Eining - 01.11.1949, Síða 1

Eining - 01.11.1949, Síða 1
7. árg. Reykjavík, nóvember 1949. 11. tbl. 1 b * * Frábær skóli Hann heitir Kofoed-skólinn. Forustu- menn hans segja: „Við verðum að þjóna og elska“. Skóli þessi vitnar um frábæran dugnað og mannkærleika. Fyrir 20 árum var atvinnuleysi og erf- iðir tímar í Danmörku og víðar. Meðal þeirra, sem þá gengu atvinnulausir í Danmörku var ungur maður, Hans Chr. Kofoed. En hann reyndist einn þeirra manna, sem kunna að snúa böli í blessun. Hann tók eftir því, hve fljótt heimilum verkamanna hnignaði alla- vega, þegar fyrirvinnan varð atvinnu- laus. Hinn atvinnulausi maður varð hirðulaus um útlit sitt og missti trú á, sjálfum sér, og þetta varð aftur til þess að tefja fyrir því, að hann fengi atvinnu á ný. Hans Kofoed var það Ijóst, að! mest áríðandi var, að maðurinn heimti aftur sjálfstraust sitt. Hann hugsaði til barnanna og framtíðar þeirra. Heimilin; gátu verið þeim skjöldur og skjól aðeins með því móti, að tryggt væri um af- komu þeirra. Þessi ungi maður sá framundan mikilvægt hlutverk og strax, er hann fékk atvinnu, hóf hann ásamt konu sinni það starf, sem um 20 ára skeið hefur orðið mjög frábært. Fyrsta sporið var það, að ungu hjón- in buðu 20 atvinnulausum mönnum heim til sín, til þess að þiggja hjálp til sjálfshjálpar. En aðeins einn kom. Þau sinntu honum engu síður en þótt hinir hefðu allir komið. Þau vissu, að ekki var nóg að kasta bita eða flík í atvinnu- lausan og þurfandi mann, auk þess, hve auðmýkjandi það er að þurfa að þiggja slíkt. Það, sem þau lögðu alla áherzlu á, var að endurvekja sjálfstraust manns- ins, fá hann til þess að hirða föt sín, gera það sjálfur, þvo þau, pressa og þessháttar. Vel hirtum leið honum, betur og verkið var í hans eigin þágu. Eftir tiltölulega stuttan tíma varð starfslið skólans rakari, klæðskeri, skó- smiður, íþróttakennari og sérfræðingur í fótahirðingu og fleiri þessu líkir. Ef blásnauður atvinnuleysingi, sem bar að dyrum, bað um flík eða skó, varð hann mjög undrandi, er honum var fengið ofurlítið bréfspjald og hann beðinn að taka þátt í leikfimi, um hitt mætti svo ræða á eftir. Kofoed bendir á, að þetta skapaði ekki aðeins líkamlega og andlega vel- líðan hjá manninum, heldur var nú einnig tækifæri til að bjóða manninum að Iaugast, er hann var orðinn heitur og sveittur. Hins vegar var ekki hægt að segja við manninn, er hann kom og bað um flík eða skó: ,,Þú ert óhreinn, góði, viltu ekki skola af þér óhreinind- jn“. Hér varð að fara krókaleið og kom þá leikfimnin að góðu haldi. Við þenna skóla er öllum, sem þang- að leita, tekið með hinni mestu ástúð og nærgætni, en þess er krafizt, að sá hinn sami leggi krafta sína fram í við- reisnarstarfinu. Skólastarfið er grund- vallað á hugsjón kristindómsins, og Kofoed-hjónin, sem forstöðuna veita, hafa valið sér kjörorðið: „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. Hr. Kofoed skildi það fljótt, er hann hafði hópað þessum hjálparþurfandi mönnum til sín, hve áríðandi það var að forða þeim frá götulífinu og knæp- unum. Hann efndi því til kynningar- kvölda og tók alls konar efni og vanda- mál á dagskrá til umræðna. Þannig komst hann að raun um, hvað það var, — DYPST KAFAÐ ■ . ' j / þessari kúlu kafaSi Bandaríkja hafrannsóknamaSurinn Olis \ > 1 tíarlon, 16. ágúst 19M, Ú500 fet í KyrrahafiS. ÞaS hafa menn kafaS dýpst. Kafarabelgurinn er fimm feta stálkúla. Hún er 7000 pnnd og er fest viS stálkaSal. Barlon var eina klukkustund á niSurleiS, i MíW. en niSri skorti hann fljólt rafljós til rannsókna. Hann var dreginn upp á klukkustundu og 20 mínútum. NiSri á 4500 fela dýpi var þrýslingurinn á kúlnhreiSriS lians 2000 pund á hvern ferþumlung, en loftþrýstingurinn er annars 15 pund á ferþ. á yfirborSi sjávar. H ÉjÍ Köfunin fór fram 27 mílur út af ströndu Californíu. Dýpst hafSi Íl W . . 1 áSur veriS kafaS 3028 fet. Þá var þaS einnig Otis Barton og dr. ,, \ 1 1 Villiam Beebi. ÞaS var viS Bermuda. PÍlll 4».'. } í,:Mteíiámk g IH Myndin sýnir Barton taka viS sjálfvirkri kvikmyndavél, sem notuS er viS þessar hafrannsóknir. ir

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.