Eining - 01.10.1949, Qupperneq 9
EIMING
9
ami“, lögmálið í limum hans, sem „hertekur undir lögmál
syndarinnar“.
Eru nú slíkir árekstrar, slík togstreita milli holds og anda,
einskær, fordæmanleg hræsni? Væri maðurinn meira virði,
ef hann breytti illa og kenndi í samræmi við þá slæmu breytni
sína? Ber ekki að meta það nokkurs við hvern mann, að hann
kennir fallega og lætur þannig í Ijós þrá andans og óskir um
það, sem hann vill helzt vera, þótt honum misheppnist að
einhverju leyti að kúga hold sitt svo, að hann geti í öllu lifað
samkvæmt kenningu sinni? Hér er ekki verið að mæla bót
tvöfeldni eða kæruleysi. Hér er aðeins verið að gera sér grein
fyrir stórveldum þeim í sálarstríði mannsins, sem rekast á,
togast á og heyja stríð. Og hver er hæfur til þess að dæma
réttlátlega um þróun þeirrar miklu og langvinnu styrjaldar?
Víst er það kenning sigurvegaranna miklu, að mönnum
beri að „krossfesta holdið“. En eitt er það, hvað mönnum
ber, og hvert er vaxtartakmark hins andlega sinnaða manns,
og annað, hvað breyzkur maður getur. En í breyzkleika sín-
um og vanmætti getur hann þráð, óskað, vonað og beðið.
Og slíkar hvatir geta brotizt út í kenningum hans, þótt ekki
að öllu leyti í breytninni á sama tíma. Þetta skyldi sá, sem
dæmir, athuga gaumgæfilega.
Þessi hræsni, sem hér hefur verið rædd, er því oftast eins
konar útbrot vissra hvata og þátta sálarlífs hins breyzka
manns, sem ekki er nægilega sterkur til að breyta í öllu sam-
kvæmt kenningu sinni. En með þessum hugleiðingum er eng-
an veginn verið að fegra sauðargæru úlfsins. Hér er aðeins
vakin athygli á því, að ekki er öll hræsni eins, og að ekki er
allt það fordæmanlegt, sem menn hafa kallað hræsni. Það
er þvert á móti hönd hins drukknandi manns, sem seilist upp,
reiðubúin til að grípa, þótt ekki sé nema hálmstrá.
» Áfeitgi og skáldskapur.
Sænska tímaritið Tirfing birtir í 2. hefti þessa árgangs
langa og athyglisverða ritgerð um skáldskap og áfengisneyzlu.
Þar er sögð á þessu skoðun nokkurra skálda, sem flestir
munu kannast við. Til dæmis ræðir Goethe þetta og minnist
þá einnig á Schiller:
„Schiller drakk ekki neitt að mun. Hann kunni í slíku hið
bezta hóf, en stundum reyndi hann að bæta sér upp líkam-
lega vanlíðan með neyzlu áfengis. En slíkt skemmdi heilsu
hans enn meir og var einnig til tjóns fyrir ritstörf hans og
skáldskap. Eg áleit þá annmarka, er stundum varð vart á
verkum hans, vera þessu að kenna“.
Thomas Mann segist tvívegis hafa reynt að hressa sig á
áfengi við ritstörf sín að kvöldi dags. Þurfti í bæði skiptin að
hraða verki sínu. En hann segir, að það skáldverk sitt beri
merki þessa tiltækis síns. „Eg trúi ekki á innblástur og anda-
gift fyrir tilstilli áfengisneyzlu“, segir hann. „Þótt nokkur
stórskáld hafi verið drykkjumenn, sannar það ekkert. Það er
næstum svo með allt mikilvægt, sem afrekað er, að það tekst,
þrátt fyrir alls konar andstreymi, sjúkdóm, eymd, fátækt,
þjáningar, löst og vesaldóm og óteljandi vandkvæði. Þannig
voru verk þessara stórskálda ekki áfenginu að þakka, en
urðu til þrátt fyrir áfengisneyzluna. . . . Er hægt að hugsa
sér Wagner með áfengi í kring um sig, er hann samdi sitt inn-
blásna og dásamlegasta verk, Tristan og Isolde? Eða Ibsen
dálítið slompaðan, er hann skrifaði Bygmester Solness?
Eg held ekki, að áfengið skapi andagift. Eg trúi ekki á þá
hrifningu, sem það kemur til vegar. Yfirleitt er eg ekki trú-
aður á hrifningu. Það, sem losar um tregðuna, veikir einnig
vandvirknina og dómgreindina“.
Thomas Mann segist hafa mestu ótrú á því, er komi mann-
inum í uppnám, þegar um það sé að ræða, að semja eitthvað
einhvers virði. „Ölvun er ekki hrifning“, segir hann. „Hrifn-
ing og andagift fæst bezt með hvíld, heilsusamlegri vinnu,
útiveru í hreinu lofti og hreyfingu“.
