Eining - 01.10.1949, Blaðsíða 7

Eining - 01.10.1949, Blaðsíða 7
E I N I N G 7 ÆSKULÝÐSÞÁTTUR HjÉskapur. Þegar aS því kemur að velja lífs- förunaut, sem þér finnst að þú munir geta gefið lijarta þitt, þá mundu, að gefa fyrst Guði hjarta þitt, því að ann- ars getur reyndin orðið sú, að þú gefir bezta vininum þínum vonda og hættu- lega gjöf — ógöfugt hjarta. Um þau sannindi vitnar eyðilagt líf milljóna karla og kvenna og óteljandi lirunin heimili. Svo er gott að hugleiða orð hins vitra t manns, er hann flytur heilræði sín um ástalíf: „Uppspretta þín sé blessuð, og gleð þig yfir festarmey æsku þinnar, elsku- hindinni, yndis-gemsunni. Brjóst henn- ar geri þig ávallt drukkinn og ást hennar fjötri þig ævinlega“. Or&skv. Þessi sami vitri höfundur varar einn- ig mj(ig unga menn við lausung, hvetur * þá til að leita spekinnar, kalla liana „svstur sína“ og „skynsemina vin- konu“. Hann segir: „Og nú þér yngismenn, hlýðið á mig og gefið gaum orðum munns míns. Lát eigi hjarta þitt teygjast á vegu liennar, (Iiinnar léttúðugu snótar) villst eigi inn á stigu hennar. Því að margir eru þeir, sem hún hefur sært til ólífis, og mesti grúi allir þeir, sem hún hefur myrt. Hús hennar er lielvegur, sá er liggtir niður til dánarheimkynna“. Or'Sskv. „Getur nokkur borið svo eld í barmi sínum, að föt lians sviðni ekki? Eða getur nokkur gengið á glóðum, án þess að hann brenni sig á fótunum? Svo fer þeim, sem hefur mök við konu náunga síns“. Orðskv. „Væn kona er kóróna manns síns, en vond kona er rotnun í beinum hans. Hús og auður er arfur frá feðrunum, en skynsöm kona er gjöf frá Guði . . . Vizka kvennanna reisir húsið“. ^ Orftskv. „Maður, sem er vel giftur, nýtur hinnar mestu blessunar, sem lífið getur veitt. Enginn maður í Bandaríkjuniun hefur reynt þetta betur en ég. Þær þrjár konur, sem þátt tóku í uppeldi mínu, voru liver annarri betri. Áhrif góðrar móður, er sú mesta blessun, sem ungum dreng getur hlotnast“. Coolidge forseti Eg hef þá metnaðargirnd, að eiga hinn bezta manninn ok hinn göfgasta soninn með honum, er á Islandi mun fæðask. Dalla á Asgeirsá. Steingrímur Arason ur Óþarfi er að skrifa um Steingrím Ara- son langt mál, að minnsta kosti getur það þá beðið til þess er hann verður átt- ræður eða níræður, því að vonandi læt- ur forsjónin að óskum okkar mörgu vina hans, sem viljum að hann lifi lengi og eld:st hægt. Steingrímur er svo þekktur maður, að öll mælgi um hann er óþörf. Hann hefur mestan hluta langrar og farsæll- ar ævi fengist við nám, kennslu og mannbætandi menningarstörf. Hann er í þjónustu alvörunnar, en ævinlega hress í anda, glaður og reyfur. Hann lif- ir fyrir hin góðu málefni, trúir á sigur hins góða, ræktar hið góða í sjálfum sér og öðrum og er því góður maður. Hann yrkir hugnæm og elskuleg ljóð, og hefur verið mikilvirkur við alls konar ritstörf. Hann hefur skrifað mikið fyrir börnin og ,,Sólskin“ hans hefur lýst upp í hugum þeirra, og bækur hans handa fullorðnum stefna að því eina marki, sem vert er að keppa að: batnandi mönnum og batnandi heimi. 1 þeim er göfugur og mannbætandi andi, leiðsögn góð og bjartsýni hins trúðaða manns. Líkast til er það oft þannig með menn, sem hefja nám seint og sleppa við þreytandi námsbókastagl á barnsár- unum, að þeir eru óseðjandi námsgarp- ar alla ævina. Steingrímur Arason hóf nám í Möðruvallaskóla, er hann var 16 ára. Að því loknu stundar hann nám í Flensborgarskóla, og hefur síðan verið riðinn við skólamál, nám, kennslu og margt þar að lútandi, kendi t. d. um 20 ára skeið við Kennaraskóla íslands. — Eftir 1915 fór hann til Ameríku og stundaði nám við Columbia-háskólann og tók þar fyrstu háskólagráðu um vor- ið 1920. (Frá þessu er ekki rétt sagt í „Hver er maður“). Til náms og kennslustarfa hefur svo Steingrímur farið, hvað eftir annað, til Vesturheims, og er nýkominn heim úr einni slíkri för. Steingrímur fer ekki ómaksferðir. Hans leitandi andi finnur, finnur hið góða og gagnlega, sem hann leitar að. Afstaða Steingríms til mannslífsins ger- ir honum alla brattgöngu létta og allt er vinnandi til þess að finna þá auðlegð eina, sem gert getur menn andlega ríka og farsæla. Steingrímur Arason dregur út á djúpið mikla og aflar til þess að gefa og auðga. Það þýðir ekkert að vera að ættfæra Steingrím að þessu sinni. Hann er af góðu eyfirzku fólki kominn, fæddur 26. ágúst 1879 að Víðigerði. ,,Það gefur ei dvergnum gildi manns, þótt Goliat sé afi hans“. Ekki er nóg að ættfæra sig við kyngott fólk, meira heimtar Iífið af hverjum einum, og hversu göfugir, sem ættmenn Steingríms kunna að hafa ver- ið, þarf enginn þeirra að láta illa í gröf sinni vegna hans. Hann er enginn ætt- leri. Hann hefur lifað sér og sínum til frama og þjóð sinni til blessunar og sóma. Þökk se honum, og verði ævidag- ar hans enn margir og bjartir. Pétur Sigurðsson. REGLAN í ÞÍZKALANDI 60 ÁRA Sænska blaðið, Reformatorn, segir frá 60 ára afmælishátíð Góðtemplarareglunn- ar í Þýzkalandi. Fyrsta stúkan í Þýzka- landi var stofnuð í Flensborg fyrir 60 ár- um, og þar fóru fram hátíðahöld dagana 30. júlí til 2. ágústs í tilefni af 60 ára af- mæli þýzku stórstúkunnar. Á árunum milli 1920—30 var Stórtúka Þýzkalands næst fjölmennasta stórstúka heimsins og taldi Reglan þá í landinu 50,000 félaga. Svo komu hin vondu árin, er hún var þvinguð til þess að slíta sambandið við alheims- regluna og má segja að það dragi hana til dauða. En nú rennur henni nýr dagur fram- gangs og sigurvinninga. Fjöldi manna kom til afmælishátíðarinn- ar í Flensborg, þar á meðal nokkrir æðstu menn alþjóðastúkunnar, svo sem J. H. Brown frá Englandi, Larsen Ledet frá Dan- mörku, fjórir komu frá Hollandi, tveir frá Noregi og 70 frá Svíþjóð.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.