Eining - 01.10.1949, Page 11
V
EIN ING
11
>
4
4
©
En tala þú það, sem sæmir hinni heilnæmu kenningu, að
aldraðir menn séu bindindissamir, siðprúðir, hóglátir, heil-
brigðir í trúnni, kærleikanum og þolgæðinu. Svo eiga og aldr-
aðar konur að vera virðulegar í háttalagi sínu, ekki rógberar
og ekki heldur í ánauð ofdrykkjunnar, heldur kenni gott frá
sér, til þess að þær laði hinar ungu til að elska menn sína,
börn sín, vera hóglátar, skírlífar, heimilisræknar, góðlátar,
eiginmönnum sínum undirgefnar, til þess að orði Guðs verði
ekki lastmælt. Svo skalt þú og áminna hina yngri menn að
vera hóglátir, og sýn þig sjálfan í öllum greinum sem fyrir-
mynd góðra verka, sýn í kenningunni grandvarleik og virðu-
leik, — heilnæmt orð, óákæranlegt, — til þess að andstæð-
ingurinn fyrirverði sig, þegar hann hefur ekkert illt um oss
að segja. . . . r
Því að náð Guðs hefur opinberast sáluhjálpleg öllum mönn-
um, og kennir hún oss að afneita óguðleik og veraldlegum
girndum, og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í
heimi þessum, bíðandi hinnar sælu vonar og dýrðar-opin-
berunar hins mikla Guðs og frelsara vors Jesú Krists, sem
gaf sjálfan sig fyrir oss, til þess að hann leysti oss frá öllu
ranglæti, og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kost-
gæfinn til góðra verka. Títusarbréfið, 2, 1—14.
Árbék sjémasma- ©g
gestaheimiXis
Þetta er 9. ár Sjómanna- og gestaheim-
ilisins, sem árbókin segir frá. Tilhögun
heimilisins var öll hin sama og undan-
farin ár, en þó tók það til starfa þrem
vikum fyrr, en árið áður, eða 4. júní og
starfaði til 28. september.
Stúkan Framsókn nr. 187 starfrækti
heimilið og hefur annast um það frá
byrjun. Frú Lára Jóhannsdóttir og Páll
Jónsson, starfsmaður Stórstúku Islands,
veittu heimilinu forstöðu. Annað starfs-
fólk var: Rósa Viggósdóttir, Laufey
Pálmadóttir, Þórunn Pálsdóttir, Sigríð-
ur Hermanns, Sigrún Ásgrímsdóttir og
Anna Sigmundsdóttir. — Stjórn heim-
ilisins er hin sama og undanfarin ár:
Pétur Björnsson kaupmaður, sára Ósk-
ar Þorláksson og Andrés Hafliðason
kaupmaður.
Aðsókn að heimilinu var með mesta
móti og var gestafjöldinn 31545 og
voru það aðallega sjómenn og aðkomu-
fólk á Siglufirði. Heimilið naut sömu
styrkja og undanfarin ár frá ríkissjóði,
Siglufjarðarbæ og Síldarútvegsnefnd og
Stórstúku íslands, en auk þess fékk það
15000 kr. frá Happdrætti templara. —
Gjafir bárust því frá 37 gefendum,
skipshöfnum, fyrirtækjum og einstök-
um mönnum. Stærsta gjöfin var frá
Haraldi Böðvarssyni og Co. á Akranesi.
Bókagjafir hafa heimilinu borizt frá
bókaútgefendum og einstökum mönn-
um, og eru þaér vel þegnar og þakkað-
ar. Á starfstímabilinu voru lánuð 1255
bindi bóka, en alls á safnið 1900.
Stúkan Framsókn hefur lagt heimil-
inu margvíslega þjónustu og sérstaklega
hefur hún aflað því tekna með mikilli
leikstarfsemi, og er þetta starf hennar
allt hið myndarlegasta og nýtur viður-
kenningar þjóðarinnar og þakklætis.
