Eining - 01.06.1948, Síða 10

Eining - 01.06.1948, Síða 10
10 Umdæmisstúkuþingið Vorþing Umdæmisstúkunnar var háð í Reykjavík dagana 22. og 23. maí s. 1. Sátu það 129 fulltrúar frá stúkum um- dæmisins. Umdæmistemplar Sverrir Jónsson lagði fram skýrslu yfir síðasta starfstímabil. Hafði Umdæmisstúkan haft í þjónustu sinni erindreka um tíma, átt þátt í eða komið á tveimur myndarlegum bindindismótum, að Sel- fossi og á Snæfellsnesi, tekið þátt í nokkrum útbreiðslufundum, skipulagt heimsóknir stúkna hverrar til annarr- ar, og séð um útbreiðslustarf á annan hátt. Ein ný stúka var stofnuð, stúkan Andvari í Reykjavík. Stúkurnar í Vestmannaeyjum vinna nú að byggingu myndarlegs félags- og sjómannaheimilis, einnig hafa templar- ar í Keflavík hafizt handa um að koma upp sjómannastofu þar. Gæzlumaður ungtemplara í umdæm- inu, Páll Jónsson, lagði einnig fram skýrslu um starf barna- og unglinga- stúknanna. Þingið ræddi áhugamál sín bæði inn og út á við. Kom í Ijós mikill áhugi fyrir auknu starfi, og að einhverju leyti með nýju sniði, meðal æskumanna. Var kjörin nefnd til að athuga það mál og gera tillögur. Ýmsar tillögur voru sam- þykktar varðandi aukið starf inn á við í Reglunni. En út á við sneru tillögur sérstaklega að meðferð síðasta Alþingis á áfengismálunum. „Umdæmisstúku- þingið undrast stórlega þá meðferð, sem síðasta Alþingi lét sér sæma á öllum tillögum varðandi áfengismálin, tillög- um, sem bindindisöflin í landinu, ásamt skoðanabræðrum þeirra á Alþingi, hafa barizt fyrir. — Vítir þingið þetta harð- lega og gerir þá kröfu til Alþingis, að ekki sé troðið á þeim almenna endur- bótavilja, í þessum málum, sem komið hefur svo greinilega fram í margvís- legum samþykktum meðal þjóðarinnar á undanförnum árum“. Umdæmistemplar, Sverrir Jón'sson, var endurkosinn og framkvæmdanefnd umdæmisstúkunnar að mestu leyti, þó urðu ofurlítið mannaskipti og komu þessir nýir: Lúðvíg Möller, Reykjavík, Guðjón Backmann, Borgarnesi og Ing- þór Sigurbjörnsson, Selfossi. I stúkum umdæmisins voru 3751 fé- lagar 1. febrúar s. 1., en 3651 á sama tíma 1947. Ein hin mannskæðasta pest í grein í Alþýðublaðinu, 10. febr. s.l., kemst landlæknir svo að orði: „Nú ber svo vel í veiði, að Alþingi hefur á prjónunum það bjargráð, að stofna til bruggunar áfengs öls í landinu. Vilja menn óðir og uppvægir troða ágóðanum af brugg- inu upp á lieilbrigðismálin, og er reyndar nokkur ofrausn, með því að hér er um að ræða heilbrigðisráðstöfun í sjálfu sér, þar sem ölinu er ætlað að lækna alla ofdrykkju í land- inu, eina hina mannskæðustu pest“. EINING Versti kúgari Islendinga um þessar mundir er: ÁFENGIÐ. Þd8 drepur beinlínis marga menn árlega. Þa8 gerir tugi manna aií rœfl- um og vandrœ'Samönnum. Þdö býr fjölda heimila sann- kalldS kvalalíf. Þaö veldur glœpum og slysum í stórum stíl. Þdó svíkur 47 milljónir króna á ári út úr landsmónnum í ríkis- sjóð, sem aftur verfiur aó eyfía fé sínu til þess dö bœta og byggja upp þái menningu, sem áfengiö brýtur niöur. Hver sá, sern sty'Sur þennan vágest þjóSarinnar, er óvinur hennar. Hver sá, er vinnur aS útrým- ingu hans, skipar sér í varnarsveit landsins. Kafli úr bréfi frá presti Ég þakka þér fyrir ,,Eininguna“, sem ætíð hressir mig og gleður með komu sinni. Hún er nú ekki lengur gestur á heimili mínu, heldur kærkominn vinur. — Baráttan er hörð við heimsku og þrjózku þeirra, sem lotið hafa lágum kenndum. En í sérhverri baráttu er sig- urvon. Ég hefi m. a. verið að hugleiða þetta marg um rædda ölfrumvarp — þessa dulbúnu árás á bindindið og fylgjendur þess. Ekkert frumvarp hefur nú um skeið verið svo umtalað sem það. Og það er sjálft löggjafarþing þjóðarinn- ar, sem