Eining - 01.02.1949, Side 13
p
V E I N I N G
13
Nýjasti skólinn
Hvor setningin er betri ?:
Hvað er betra í slæmu veðri en góð bók?
eða:
„Hvað er betra en góð bók i slæmu veðri?“
Þannig var auglýsingin.
„Lifrin hefur inni að halcla flest þau efni“, eða:
I lifrinni eru flest þau efni?
Athugið orðaröðina, sem hér fer á eftir.
„Fyrir nokkru útskrifaðist frú Kosenkina, rússneska
kennslukonan, sem kaus heldur að fleygja sér út um
glugga á þriðju hæð í húsi, en að hverfa aftur til Rúss-
lands, úr sjúkrahúsi”.
Fólk, sem ferðast með bifreiðum stanzar aldrei, en
,,stoppar“ víða, og þegar það greiðir fargjöld sín, þá
skiptir það ekki peningum sínum, en „býttar“ þeim, kaffi
drekkur það „í eftirmiðdag, korter fyrir fjögur“, og „hef-
ur það“ svo ýmist gott eða slæmt, en líður aldrei hvorki
vel eða illa, og ef eitthvað þarf að jafna á milli manna,
þá fara þeir til ,,viðræðna“.
Múglífið er heimskandi, múglífið er sefjandi. Það örv-
ar til hugsunarleysis, en eftirhermur og óvandað málfar
er sjúkdómseinkennið.
Unglingurinn segir írd
Eftirfarandi grein birtist í Bliki, riti
gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum,
9. árgangi. Á að bjóða æskulýð landsins
slíkar skemmtanir, sem hér er sagt frá ?
„Ég minnist hryllingsins og viðbjóðs-
ins, sem gagntók mig eitt sinn, er mér
varð reikað til veitingatjalds „Þjóðhá-
tiðarinnar“ eina nótt á þriðja tíman-
r.m. Þar gat að líta eitthvað það aum-
r.sta og mest niðurlægjandi ástand, sem
nokkur maður getur séð. í einu horn-
inu sat maður dauðadrukkinn og hélt
á tómri flösku í hendinni. Við borðin
sátu menn á stangli í svipuðu ástandi,
lágu fram á hendur sér sofandi og ó-
sjálfbjarga.
Aðrir, ekki alveg ,,dauðir“, voru að
súpa dreggjarnar úr pelunum sínum,
hentu þeim síðan frá sér með blóti og
formælingum og hófu ,,söng“ eða ráku
upp öskur endur og eins til þess að
lífga sig við.
Á miðju gólfinu og upp við eina
tjaldsúluna hölluðust nokkrir menn og
héldu hver utan um annan sér til stuðn-
ings og ráku upp ámátleg vein, sem
átti víst að heita söngur. Út við dyrnar
undir borði lá maður með kápu yfir
sér. „Nei, hættu nú, drengur!“ Ég
var búinn að sjá nóg. Ég gekk út og
fyrir eyrum mér hljómaði söngur þess-
ara vesalings manna. Mér fannst ég
vera við jarðarför og verið væri að grafa
þessa menn. En hvað var nú þetta? Ég
datt um eitthvað. Jú, ég hafði reikað
í þessum hugsunum mínum inn á milli
tjaldanna og hafði dottið um fætur
manns, sem lá þarna úti á jörðinni
meðal annarra. Ég gekk þangað, sem
bifreiðarnar staðnæmast. Við og við
mæti ég hópi af strákum, sem halda
hver um herðar annars og slaga til og
frá og há-„syngja“ eða orga. Ég mæti
konu, sem er að bisa við að koma manni
sínum heim í tjald eða hver veit hvert.
Ég fór heim til að sofa. Fyrst lá ég
lengi andvaka og hugsaði um allt böl
áfengisins. Ég bað guð að varðveita
mig frá þessari eymd. Út frá þeim
hugsunum sofnaði ég.
Th. G. III. h.
María drottning
blóðuga
Enskur rithöfundur segir, að hrollur
fari um flesta, er þeir heyri nefnt nafn
þessarar drottningar. Hún ofsótti mjög
mótmælendui' og úthellti blóði þeirra.
En hvernig var uppeldi hennar? Hún
var efnilegt barn, gædd góðum hæfi-
leikum, elskaði og stundaði hljómlist,
var tekin að skemmta gestum, er hún
var fjögurra ára, talaði latínu níu ára
og fékk hrós fyrir.
Svo kom áfallið. Hún var aðeins ellefu
ára þegar faðir hennar, Hinrik áttundi,
vildi losa sig við móður hennar, Katrínu.
Vai'ð María þá að halda því fram nauð-
ug, að hún væri ekki hjónabandsbarn.
Við tóku erfið ár niðurlægingar og ein-
stæðingsskapar.
Ef til vill getur enginn maður afsak-
að illa breytni sína, en miklu valda
þeir, sem leggja grundvöllinn að upp-
eldi einstaklinganna og kynslóðanna.
Hver skrifar þann reikning réttlátlega?
Margur glæpamaðurinn hefði getað
oi'ðið góðmenni, ef hann hefði fengið
heppilega leiðsögn á réttum tíma og
það uppeldi, sem sáir mannkærleika í
sálir manna.
Búnaðarbanki Islands
StofncuUir me3 löginn 14. júní 1929. Kaupið timbur
Bankinn er sjálfstæð stofnun undir sérstakri stjórn og er eign ríkisins. — Trygging fyrir innstæðufé er ábyrgð ríkissjóðs auk eigna bankans sjálfs. og ýmsar aðrar byggingavörur
Bankinn annast öll innlend bankaviðskipti, tekur fé á vöxtu í sparisjóði, hlaupareikningi og viðtöku- skírteinum. — GreiSir hœstu innlánsvexti. hjá stærstu timburverzlun landsins
ASaláSsetur í Reykjavík: Austurstræti 9. Timburverzlunin VÖLUNDUR h.f
Útibú á Akureyri. Reykjavík
♦