Eining - 01.02.1949, Blaðsíða 3

Eining - 01.02.1949, Blaðsíða 3
E I N I N G 3 ur orðið stórfellt fjárhagshrun, sem mun ná til allrar þjóðarinnar, ef svo illa kynni að takast. Mikill þorri þjóðarinnar lifir and- varalausu lífi, sækist eftir hóglífi og munaði, en eins og oss er kunnugt af mannkynssögunni, hafa þessar ódyggð- ir tortímt heilum þjóðum, er komizt hafa á hátt menningarstig. f sveita þíns andlits- skaltu brauðs þíns neyta eru sönn oro og þau verða ekki umflúin nema um stundarsakir. Vinnuafköst verkalýðsins hafa rýrnað að miklum mun á undanförnum árum, leti og ó- mennska hafa sett mörk sín á marga þegna þjóðfélagsins og forystumennirn- ir hafa margir brugðizt skyldum sín- um. Allt er látið draslast áfram í þeirri fánýtu von, að óvænt þjóðarhöpp, eins og miklar síldveiðar að vetrarlagi, geti rétt fjárhaginn við og komið þjóðar- skútunni á flot. Og í þessari fánýtu ^ trú sinni lifa flestir þegnar þjóðfélags- ins um efni fram, gera sér glaða daga og drekka áfengi á tyllidögum og endra- nær fyrir tugi og aftur tugi milljóna króna. Ég tel mig ekki i hópi bann- manna, en mér hefur blöskrað áfengis- flóðið og ómenning íslendinga í áfeng- ismálum. Ég efast um, að nokkur þjóð, er talin er meðal menningarþjóða heims, sé jafn djúpt sokkin og íslendingar í nautn áfengra drykkja. Við þekkjum öll veizluhöldin og dansleikina, þar sem áfengi er veitt i stríðum straumum, er • standa oft hálfa nóttina og fram undir morgun. Vér þekkjum miðdegisveizl- urnar, þar sem setið er til borðs klukku- tímum saman og réttirnir eru fram- reiddir stundum á klukkutíma fresti, en á meðan er skenkt í glösin, svo að menn hafi við eitthvað að vera. Við þekkjum veizlur, þar sem gestir verða ofurölva í tugatali og þykjast margir menn að meiri. Hvílík vansæmd fyrir heila þjóð, að slíkt geti komið fyrir og sé algeng- * ur viðburður á veitingastofum. Þessi ó- menning í áfengismálum setur skræl- ingjabrag á alla þjóðina, einnig á þá, sem aldrei neyta áfengis eða kunna með það að fara. Vér verðum nú að stinga við fæti og reyna að leiða þjóðina á rétta braut i þessum efnum. Ég hygg líka, að margir, sem hafa látið þessi mál afskiptalaus, hafi nú vaknað til vit- undar um, hvar við erum staddir og beri þungar áhyggjur þess vegna. Ég lít svo á, að reglugerð núverandi dóms- málaráðherra fyrir nokkrum mánuðum, um að banna opinbera dansleiki eftir kl. 1, sé stórt spor stigið í rétta átt, og aðrar þær fyrirskipanir, er hann hefur síðar gert. Við erum honum öll þakklát fyrir þetta og væntum, að enn verði haldið áfram á braut afturhvarfs til bættra siða og betri menningar á þessu 1' sviði. Við verðum að koma því inn hjá hinni uppvaxandi kynslóð, að það er eins nauðsynlegt eins og að kunna venju- lega mannasiði að kunna að hafa á- fengi um hönd. Við verðum að gera þeim ljóst, að hver maður, sem neytir áfengis í óhófi, gerir sjálfum sér van- sæmd, fjölskyldu sinni og áííri þjóðinni. Við verðum að skapa það almennings- álit, að hver maður, sem neytir áfengis í óhófi, hvort sem hann er ráðherra, þingmaður, stúdent eða verkamaður, geri sjálfum sér og öðrum vansæmd. Við verðum að skapa umgengnisvenjur í þessum efnum, eins og öðrum, sem fylgt sé hvar sem menn koma saman til mannfagnaðar. Ég hef síðustu tvær vikur verið á ferðalagi í Skotlandi með- al skozkra háskóla, ásamt háskólarekt- orum allra Norðurlandanna, einum frá hverju landi. Við sátum þar margar veizlur, einnig í boði borgarstjóranna í 4 borgum. Veizlur þessar fóru allar fram með líku sniði og voru vínveit- ingar eitt glas af sherry fyrir máltíð og eitt glas af hvítu eða rauðu víni með mat. Annað áfengi var ekki veitt. Allar þessar veizlur stóðu aðeins um 2 kl.st. hver og voru þó matarveitingar allar með ágætum og venjulega tvær stuttar ræður fluttar, önnur af gestgjafa, hin af einhverjum gestanna. Ef við berum þessar opinberu veizlur saman við þær veizlur, er hér er stofnað til, er mun- urinn geysimikill. í þessum skozku veizlum sá vitanlega ekki vín á nokkr- um manni, en