íslands,
íþróttasambandi íslands og Sambandi tiindindisfélaga í skólum.
Árgangurinn kostar 10 krónur. í lausasölu kóstar blaöiö 1 krónu.
Afgreiösla þess er á skrifstofu blaösins, Klapparstíg 26, Rvík.
Hvora leiðma heldur
Auðvelt er aö láta sig velta nitíur brekkuna. Sóknin á
brattann er jafnan erfi'ó.
Lygin, rógurinn og smjaðri'ö hefur jafnan þótt gómsœtt.
Sannleikurinn er oft beiskur á bragöiö. Spámenn og beztu
menn heimsins uröii oftast ekki aöeins óvinsœlir fyrir þaö
eitt aö segja beiskan sannleikann, en þaö kostaöi þá oft
lífiö. Þegar frá leiö uröu þó þessir menn hetjur sögunnar
og fyrirmyndir þjóöa. Getum vifi gert betur á nokkurn
hátt, en aö taka þá til fyrirmyndar í lífi og starfi? En
hvers konar vinsœldir skapar þaö?
Eg er stundum aö hugleiöa, hvers lesendur Einingar
mundu helzt óska sér af minni hendi. Eg veit, aö sumir
þeirra eru óánœgöir meö bersögli mína, dðfinnslur og
ádeilur á eitt og annaö. Þó er ég ekki viss um, aö þeir beri
mér á brýn, aö ég segi ósatt. Mundi annar ritháttur koma
sér betur? Mundu slíkir menn vera mér þakklátir, ef ég
segöi yfir leitt viö allan mannskapinn: Þiö eriiö sómamenn
í hvívetna. Þiö eruö mestu reglumenn, þiö eruö iöjumenn,
sparsamir og nýtnir í fjármálum, samvizkusamir í verzlun
og viöskiptum, þiö eruö trúir og dyggir viö vinnu og.öll
dagleg störf, þiö eruö stundvísir og áhyggilegir menn, þaö
er sannarlega óhœtt aö reiöa sig á loforö ykkar, og ekki er
trassamennskan eöa kœruleysi, allt í röö og reglu, allt.
stendur eins og stafur á bók, sem þiö segiö, þiö lifiö fyrir
velferö lands og þjóöar, þiö greiöiö skatta ykkar og skyldur
samvizkusamlega og þiö eruö til fyrirmyndar í hjúskapar-
málum, viöskiptum og öllum vinnubrögöum. Þiö eruö dáö-
ríkir drengskaparmenn, sómi lands og þjóöar, friösamir
og samvinnuþýöir menn.
Mundi slíkt tal veröa vel þegiö? Ættum viö aö temja
okkur slíkan rithátt? Mundi þaö gagna þjóöinni bezt?
Mundi þaö halda nafni okkar á lofti um komandi aldir?
Eöa, á ég aö sœtta mig viö þaö, aö veröa óvinsœll hjá
mörgum, ekki öllum, fyrir þaö aö átelja harölega óheiöar-
leik manna, sviksemi í vinnu og viöskiptum, óstundvísi og
óreglu, drykkju og drabb, lausung í hjúskaparmálum, kæru-
leysi, eyöslusemi og sóun, óheilindi í félagsmálum, flokka-
drátt, mannskemmdir og illindi, undanbrögö og sviksemi
viö heill lands og þjóöar? Segi ég ósatt, ef ég fullyröi aö
allt þetta dafni á meöal okkar eins og arfi í hlaövarpa, spilli
lífi þjóöarinnar, öllu menningarstarfi hennar og stofni
hennar mestu verömœtum í hœttu? En ef þetta er satt, á
sá sannleikur aö vera óvelkominn, ef hann er sagöur upp-
hátt? Hvort gagnar þjóöinni betur, aö smjaöra fyrir henni
eöa aö segja henni til syndanna meö allri hreinskilni og
djörfung? Þaö er miklu auöveldara aö smjaöra, og af öllu
auöveldu er lygin þó auöveldust, öll undanbrögö eru miklu
auöveldari en þaö, aö segja sannleikann ómengaöan. En
sannleikann má auövitaö segja misjafnlega og stundum mái
satt kyrrt liggja. Þetta skal viöurkennt, en of mikil vorkunn-
semi viö sjálfan sig og meinsemdir félagslífsins, er hiö sama
sem aö þora ekki aö nota hnífinn og skera meiniö burt,
áöur en þaö veröur banvœnt.
