Eining - 01.10.1949, Page 4

Eining - 01.10.1949, Page 4
4 E I N I N G 4 KEFLAVÍK EFTIR J□ N TOMASSDN, Það var 22. marz s. 1. sem forseti íslands undirritaSi og staðfesti lög um bæjarréttindi fyrir Keflavík, sem gengu í gildi 1. apríl s. 1., og var með því stigið merkilegt og örlagaríkt spor í þróunar- sögu Keflavíkur. Ókomin ár munu bera það í skauti sér, hver ávinningur það er byggð vorri, að ná þessu takmarki, — en sérhvert kauptún, sjávar- eða sveitaþorp hlýtur að hafa kaupstaðarréttindi að takmarki. Það má vel líkja hverju slíku sam- félagi við manninn, a. m. k. þroskaskeið hans. I uppvextinum er hann undir ábyrgð og íhugun fullorðinna aðila, en á þroskaárunum fær hann stöðugt frjáls- ari hendur — með fermingunni, sjálf- ræði og fjárræði. Sumir eru bráðþroska og því gjörfulegir, þegar þeir hljóta þessi réttindi, aðrir hljóta þau með naumind- um, og enn aðrir geta ekki hlotið þau, — þeir hafa doðnað og dregist upp á Ieiðinni að markinu. Baráttan stendur því um það, að undirbúa sig sem bezt á uppvaxtarárunum, hvort heldur um er að ræða menn eða byggðarlög, svo að þeir verði síðar þeim vanda vaxnir, sem þjóðfélagið leggur þeim á herðar. Mér finnst því ekki úr vegi að reyna að draga upp svipmynd af Keflavík í dag, á þeim tímamótum, sem hún öðlast hliðstæð réttindi og skyldur við þau, er sjálfstæði veitir mönnum. Keflavík verður að teljast mjög bráð- þroska byggðarlag, sem einkum hefur vaxið ört á síðari árum. Þegar hún fékk verzlunarstaðarréttindi árið 1836 voru hér aðeins 128 íbúar. Og það eru ekki nema 12—15 ár síðan að hér voru innan við 1000 íbúar, en nú eru þeir hins vegar 2100. Margt er þetta aðflutt fólk. Hingað hefur það leitað frá annesjum og af- dölum, búalið úr Borgarfirði og beztu sveitum sunnan lands, sjóarar frá Siglu- firði, Súðavík og Eyjum, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Talið var í gamla daga, að aðkomu- menn ættu ekki upp á pallborðinu hjá heimaríkum heimamönnum, en tímarn- ir hafa breytzt varðandi það sem annað, og nú veit maður ekki hvor er aðgangs- frekari, sá, sem kemur, eða hinn, sem fyrir er. Og hvernig sem það nú er, þá ganga nú allir að einu verki um að gera byggðarlagið sitt svo vel úr garði sem unnt er og halda uppi heiðri þess. En það þarf geysimikið átak til þess að halda óskeikult að settu marki, þar STÖÐVARSTJÓRA sem byggðin vex ört eins og hér í Kefla- vík síðustu 10 árin. Ráðstafanir og framkvæmdir, sem miðaðar voru við 10 —12 hundruð manna byggð, eru löngu úreltar, en það mun vera landlægt fyrir- brygði, að framkvæmdir séu orðnar úr- eltar, þegar þeim er loksins lokið. Hér hefur þó margt verið vel gert og varanlegt. Vatns og holræsakerfi er að mestu fullgert, og er það miðað við allveru- legan vöxt kaupstaðarins. Rafmagn fáum við nú frá aflstöðinni við Sogsfossa, og erum því á áhrifa- svæði toppstöðvarinnar landfrægu við Elliðaár. Við munum fagna þeim fram- kvæmdum austur við fossana, er gera okkur fært að nota rafmagn óhindrað til alls, er við óskum. Gatnakerfi bæjarins er vægast sagt ekki gott. En hver er sá staður hér á landi, sem býr ekki í glerhúsi varðandi gatnagerð? Keflavíkurhöfn, sem hefur nú verið seld Landshöfn Keflavíkur og Njarðvík- ur, er allgóð. Vel djúp en nokkuð þröng. Ókyrrt getur verið þar í austanátt og landsynningi, og er þess skemmst að minnast, að 29. okt. s. 1. braut brimið varnargarðinn framan á hafnargarðin- um. Milli 20 og 30 bátar, stórir og smá- ir, og þar með megin þorri vertíðarflot- ans, voru í bráðum háska í örlagagreip- um fárveðurs og hafróts. Nokkra báta sleit upp og skemmdust sumir mikið. — I einum bátnum var formaðurinn um borð, er landfestar slitnuðu. Honum tókst að koma vél bátsins í gang í tæka tíð og bjarga bát sínum frá klettóttri ströndinni, en það þarf karlmennsku og djörfung til að tefla slíka skák til sigurs gegn afspyrnu veðurofsa og stórsjó. — Vona menn hér, að kraftur komist á framkvæmdir Landshafnarinnar og að hafnarskilyrði hér verði bætt mjög bráð- lega. Húsakostur er hér góður, mikið af Dráttarbrautin í Kcflavík. nýjum og nýlegum húsum. Húsabygg- ingar hafa verið miklar en þó ekki nærri nógu miklar til þess að fullnægja eftir- spurninni. Einkum hafa einstaklingar látið byggja, en byggingarfélög hafa einnig verið að verki og er Byggingar- félag verkamanna merkast þeirra. Það hefur látið reisa nokkra verkamanna- bústaði, líklega þá eigulegustu á öllu landinu. Allmörg hús eru nú í smíðum. — Byggingu sjúkrahúss er að verða lokið. Rauðakrossdeild Keflavíkur hóf þá byggingu fyrir nokkrum árum, en hreppar Keflavíkurlæknishéraðs hafa svo haldið byggingunni áfram og munu starfrækja sjúkrahúsið sameiginlega. Þá er hafin bygging barnaskóla, en stutt komin. Gamli barnaskólin, sem byggður var árið 1911, er nú orðinn allt of lítill, en bjartar vonir eru nú tengdar við væntanlegan barnaskóla, sem á að verða stór, rúmgóður og búinn eftir fyllstu kröfum tímans. Aftur á móti er kirkjan, sem er álíka gömul að árum, ennþá nógu stór, nema e. t. v. við fermingar og á stórhátíðum. Enda hefur hún verið afburðavegleg á sínum tíma. Dagheimili barna í Keflavík. Verzlun er hér mikil og telzt mér svo til, að 43 staðir séu hér, þar sem opin- ber viðskipti fara fram, s. s. verzlun, verkstæði, rakarastofur, apótek o. fl. Kaupfélag og kaupmenn keppa um við- skiptavinina. Iðnaður er allmikill, og eru það eink- um fiskafurðir, sem unnar eru, enda eru hér 5 hraðfrystihús, 1 íshús, 1 beina- mjöls- og síldarverksmiðja og 1 lýsis- vinnslustöð. Frá höfninni í Keflavík. ♦

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.