Eining - 01.06.1948, Síða 11
E I N I N G
11
Heiðinn siður á ísiandi
Útgefandi: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Höfundur: Ólafur Briem.
V
Þessi sérstæða, fróðlega cg að mórgu
leyti skemmtilcga bók kom ut árið 1945.
Allur frágangur bókarinnar er hinn
bezti, og slnlst það enn betur þegar les-
inn er eftirmáli bókarinnar, þar sem
hciundur þakkar hinum færustu mönn-
um nokkra aðstoð við útgáfuna, þótt
hann virðist sjálfur mætavel vaxinn
verki sínu.
Hér er safnað saman miklum fróð-
leik um hinn forna sið feðra okkar:
alls konar átrúnað, trúariðkanir, sið-
♦ venjur og kenningar. Hina fjölbreyttu
dýrkun goðanna, trú á landvættir, álfa,
drauga, tröll, framhaldslíf dauðra
manna, blótsiði og fjölda margt áhrær-
andi hinn forna sið. Fyrstu 70 blað-
síður bókarinnar eru um goðin, trú
manna á þau og dýrkun. Annað aðal-
efni bókarinnar er svo: Landvættir,
Dauðir menn, Hof og blót og Örlög
heiðninnar. Alls er bókin næstum 200
blaðsíður.
Tilgangurinn með þessum línum er
^ alls ekki að skrifa neinn ritdóm um bók-
ina, heldur aðeins að minnast hennar.
Sjálfsagt á bókin mest erindi til þeirra
manna, sem eru fróðleiksfúsir, en at-
hugull lesari fær þar margt íhugunar-
efni. Trúarlíf manna hefur jafnan ver-
ið marglitt, mótað menn misjafnlega,
verið þeim skapandi máttur, ein styrk-
asta stoð til manndóms og drengskap-
ar, en því hafa jafnframt fylgt ókost-
ir miklir, trúblinda, hræsni og yfir-
drepskapur. I nafni trúarinnar og í
skjóli yfirskyns hafa oft verið framin
hin viðbjóðslegustu verk, sem sagan
getur. En „án trúar er ómögulegt Guði
að þóknast", segir heilög ritning, og
án trúar hefðu menn aldrei lagt á sig
að temja villidýrið í sjálfum sér, á-
stunda fórnfýsi og sjálfsafneitun, beygt
hinar frumstæðustu og sterkustu hvatir
manneðlisins til hlýðni við kröfu and-
ans, né lagt stund á guðsleit og rækt-
► un góðleikans.
Hver er þá trú okkar nú, og hversu
máttug er hún til mannbóta?
Á blaðsíðu 117 í bókinni, sem er hér
til umræðu, er sagt þetta:
ann allan veturinn, að ekki hefði lagt
áfengisþef frá vitum hans, og stundum
/ i var hann sjáanlega ölvaður. Ég var
heyrnarvottur að samtali skólastúlkn-
anna og stutt er síðan þetta var, en
sennilega er búið að afsegja þenna
kennara.
Það er ekki af neinni mannsvonzku
sprottið, þótt við gerum stærri kröfur
til kennara, en þetta. — P. S.
„En Hávamál höfðu líka sína sálu-
hjálp, þótt hún væri ekki fólgin í neinni
sælutilveru í bústöðum goðanna. Hún
var fólgin í orðstír. Sú skoðun var líka
beint framhald af skoðun víkinganna á
þessu lífi. Hugsunin um skömm og heið-
ur var miklu ríkari hjá forfeðrum okk-
ar en okkur sjálfum. Æðsta takmark
þeirra var að vera taldir mikilmenni
og láta á engan hátt ganga á sóma sinn.
Eitt algengasta yrkisefni hetjukvæða
og íslendinga sagna er hin erfiða bar-
átta, sem mikilmennin urðu að leggja
á sig til þess að varðveita sæmd sína.
Þau voru þráfaldlega neydd til þess að
vinna ýms verk, sem þau sjálf kölluðu
bæði „stórvirki og illvirki", til þess að
þeim yrði ekki brugðið um lítilmennsku.
Hugsunin um góðan orðstir gat jafnvel
orðið enn sterkari en óttinn við dauð-
ann, og var hann þó sízt minni í heiðni
en nú. Ef til vill er þessari hugsjón
hvergi betur lýst en í orðum Njáls, er
hann á að hafa mælt við Flosa í brenn-
unni: „Eigi vil ég út ganga, því að ég
er maður gamall og er ég lítt búinn til
að hefna sona minna, en ég vil eigi lifa
við skömm“. Slík orð eru lögð þeim
manni í munn, er talinn var einn mesti
friðsemdarmaður hér á landi á tíma-
mótum heiðni og kristni. Engan þarf
því að undra, þótt metnaðarþráin hafi
orðið undirrót stórra verka meðal ó-
stýrilátra höfðingja og víkinga. Vonin
um ódauðleik orðstírsins virðist líka
vera hið eina, sem sætt gat margan vík-
inginn við dauðann“.