Um húsnæðismál heimilisins segir
svo í árbókinni:
Eins og getið hefur verið um í fyrri
skýrslum, eru húsakynni sjómannaheimil-
isins að verða of þröng vegna vaxandi að-
sóknar. Stjórn heimilisins hefur unnið að
því undanfarin ár, að fá heppilega lóð. —
Einnig hefur hún lagt allmikinn kostnað í
teikningar vegna hinnar fyrirhuguðu
byggingar. Nú hafa glœðzt vonir um, að
til framkvæmda geti komið í þessu máli,
með því að heimilið hefur orðið aðnjótandi
höfðinglegrar gjafar, — afnotaréttar
þriggja lóða á svonefndu Sigurjónstúni hér
í bænum.
Gefendur tveggja þessara lóða voru
frúrnar Eyþóra og Hólmfríður Sigurjóns-
dætur, en þriðju lóðina gáfu þær og bræð-
ur þeirra, þeir Páll S. Dalmar, Sigurjón og
Jóhann Sigurjónssynir. Áttu systkinin þá
lóð öll sameiginlega. Lóðirnar eru gefnar
til minningar um foreldra þeirra, frú
Kristjönu Bessadóttur og Sigurjón Bene-
diktsson. Þá hafa þessir þrír bræður selt
sjómannaheimilinu þrjár lóðir á sama túni,
og er andvirði þeirra ætlað til myndunar
minningarsjóðs um foreldra þeirra. Sjóðn-
um er ætlað að styrkja aldraða siglfirzka
sjómenn til dvalar á hinu nýja sjómanna-
heimili, ef þar verður stofnuð slík dvalar-
deild, en ella til dvalar á dvalarheimili
aldraðra sjómanna í Reykjavík. Þau skil-
yrði fylgja umræddum gjöfum, og sölu,
að túnið verði eingöngu hagnýtt sem bygg-
ingarlóð undir hina fyrirhuguðu Sjómanna-
heimilisbyggingu. Stjórn heimilisins hefur
þegar leitað samþykkis bæjarstjórnar
Siglufjarðar til þess að koma fyrirhugaðri
byggingu sinni upp á þessum lóðum, og ef
það samþykki fæst, verður vonandi ekki
langt þess að bíða, að hér rísi upp mynd-
arlegt sjómannaheimili, svo að hægt verði
að bjóða sjómönnum okkar í vistleg og
þægileg húsakynni.
Landssamband
blandaðra kóra.
Landssamband blandaðra kóra — L. B.
K. — hélt 10. ársþing sitt dagana 18. og
19. júní. Þingið sóttu 11 fulltrúar, 4 félaga-
formenn og 5 söngstjórar, svo og stjórn
sambandsins. — Frá tveim sambandskór-
um kom enginn á þingið og frá einum að-
eins söngstjórinn.
Þingforseti var kjörinn Kristmundur
Þorleifsson, en ritarar Ágúst H. Pétursson
og Steindór Björnsson.
Á þessu liðna starfsári varð sambandið
10 ára — eins og kunnugt er — og var hald-
ið upp á það hér í Reykjavík, með kynn-
ingarsamkomu, á afmælisdaginn 5. des.
síðastl.
Þá kom loksins út seint á starfsárinu 1.
hefti af Söngvasafni L. B. K. — Gaf bóka-
útgáfan „Norðri“ heftið út að tilhlutun
L. B. K., sam þegar keypti hluta af upp-
laginu, samkv. samningi, og lætur síðan
sambandskórana fá heftið með sérstökum
vildarkjörum, sem er félögunum óbeinn
starfsstyrkur.
Þá fengu 5 sambandskórar styrk vegna
söngkennslu, 70% af tilkostnaði, alls kr.
7938,00.
Samkvæmt skýrslu ritara eru sambands-
kórarnir 9 með 323 skráðum félagsmönn-
um.
Á starfsárinu hélt stjórnin 12 fundi, sem
skráðir voru.
Á þinginu voru rædd mörg mál, sem sam-
bandið og sambandsfélögin varðar, og
ályktanir samþykktar í þeim flestum. Þær
verða sendar sambandsfélögunum, með sér-
stöku bréfi, þar sem þær eru allar innan-
sambands mál.
Á síðasta þingfundi fóru fram kosningar
samkvæmt sambandslögunum.
í stjórn voru kosnir:
Eðvald B. Malmquist, formaður,
Steindór Björnsson, ritari, og
Ágúst H. Pétursson, gjaldkeri.
í varastjórn:
Gísli Guðmundsson, formaður,
Tómas Á. Jónasson, ritari, og
t