Eining - 01.02.1949, Qupperneq 2

Eining - 01.02.1949, Qupperneq 2
2 E I N I N G V hin sem skilja. Alls verða heimilin, sem þannig fara á báða vegu um 1% milljón, en alls eru í landinu meira en 35 millj- ónir heimila. ,,Má því segja, að vel hafi tekizt um flest hjónabönd“. Þannig lýkur þessari lýsingu á bjart- ari hliðinni við fjölskyldulíf í Banda- ríkjunum. En hvernig er þetta hjá okk- ur hér á landi. Vafalaust er mikill hluti heimilanna góð heimili, þótt víðar séu meinsemdir en ættu að vera. En óneit- anlega stefnir uppeldi okkar og öll skólamenntun ekki nógu markvist að því, að búa unga sveina og svanna und- ir mikilvægasta hlutskiptið í lífinu. Við náum ekki Ameríkumönnum í hjónavígslufjölda, 14 á 1000, en stönd- um okkur þó sæmilega og erum á fram- farabraut í því eins og ýmsu öðru. Ár- in 1920—1940 vorum við ekki hálf- drættingar við Ameríkumenn. Þá voru hjónavígslur hjá okkur um 6 á hvert 1000 íbúa landsins, en síðari árin hafa þær verið um 8 á 1000. Árin 1947 voru hjónavígslurnar 1135 og það langhæst- ar, sem undanfarin sagá þjóðarinnar greinir. Samt sem áður mætti segja: Herðið ykkur ungu menn. Menntið ykkur vel með hjúskap fyrir augum. Temjið ykk- ur gætilega og hyggilega meðferð fjár- muna, einnig bindindi og reglusemi í hvívetna, gerið ykkur sem bezt hæfa fyrir lífsstarfið, hvert sem það verður og reynið að velja það sem yngstir. Tryggið ykkur þannig atvinnu og góða afkomu, og skilyrðið til þess að geta stofnað heimili á unga aldri og séð vel fyrir konu og börnum. Þannig tryggið þið bezt gæfu ykkar og velferð þjóð- arinnar að öllu leyti. Þið megið ekki bregðast foreldrum ykkar, ekki kynslóðinni, sem fær ykk- ur fjöregg þjóðarinnar í hendur, ekki kynslóðinni, sem á framvegis allt sitt undir manndómi ykkar, og ekki ungu snótunum, sem þrá mest af öllu að eign- ast góð heimili, góðan mann, góð og elskuleg börn og njóta hlýju og bless- unar hins vel stjórnaða heimilis. Ef þið bregðist þeim, þá sóið þið mestu gæðum lífsins og dýrmætustu eign þjóð- félagsins. — Munið nú þetta og reynist menn. Þetta segja þeir Saville: ,,Að sjá drukkinn mann, er betri viðvörun, en nokkur bindindispré- dikun“. Göthe: „Hinir heilögu guðir gáfu mér dýrðlegt kvöld; ég hafði ekkert vín drukkið, og augu mín gátu þess vegna ótruflað notið náttúrunnar. í sannleika dýrðlegt kvöld“. 1780 segir hann: ,,Ef ég gæti rekið áfengið burt úr heimin- um, þá væri ég sæll. Ég drekk sem stend- ur ekkert af víni, og fer daglega fram í skarpskyggni og vinnuþreki“. ÁfenÞisómennmg íslendinra amwsson Eftii'farandi erindi háskólarektors var flutt í Fríkirkjunni í Reykjavík 16. nóvember 1948, í sambandi við fræðslu- og skemmtikvöld templara, og sam- kvæmt beiðni Stórstúku íslands og und- irbúningsnefndarinnar. Þótt ritstjóri Einingar, og sjálfsagt flestir templarar, séu háskólarektor ó- sammála um tvö atriði ræðunnar, fagn- ar Eining því samt, að geta birt þessa djarfmannlegu og ágætu ræðu, sem dr. Alexander Jóhannesson g'óðfúslega flutti sem rektor Háskóla íslands. — Ritstj. Bindindisfrömuðir þessa lands, með Stórstúkuna í fararbroddi, hafa ákveð- ið að hefja nokkurs konar herferð gegn áfengisómenningu íslendinga og hafa beðið mig sem núverandi háskólarektor að taka hér til máls. Ég tel mér skyldu að verða við þessari beiðni, þar