Illa er farið, að við skulum vera orðn-
ir þeir ættlerar, að við látum okkur nú
minna annt um sóma okkar, en heiðnir
forfeður okkar, þrátt fyrir margra alda
uppeldi við hinar gullfögru siðgæðis-
kröfur kristinnar trúar. En þessu ork-
ar afguðadýrkun þeirra kynslóða, sem
hafa magann fyrir guð sinn og þykir
jafnvel sómi að skömmunum, iðka
svindl og svik, svall og það dáðleysis
líf, sem gerir alla menn að lítilmennum.
Trúariðkanir manna hafa jafnan átt
sína spaugilegu hlið líka, því að margt
fær staðizt í skjóli einfeldnislegra og
gagnrínilausra trúarskoðana. „Heiðinn
siður á lslandi“ segir þessa sögu:
„En greinilegast er dýrkun Freys í
Svíþjóð lýst í þætti Ögmundar dytts og
Gunnars helmings. Gunnar var dæmd-
ur til dauða í Noregi, en hann flýði
austur til Svíþjóðar. „Þar voru stór
blót í þann tíma, og hafði Freyr þar
verið mest blótaður . . . og Freyr hafði
verið fengin kona ung. Var það átrún-
aður landsmanna, að Freyr væri lif-
andi, sem sýndist í sumu lagi, og ætluðu,
að hann mundi þurfa að eiga hjúskap-
arfar við konu sína. Var þessi kona
fríð sýnum. Skyldi hún og mestu ráða
fyrir hofstaðnum og öllu því, er þar lá
til goðahússins. Gunnar helmingur kom
þar fram um síðir og bað konu Freys
hjálpa sér og beiddi, að hún mundi hann
þar láta vera“. Hún tók við honum, og
fór hann að veizlum með þeim Frey og
konu hans, er Freyr skyldi gera mönn-
um árbót. Freyr og kona hans sátu í
vagni, en Gunnar gekk á eftir. En er
Gunnar mæddist að ganga, settist hann
líka upp í vagninn og kastaði Frey út.
Tekur Gunnar svo að sér starf guðsins,
og fer svo fram um hríð. Litlu síðar
veittu Svíar því eftirtekt, að kona Freys
gekk með barni. „Þykir þá mörgum all-
vænt um Frey guð sinn. Var og veðrátta
blíð og allir hlutir svo árvænir, að engi
maður mundi slíkt“.
Ætlar móðurástin
að bila
Mun svo fara, að nautnasýki og efn-
ishyggja nútímans yfirbugi móðurást-
ina? Henni hafa menn sungið lof og
dýrð á öllum öldum. Nú virðast ungar
mæður orðnar slíkir þrælar reykinga-
tízkunnar, að þær meti meira nautn
sína og sígarettuna, en lífsafkvæmi sitt,
er sýgur brjóst þeirra. Á þessari leið
er menning okkar nú um stundir, og
má af því glökkt marka, hvílíkur böl-
valdur reykingatízkan er að verða.
Stór hópur manna sat við kaffiborð
fyrir nokkru. Fjórar konur voru búnar
að kveikja í sígarettum sínum áður en
nokkur karlmaður tók þær upp hjá sér.
Það er oftast svo, að þegar hið góða
spillist, þá spillist það illa.
Þrælahald frjálsra
þjóða
Á síðari tímum hefur það farið sam-
an jöfnum höndum, að þjóðir heimta
ákaft frelsi og sjálfstæði, en undiroka
þegna sína stöðugt meir og meir- Sé
vel að gáð, er frelsi einstaklingsins orð-
ið mjög takmarkað á öllum sviðum og
fullar líkur til, að slíkt kunni að standa
menningarlegum þroska fyrir þrifum.
Þetta er auðvitað ærið misjafnt hjá
þjóðum, en þróunin er ískyggileg, en
er sennilega komin yfir menn sem hefnd
yfir misskildar frjálsræðiskröfur og
skort á þegnskap.
Eru líkindi til, að þjóðir geti verið
til lengdar sjálfstæðar og frjálsar, ef
efniviður þeirra er ósjálfstæðir og und-
irokaðir þegnar, sem lúta fremur vél-
rænu lögmáli, en vaxtarlögmáli ? —
Efni til íhugunar-