menn glöddust af sam- veru við gesti og góða vini og veizlan varð gleðigjafi án nokkurrar þreytu. Hér er venja að bjóða samsull af nokkrum drykkjum áður en gengið er til matar, og margir fá sér tvöfaldan skammt og eru orðnir örir áður en sjálf veizlan byrjar og eru þá oft marg- ar víntegundir bornar fram og þetta er ekki látið nægja, heldur eru enn bornir sterkir drykkir fram að máltíð lokinni og hverjum veitt eins og hann lystir til. Afleiðingin verður, að flestir verða örir af víni, margir ölvaðir og sumir ofurölva. Hvílík ómenning, auk hinna heilsuspillandi áhrifa. Ég vildi óska, að fyrirmenn ríkisins þeir, er veizlur halda og á annað borð veita á- fengi, fylgi þeim siðvenjum eða svipuð- um, er ég hefi lýst. Þessi siður er ekki skozkur, hann tíðkast meðal allra sið- aðra þjóða. Ég hef setið margar veizl- ur í ýmsum löndum og hef aldrei séð aðra eins ómenningu og hér tíðkast. Látum oss því í þessum efnum haga oss að háttum siðaðra þjóða, vörpum hinni íslenzku veizluómenningu fyrir borð og keppum að því að fegra siðu og háttu hins hversdagslega lífs. Oss er það öllum sameiginlegt að vilja verða góðir og göfugir menn. Til þess að ná því marki, er örugg leið að leita feg- urðarinnar í hverri mynd, sem hún birt- ist, hvort sem er fagurt landslag, fag- urt ljóð eða lag eða fagrir siðir. Alveg eins og ósamræmi tóna getur spillt lagi, braglýti fögru ljóði, eins er um fagra siði. Prúður ungur maður, er hefur tamið sér fagra siði, verður ljótur um stundarsakir, ef hann gerist ölvaður og sama er vitanlega um ungar stúlkur að segja. Látum oss því styðja viðleitni þeirra manna, er keppa að því að bæta úr hin- um mikla þjóðarlesti Islendinga, áfeng- isómenningunni. Tökum upp nýja siði og venjur og sköpum það almennings- álit í þessu landi, að það sé talið van- sæmandi hverjum manni að neyta á- fengis í óhófi. Bókaútgdfa Menn- ingarsjóðs og þjóð- vinafélagsins Auk þeirra bóka, sem getið var um í síðasta tölublaði Einingar, er þessi bókaútgáfa að ljúka við að gefa út öll bréf St. G. St. og hefur blaðið hug á að geta þeirra nánar við tækifæri. Þá er það Odysseifskviða í þýðingu Svein- bjarnar rektors Egilssonar, og bráð- lega mun svo koma fyrsta bindið af Ilionskviðu. I Þjóðvinafélagsalmanakinu 1949 segir svo um þessar fornu, heimsfrægu bókmenntir Grikkja: „Þessi öndvegisrit, sem líkt hefur verið við tignarlegt anddyri að hofi grískrar menningar, færði Sveinbjörn Egilsson þjóð sinni að gjöf á örlaga- tímum í sögu íslenzkrar tungu og frels- isbaráttu. Um útgáfuna hafa séð þeir Kristinn Ármannsson yfirkennari og Jón Gisla- son dr. ph.il. Rita þeir ýtarlegan inn- gang, sem á við báðar kviðurnar. Skipt- ist inngangurinn í 4 meginkafla: I. Hómer og hetjukvæði hans, II. Menn- ingarheimur Hómerskvæða, III. Áhrif Hómers á vestræna menningu, IV. Hómerskviða í höndum Sveinbjarnar. Útgefendur hafa borið þýðingu Svein- bjarnar orði til orðs saman við gríska frumtextann, ritað athugasemdir og skýringar og samið nákvæma nafna- skrá. I fyrsta sinn eru nú hagnýttar breytingar og leiði’éttingar Sveinbjarn- ar (áður ókunnar) á síðari hluta þýð- ingar hans á Odysseifskviðu. Bókin er prýdd földa mynda af forn- um listaverkum og hugmyndum síðari tíma snillinga um atburði og frásögn Hómers. Við upphaf og endi hvers þátt- ar hefur Halldór Pétursson listmálari gert fagrar myndir í stil grískra skraut- kera. Með kortum og skýringarmynd- um hefur verið leitast við að gera efnið sem aðgengilegast og ljósast. Það hefur verið mark og mið menn- ingarsjóðs með útgáfu þessari að veita alþjóð manna á íslandi greiðan aðgang að einu helzta og elzta undirstöðuriti í bókmenntum álfu vorrar og einni fremstu snildarþýðingu íslenzkri, en jafnframt hefur Menningarsjóður vilj- að gjalda þökk og heiður minningu Sveinbjarnar Egilssonar, hins ágæta hollvinar tungu vorrar, nú er líða tek- ur að hundruðustu ártíð hans“. Þá er að koma út á vegum þessarar bókaútgáfu hið mikla verk, Saga ís-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.