eð mér er falin forsjá 530 stúdenta, er margir eiga eftir að verða leiðsögumenn þjóð- arinnar í ýmsum mikilsverðum embætt- um. Er því mikils um vert, að reynt sé að leiðbeina þeim eins og öllum upp- vaxandi æskulýð, er á að erfa þetta land og gæta þess, sem áunnizt hefur á und- anförnum árum og öldum. I hinni löngu sjálfstæðisbaráttu Islendinga hafa margir hnigið í valinn fyrir aldur fram, þreyttir af að heyja baráttu, sem um langt skeið virtist vonlítil eða vonlaus. En án hinna mörgu baráttumanna á ýmsum tímum hefði sjálfstæðisbarátta Islendinga ekki verið leidd til lykta á jafn farsælan hátt og varð og það mun verða ævarandi gleði þeirra, meðan líf endist, sem tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unum í maí 1944, að þeim skyldi verða slík hamingja léð að hafa lifað á þess- um tímamótum. 17. júní 1944, urðu þáttaskipti í sögu þjóðarinnar og vér göngum nú fram hinn ókunna veg fram- tíðarinnar. Vér fihnum og skynjum, að rík skylda hvílir á herðum okkar allra, að styrkja og treysta þann grundvöll, er hefur verið skapaður, og reyna af fremsta megni að vinna að hvers konar framförum, svo að hér geti búið ham- ingjusöm þjóð í frjálsu landi. Vér verð- um að sjá fótumvorumforráðogtreysta hinn fjárhagslega grundvöll ríkisins, svo að tekjur og gjöld ríkisins stand- ist á að minnsta kosti og helzt sé vara- sjóður fyrir hendi, er hægt sé að grípa til í slæmu árferði eða þegar rýrnun verður á þjóðartekjunum og haga okk- ur eins og hygginn og forsjáll bóndi myndi gera. Vér getum e. t. v. sagt, að þetta sé hlutverk ríkisstjórnarinnar og þingmanna vorra, en þeir eru einskis megnugir í þessum efnum, ef þeir hafa ekki þjóðina að baki sér. Hver og einn okkar vérður að gera sér ljóst, að oss ber að styðja alla góða viðieitni þings og stjórnar. Ef eitthvað fer aflaga í þessu þjóðfélagi, og það er margt, eig- um vér, borgarar ríkisins, mikla sök á þessu. Vér gleymum því oft, að hagur heildarinnar, ríkisins eða stofnunarinn- ar, er vér vinnum fyrir, verður alltaf að sitja í fyrirrúmi fyrir eigin hags- munum, ef vel á að fara. Hér hafa f lest- ar eða allar stéttir þjóðfélagsins mynd- að með sér stéttasamtök og gert há- værar kröfur, oft með verkföllum, til þess að knýja fram kjarabætur, án þess að líta á hag heildarinnar, eða athuga hvort þjóðfélagið eða stofnunin væri þess megnug að verða við þessum ósk- um. Ef tekizt hefur að knýja þær fram, hefur heil röð annarra stéttasamtaka siglt í kjölfarið og gert svipaðar kröf- ur og síðan hefur ný aðferð byrjað, ný umferð á auknum kröfum sér eða sinni stétt til handa. Ég þarf ekki að lýsa fjárhagsástandi þjóðarinnar eins og það er i dag. Ég þarf ekki að skýra frá þeim mikla sæg alls konar nefnda, er kosta ríkið offjár. Ég þarf ekki að minnast á hin sívaxandi útgjöld ríkis- sjóðs og að oss öllum er ljóst, að til ófarnaðar leiðir, ef ekki verður snúið við og gagnger endurskoðun fari fram á öllum útgjöldum ríkisins. Hér hafa verið reistar íbúðir að sögn á síðustu 4 árum fyrir 1000 millj. króna eða 1 milljarð og svo virðist sem þjóðin lifi enn hamingjusömu lifi við-góð launa- kjör og njóti flestra þeirra ytri gæða, sem hægt er að veita sér. En þetta er ekki nema stundarfyrirbæri og hér get- ¥ 4

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.