Þaö er hœgt aö velja hvora leiöina sem er: niöur brekkuna
eöa upp brattann. Ef ég falaöi ykkur til samfylgdar, hvora
leiöina munduö þiö kjósa?
Pétur Sigurðsson.
lim uppeldismál
Eftir dr. Matthías Jómasson
Með þessari yfirskrift birtust í Alþýðublaðinu 1937 greinar eftir <lr. Matthxas
Jónasson. Þótti xnér þær hinar merkilegustu, stakk niðurlagi greinanna í vasa-
hók mína og hafði með mér víða um land á fyrirlestraferðum mínum. Las ég
þá oft fyrir mörgum áheyrendum þenna kafla greinanna, en get nú ekki stillt
mig um að hirta liann í Einingu, því að enn er sannleikur hans tímabær,
P. S.
Börnum var lirósað fyrir gáfur, þótt þau væru löt og
viljasljó, og fullorðnir fengu á sig gáfnaorð ef þeir gátu
böglað saman vísu, — að ég ekki nefni brandarana svo- t
kölluðu, sem aflað hafa mörgum andlega voluðum álits.
I samanburði við „gáfur“ varö lítiö úr öörum hœfileikum,
t. d. viljastyrk, iöni, hreinlyndi, trúmennsku og nœgjusemi.
Slíkt var viöurkennt meö ineöaumkunarbrosi! Slíkt rangmat
andlegra hœfileika gefur þeim óhlutvandari ávallt yfir-
höndina, enda hefur þaö hefnt sín grimmilega í þjóölífi
voru. (Flestar leturbr. ritstj.).
En verst var þó, að þetta ruglaði foreldra í uppeldis-
starfi þeirra og liamlaði því, að glædd yrði eðlileg og albliða
þroskun barnsins. Heimilið er ekki bezt fallið til að veita
barninu þekkingu, enda víkur það meir og meir fyrir j
skólanum á þessu sviði. Og meö því aö si'ögœöisuppeldiö,
sem er hiö eölilega hlutverk fjölskyldunnar, var í litlum
metum, glataöi fjölskyldan smám saman uppeldishlutverki
sínu. Sú breyting á lifnaðarhögum fjölskyldunnar, sem
atvinnuhættir síðustu áratuga sköpuðu, brugðu Iienni æ
meir frá uppeldisstarfinu. Svo var allri ábyrgð velt á
skólana. Arangurinn þekkjum vér. Og vér vitum einnig,
að mælikvarðinn var rangur. Næmi og minni eru alls ekki
svo sjaldgæfir bæfileikar, að ástæða sé til að miklast af
þeim. Hins vegar er miklu erfiöara aö þroska lireinlyndi og
viljastyrk, enda eru þessir hæfileikar miklu sjaldgœfari en
hinir. Krafan um aukna hlutdeild heimilisins í uppeldis-
starfinu byggist á endurmati andrœnna hœfileika. Vér
veröum í framtíöinni aö leggja sem mesta stund á siögœöis-
uppeldi bernskunnar; aöeins þannig geta gáfur einstakl-
ingsins þróast í eölilegu samræmi, svo aö honum sjálfum
og þjóöinni veröi til farsœldar. En í þessu starfi er þáttur
f jólskyldunnar ómissandi.
Síðara atriðið er að nokkru afleiðing hins fyrra og á
tilverumöguleika sína í spilltri siðgæðisvitund þjóðarinnar. jf
Eg á bér við þá ófrægilegu aðferð, sem almennt er beitt
í opinberum deilumálum, einkum á stjórnmálasviðinu. Hér
hverfur málefniö oftast bak viö hiö persónulega. And-
stœöingurinn er látlaust rógborinn, nefndur fantur, heimsk-
ingi, fóöurlandssvikari, leiguþý og allt, sem nöfnum tjáir aö
nefna. Þetta ástand sýnir ótvírœtt, aö vér Islendingar erum
smám saman aö glata þeim siöferöisþroska, sem viröing fyrir
andstœöingnum krefst. Erum vér aö þessu œttlerar miklir 4
og framtíöinni bólvaldar. Það er ekki hlutverk mitt að rann-
saka það tjón, sem spilling þessi veldur á sviði stjórn-
málanna sjálfra. Það er alkunnugt, aö hún hamlar stórum
andlegum og efnalegum viögangi þjóöarinnar. Hitt er bezt
aö segja hispurslaust: persónuleg ófrœing og rangfœrsla
mála, sem viöhaföar eru í stjórnmálum og blaöamennsku
nú á dögum, eru hiö mesta áhyggjuefni öllum þeim, sem