Hér eru nefndir aðeins tveir hinna stóru, Goethe og Thomas
Mann, en svo er og vitnisburður margra hinna minni. Til
dæmis segir Holger Drachmann þetta:
„Menn ala í brjósti sér þá furðulegu skoðun, að eg yrki
með glasið í annarri hönd. en pennann í hinni. Mér þykir
vænt um, að fá tækifæri til þess að fullyrða, að undir áhrif-
um áfengis mundi eg ekki vera hæfur til að skrifa hálfa not-
hæfa ferskeytlu".
I þessari sömu ritgerð er þess getið, að Yale-háskólinn í
Bandaríkjunum hafi rannsakað og kynnt sér afstöðu 20 list-
málara til áfengisneyzlunnar. Allir neyttu þessir listmálarar
áfengis að einhverju leyti, en þeir sögðu, að áfengið örfaði
þá ekki til dáða í listinni og að þeir forðuðust það, er þeir
ætluðu að mála.
Já, þannig er nú þetta, og er það víst skilianlegt flestum
heilvita nútímamönnum. Áfengisneyzlan er yfirleitt til tjóns,
en ekki þarfa. Einn mesti orðkappi og andans maður sög-
unnar, Páll postuli, sagði:
„í stað þess að drekka yður drukkna í víni, sem aðeins leiðir
til spillingar, skuluð þér fyllast andanum“. — Andagift og
áfenigi eru andstæður. Áfengisneyzla leiðir til spillingar,
einnig á verkum snillinganna, en andagiftin framleiðir hin
ódauðlegu listaverk.
1
*
Reglan í sókn
— s e gir hátemplar.
I samtali við ritstjórn sænska bind-
indisblaðsins, Reformatorns, segir há-
templar, Ruben Wagnsson landshöfð-
ingi, að nú muni Regla Góðtemplara ná
brátt fótfestu í hinu nýja ríki ísraels, og
nú eru templarar í sókn í Berlín, Eng-
landi, Hollandi, Svíþjóð, Svisslandi,
Tyrklandi og Ástralíu. í Englandi varð
félagafjölgun á annað þúsund árið sem
leið. I Indlandi er mikil bindindishreyf-
ing. Stórstúkan í Mysori og Hyderabad
háði þing snemma á árinu og naut mjög
hylli og athyglis þjóðarinnar og fékk þá
boðskap frá landstjóranum, Rajagopol-
achar, sem er sterkur bindindismaður,
en boðskapur hans flaug um allt landið.
Hátemplar segir ennfremur, að nú
leggi alþjóðareglan mjög áherzlu á að
stofna til vináttu meðal þjóða og heims-
álfna með aðstoð stúknanna og sér-
stakra vináttufélaga.
Bindindisstarfsemi Svíanna er bæði
margþætt og þróttmikil. Hún er alhliða
frjótt og markvisst menningarstarf. Nú
upp á síðkastið hefur borið mjög á
tvenns konar sóknhörðum hreyfingum,
sem náð hafa til allrar þjóðarinnar. —
Önnur er, „Nykterhet og idrott“, íþrótt-
ir og bindindi. Hin er, „Ingen sprit ved
ratten“, engin ölvun við akstur. Sú
hreyfing hefur látið mjög til sín taka í
sumar og átt miklu fylgi að fagna meðal
þjóðarinnar og er það skiljanlegt, því að
dauðaslysin, sem ölvaðir ökumenn
valda, eru mjög hryggileg, 500—600
manns ferst árlega í bílslysum, en um
18,000 slasast, og af dauðaslysum er
20% talin vera að kenna ölvun við akst-
ur. Til dæmis varð bílstjóri, undir áhrif-
um áfengis, fjögurra manna bani, 9.
janúar s. 1., hefur nú fengið 10 mánaða
fangelsisdóm, og þykir sænskum blöð-
um hegningin, fyrir að granda fjórum
mannslífum, ekki stórvægileg. Bindind-
isfélag bílstjóra í Svíþjóð hefur aukið
félagafjölda sinn um mörg þúsund síð-
astliðin tvö ár.
Þrátt fyrir mikla bindindisstarfsemi í
Svíþjóð er nóg af hinu. Reformatorn
segir frá miklum drykkjuskap í sam-
bandi við skemmtanir. Tveir ölvaðir
menn sátu á árbakka og hreyfðu hvorki
legg né lið, þótt ölvuð og alls nakin
kona annars þeirra væri að drukkna í
ánni, en aðkomumaður varð til að bjarga
henni. I sama númeri blaðsins segir frá
bílslysum á tveimur stöðum, sökum ölv-
unar. Annað var dauðaslys. Þá er og
Framhald á bls. 12.