Eining - 01.06.1948, Page 13

Eining - 01.06.1948, Page 13
E I N I N G 13 * ) inn út úr húsinu og átti að kasta mér í á, sem rann þar hjá og var mér þá vís bani búinn, því áin var vatnsmikil og straumþung, en ég ósyndur. Ég hróp- aði á hjálp hástöfum og vildi það til bjargar, að húsbónda minn bar þarna að og bjargaði hann mér úr greipum þeirra. Það rann af mér við þetta og ég hafði vit á því að sneyða hjá þessu veitingahúsi næstu sunnudagskvöld. Eftir ársdvöl í Merthyr Tydvil réðst ég í vinnu til sútara í Gloucester að nafni Mr. Slatter. Ég kom til Gloucester klukkan sex að kvöldi í slyddubleitu. Ég hafði drjúgum sopið á ferðapelari- um á leiðinni, og afleiðing þess var sú, að ég steyptist á höfuðið, er ég steig út úr vagninum fyrir framan hóteldyrn- ar, sem vagninn nam staðar við í Gloucester. í hótelinu jafnaði ég mig eftir ferðalagið og hressti upp á sans- ana með víntári, eða svo ég noti mín eigin fávizku orð: Til þess að hita mér í hamsi og hressa mig. Síðan komst ég að raun um, að þetta var villan, bláber. En líf drykkjumannsins er jafnan auð- ugt af sjálfsblekkingum, sem svæfa rödd samvizkunnar. í verksmiðjunni, sem ég átti að vinna í, var vatnsrás og lá hún um garðinn utan hennar. í rign- ingum hljóp vöxtur í hana og var vatn- ið því jafnan tekið af á kvöldin um leið og vinnu var hætt. Ég varaði mig ekki á þessu, er mig bar þarna að í fyrsta sinn, drukkinn og ókunnur staðn- um og féll því í flauminn, sem hreif mig með sér. Tveir menn voru af til- viljun nærstaddir og brugðu þeir við til bjargar. Tókst þeim að ná í mig og mátti það ekki seinna vera, því að þá var ég kominn þar að, sem vatnið féll inn undir byggingu, en hattur minn og böggull bárust burt með því. Björg- unarmenn mínir báru mig að ofni og lögðu mig þar í ullarbyng. Var þá farið að renna af mér til muna, en ég var máttfarinn eftir volkið. Mr. Slatter bar þar að í þessu, og þar sem hann var jafn villuráfandi í skoðunum sínum á áhrifum áfengra drykkja og ég, þá sendi hann eftir vænum skammti af sterkum bjór og dálítilli lögg af eini- berjabrennivíni. Drakk ég þetta, eftir að það hafði verið volgrað. Tók þá held- ur að brá af mér og litlu síðar skreidd- ist ég á fætur og var fylgt til rekkju. En morguninn eftir voru þau umskipti orðin á heilsu minni, að mér var þorr- inn máttur hægra megin og talað gat ég ekki, svo að skildist. Varð ég að hýrast í rúminu, þannig á mig kominn, í mánuð, en þá gat ég tekið upp vinnu, með veikum burðum þó. Framh. Skáldsögur Ef veruleikinn er eins og margar skáldsögur manna, þá er hann hábölv- aður. Um síðustu sumarmál var lesin í útvarpið smásaga, er heitir Systurnar. Höfundurinn er frægur, upplesarinn viðurkendur, og sennilega á sagan að segja einhvern mikilvægan sannleika, en mér þótti hún Ijót. Ég hlusta sjaldan á útvarpssögur, en þá sjaldan ég álpast til þess, iðrast ég þess. Þegar sagan, Tölu'ö orð, var nokkuð meira en hálfnuð, hlustaði ég eitt sinn af tilviljun. Helgi Hjörvar les vel, og sjálfsagt er þessi saga vel skrifuð og allmikið afrek. Ég varð forvitinn og tók að fylgjast með hinu flókna og and- styggilega máli sögunnar, og svo kom niðurlagið með veizluhaldið, sigur lýg- innar og blekkinganna, smj aðrið, hræsn- ina og þenna auðsæa tilgang, að