tekur þetta sem eitt af við- reisnarmálum í baráttunni við böl dýr- tíðarinnar. Háværar raddir hundraða kjósenda og jafnvel þúsunda, hafa lægt hrifningarhlakk ölsóknarmanna. En hér er alvara á ferðum. Er nú ekki kominn tími til þess að þeir, sem hafa í háveg- um drykkjuskap og drabb, verði skor- aðir á hólm frammi fyrir hljóðnema útvarpsins og fái þar að færa „rök“ fyrir máli sínu í áheyrn þjóðarinnar? Er nú ekki komið tækifærið til þess, fyrir bindindismenn, að taka þessa menn fastatökum? Sú óstjórnlega drykkjuómenning, sem yfir æskufólkinu vofir, er verri , en atomsprenging. Sprengingin veldur stundarkvölum og dauða, en drykkjuskapurinn er seig- drepandi sjúkleiki, sem smitar fleiri og fleiri. — Það er sárt að heyra unga menn, dauðadrukkna, hrósa sér af því, að án drykkjuskaparins geti þjóðin ekki lifað — þeir séu máttarstoðir þjóðfé- lagsins, einmitt vegna þess að þeir drekki. — Það hafa farið fram um- ræður í útvarpinu um breytingu mat- málstímans í Reykjavík og stjórnmála- skörungarnir hafa rætt þar um ýmis miður áheyrileg mál. Ég held að nú sé kominn tími til þess að rætt sé ræki- lega við fylgjendur drykkjuskaparins á þeim vettvangi. Ég vona, að þið, bind- indismenn, framverðir í baráttunni gegn þessu ægilega böli, gefið okkur Islendingum kost á því að heyra ykkur spjalla við þessa skaðvalda velsæmisins og mannúðarinnar. — Jón Kr. ísfeld. ___________ >J Vond fyrirniYnd Fyrii' einu eða tveimur árum sat ung- ur skólapiltur við hlið mér í samsæti, þar sem var allstór höpur af ungu skóla- fólki. Piltur þessi sagði, að fimm sinn- um, þann vetur, hefði skólastjórinn komið ölvaður í skólann. Tveir aðrir kennarar við sama skóla, drekka, sagði pilturinn. Annar þeirra var frá kennslu * 14 daga sökum óreglu, sagði hann enn- fremur, Einn bekkur skólans fór í skemmtiför. Fimm piltanna drukku svo fyrsta dag fararinnar, að þeir „dóu“, eins og sagt er, og gátu svo þar afleið- andi ekki skemmt sér það sem eftir var ferðalagsins. Þessi orð piltsins skrifaði ég strax hjá mér, en hef dregið að gera þau að umtalsefni. Ég hef enga löngun til þess að kasta steini að náunganum, sökum breyskleika hans, en slík framkoma \ kennara verður þó að áteljast og jafn- vel fordæmast. En vonandi er, að þetta sé fremur sjaldgæft í skólum landsins. Og þeir menn, sem slíkt fordæmi gefa, setja vissulega blett á kennarastétt landsins, sem tekur yfirleitt heppilega afstöðu til bindindismálsins. Óhætt mun að fullyrða, að pilturinn sagði satt, og rannsókn í því máli mundi ekki gera minna úr frásögn hans. Það er gott að vera umburðarlyndur, en þjóðfélagsmeinin má þó ekki rækta í skjóli einhvers umburðarlyndis. Viðvíkjandi öðrum skólum, enn æðri, sagði skólastjóri einn við mig nýlega: „Einn nemandi minn hefur nú stund- að nám í þessum skóla. í febrúar í vet- ur (1948) höfðu fallið niður 16 kennslu- stundir eins kennarans í sérstakri deild skólans, sökum óreglu“. „Þá var það kennari“, sagði nemand- inn líka, „sem oft þurfti að flýta sér j út rétt fyrir kl. 6, en átti að kenna til kl. 6. Einn nemandinn spurði hann einu sinni, hvað hann ætlaði að kaupa, því að hann þurfti að ná í búð áður en lok- að yrði“. „Sokka“, svaraði kennarinn. „Fást sokkar einnig í ,,ríkinu?“ spurði nemandinn. Skólapiltarnir vissu mjög vel, hvert leið kennarans mundi liggja. Eigum við t að vélja æskumönnum slíkai' fyrirmynd- ir og leiðsögumenn? Tvær ungar og efnilegar skólastúlk- ur voru að tala saman. Þær voru frá þriðja skólanum, sem hér er vikið að, en allir eru skólarnir í Reykjavík. Ungu stuikunum kom saman um það, að einn kennarinn hefði varla komið svo í skól-

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.