draga fram guðsdýrkun manna, sem eitthvað viðbjóðslegt og falskt. Þarna er fólkið, sem er með guðsnafn á vörunum. Takið nú eftir, góðir hálsar. Svona er það. Að einhverju leyti er þessi saga póli- tísk. Það er sterkur áróður í henni, þótt nokkuð djúpt sé á honum. Peningajálk- urinn er glæpamaður, en samt með guðs- nafn á vörunum, og höfðingjasleikjurn- ar eru smjaðrandi í kringum hann. Slík- ur lýður á auðvitað ekki neitt gott skil- ið, en því hét ég, er síðasta orð sög- unnar var sagt, að langt mundi þar til ég hlustaði aftur á útvarpssögu. Það má ef til vill segja, að ég og mínir líkir séum heimskir, að við sjá- um ekki keisarans nýju föt, að við höf- um ekki vit á bókum. Jæja, þá það, en við segjum fyrir okkar smekk, og ein- hvern rétt á hann á sér líka. Eitt sinn var sagan, Kærleiksheim- ilið, eftir Gest Pálsson, lesin í útvarpið. Mér fannst sagan ljót og vitlaus. Sál- fræðilega skoðað virðist mér hún lítt hugsanleg. Anna, hin unga og ógæfu- sama stúlka sögunnar, er ekki komin af neinu úrhraki. En hún er munaðar- laus frá fæðingu. Hún verður hvers manns hugljúfi á heimili Þuríðar og menn eru sammála um, að hún sé fall- egasta stúlkan í sveitinni. Þessa elskulegu yngismey hefur Þuríður alið upp, án þess að hjá henni hafi vaknað nokkur hlý tiifinning til stúlkunnar, sem öllum öðrum þykir vænt um. Hún er talin auðnuleysingi, úrhrak og ræfill. Allt hið versta, sem hugsast getur. Þannig talar Þuríður um hana, sem er eftirlæti allra annarra. Öll framkoma Þuríðar er grimdarfull og laus við snefil af mannlegri tilfinningu. Þuríður er dugnaðarjálkur, en sonur hennar er gunga, scm strax lætur bug- ast. Þar féll þó, í eitt skipti fyrir öll, epli fjarri eikinni. Strákurinn á ekki til snefil af manndómi né dugnaði. Þannig er sálfræði sögunnar. Þá held ég að skáldinu hafi tekizt að búa til prest í mynd óska sinna. Það er svo auðskilið, hver tilgangur sögunn- ar er, en einmitt af því, að tilgangur- inn er slæmur, að minnsta kosti að hálfu leyti, verður sagan bæði vitlaus og ljót. Ég segi þetta sem mína skoðun og það þótt ég muni hneyksla menn með slík- um dómi. Pétur Sigurðsson. y)im> m ákil ekki Þótt vísindin rannsaki veraldir allar og vegi hvert sólarbákn, og útskýri lífsins römmu rúnir og rá'öi hvert himintákn, en hvergi á slíku þaö glöggvað geti, að Guð sé yfirlcitt til, þá finn ég hitann í hjarta mínu frá heilögum kærleiksyl, og glögglega finn í góðleik manna þann Guð, sem ég ekki skil. P. S. 2 MERKAR BÆKUR JANE EYRE eftir CHARLOTTE BRONTÉ Þetta er ógleymanleg bók, enda liefur hún farið sigurför um allan hinn siðmenntaða heim, — Jane Eyre, uinkomulausa, ófríða stúlkan, scnt flyzt á hcimili auðugs manns, verður örlagavaldur lians. Margar torfærur verða á vegi hennar, sorgir og vonbrigði setja mark sitt á andlitið og inóta hana í deiglu reynslunnar. En ástin sigrar að lokum, þegar öll sund virðast lokuð. Jane Eyre er talin eitt af mestu snilldarverkum, sem samiu hafa verið á enska tungu. 1AWÐWÁIV3 8 WÝJIJM HEIIUI eftir STEINGRIM ARASON Þetta er merk bók, sem á að fræða þjóðina um hin nýju alþjóða samtök til varnar gegn ofbeldi og kúgun. Landnám í nýjum lieinii er liók, sem hver hugsandi maður þarf að kynnast.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.