Eining - 01.11.1949, Side 9

Eining - 01.11.1949, Side 9
EINING 9 * ♦ * » * Hann (Jóhannes skírari) sagði því við mannfjöldann, sem fór út, til að skírast af honum: Þér nöðruafkvæmi, hver kenndi yður að flýja undan komandi reiði? Berið þá ávöxt samboðna iðruninni, og ætlið ekki, að þér getið sagt með sjálfum yður: Vér eigum Abraham að föður, því ég segi yður, að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. En öxin er þegar lögð að rótum trjánna, verður þá hvert það tré, sem ekki ber góðan ávöxt, upphöggvið og því í eld kastað. Og mannfjöldinn spurði hann og sagði: Hvað eigum vér þá að gera? En hann svaraði og sagði við þá. Sá, sem hefur tvo kyrtla, gefi þeim annan, sem engan hefur, og sá, sem matföng hefur, geri eins. Þá komu og tollheimtumenn til að láta skírast, og þeir sögðu við hann: Meistari, hvað eigum vér að gera? En hann sagði við þá: Krefjist ekki meira en yður er boðið. Og hermenn spurðu hann einnig og sögðu: Og vér, hvað eigum við að gera? Og hann sagði við þá: Kúgið ekki né svíkið fé út úr neinum, og látið yður nægja mála yðar. Lúkas 3, 7—14. i H Niður af hátindunum Eitt er að þrá, annað að fá. Þráin getur verið ægilega sterk. Hún getur verið guðalogi, sem hitar og lýsir, en líka eyðandi eldur í beinum manna. — Hún getur verið blandin sælu og kvöl. Hún getur leitt til fullsælu eða kveljandi vonbrigða. Menn hugsa sér misjafnlega hátt, og margur lætur sér nægja að komast upp á hólana. Flestir menn kunna illa hverf- leik tilverunnar. Astvinirnir deyja, ljómi sólarlagsins slokknar, blómin deyja, óskalöndin grána og hinar dýrkeypt- ustu hnossir geta orðið innantómur hversdagsleiki. En hví að kunna þessu illa? Er nokk- uð annað að gera, en ganga aftur niður brekkuna, þegar upp á hæðina er kom- ið? Menn dvelja ekki á hátindum til langframa. Þegar eg var unglingur, átti eg mín óskalönd, eins og aðrir. Eg þráði að ná einu og öðru markmiði. Eg las í reyf- ara um ,,ritvél“. Hugsa sér! ritvél! — Þetta hlýtur að vera reyfaralýgi, sagði ég við sjálfan mig. Það geta ekki verið til vélar, sem skrifa. Nú hef ég um áratugi setið svo mikið við ritvél, að oft dreg ég andann léttar, er ég get staðið upp frá henni. I Noregi kynntist eg fyrst reiðhjólum, og hve eg öfundaði piltana og stúlkurnar, sem áttu hjólin. Eg átti aðeins 200—300 kr., sem þurftu að endast mér til fata og annarra hluta við þriggja ára iðnaðar- nám. Slíkan ,,lúxús“ sem reiðhjól gat eg ekki látið eftir mér, en það hlaut að vera dásamlegt að geta brunað áfram á þessu skemmtilega farartæki. Svo kom reiðhjólið, og um 40 ára skeið er sú vegalengd orðin mikil, sem ég hef hjól- að, og enn er eg með reiðhjólið og hjóla nú daglega milli heimilis og skrifstofu um 15 km., báðar leiðir samanlagt. Reiðhjólið er orðið fyrir langa löngu þreytandi hversdagsleiki. Það hlaut að vera dásamlegt, hugs- aði eg um fermingaraldur, að geta kom- ið saman vísu eða ljóði. Því miður tók eg að fitla við slíkt, án þess þó að hafa minnstu hugmynd um, hvað skáldskap- ur væri, og hef haft af því meiri raun en gleði. Þegar ég tók að kynnast félagslífi, þótti mér sem ræðugarpurinn hefði góða aðstöðu og biturt vopn í hendi. Það hlaut að vera mörgu fremur eftirsóknar- vert, að geta staðið á ræðupalli og haft áhrif á fjölda tilheyrenda. Ekki veit eg, hversu mér hefur tekizt að hafa áhrif á tilheyrendur mína, sem hafa verið margir, um 35 ára skeið, og ræður flutti eg stundum 180 á ári, en mesti ljóminn er nú farinn af valdastöðu mannsins á ræðupallinum, og nú get eg vel unað því að þegja. Ýmislegt fleira gæti eg talið upp, löngunina til að ferðast víða um lönd, kynnast mönnum og málefnum og verða eins og annars vísari. Slíkt, og margt annað elskulegt, hefur mér hlotnazt, en flest hafa markmiðin verið smávægileg- ar hæðir. Þó vil eg skilja þar undan hið bezta sem lífið veitir, ástvini, heimili og vináttu góðra manna. Á þá þetta, sem verður hversdags- legt, að skapa þreytu og tómleika í geði manna? Eigum við að syngja í hryggð- artón um tæmda bikara og bleikar blóm- krónur? Því þá það? Er ekki nær að minnast og gleðjast og þakka. Mark- miðunum varð náð, þótt lág væru, og hvað var þá annað fyrir hendi en að rölta aftur niður af hæðunum? Þegar upp er komið alla leið, hvort sem hæðin er míkil eða lítil, hlýtur leið flestra með- almanna, og jafnvel hinna, að liggja niður á við aftur. Onnur leið er ekki til. Aldur færist yfir alla menn og ellin ger- ir vart við sig, hversu glæsilegir sem æskudagarnir hafa verið. Þeir eru ekki ýkjamargir, sem árætt hafa að klífa Matterhorn, en miklu færri þó, sem upp hafa komizt alla leið á hátindinn. Hvílík brennandi þrá! — Lífinu stefnt í augljósan voða til þess að komast upp á hátind fjallsins. Hvað svo, þegar upp var komið? Sigurhrós, fögn- uður, mikil yfirsýn. En þar uppi er kallt og hvasst. Þar er enginn dvalarstaður. Leiðin hlýtur að liggja hið bráðasta nið- ur aftur. Já, þannig er það: alla leið upp, og svo niður aftur. Þetta er lífsins þrautaganga, niður aftur, niður af öllum hátindum. Það eru aðeins þeir, sem byggt hafa borgir andans á fjalli, sem aldrei hafa gengið niður aftur. En þeir eru tiltölulega fáir. Móse gekk upp á Nebófjall, horfði inn á fyrirheitna landið, en gekk aldrei niður aftur. Spámaðurinn og löggjafinn endaði göngu sína á hátindunum. Kristur var hafinn upp á krosstré. — Þar endaði hann krossgöngu sína. Hann steig ekki niður af krossinum. Háðfugl- arnir í kringum hann, skoruðu á hann að stíga niður af krossinum. En hann steig ekki niður. Meistarinn og mann- kynsleiðtoginn endaði göngu sína á hæð þeirri, sem þjáningarfyllst var að klifa. Síðan skín þar ljós, öllum þjóðum til hjálpræðis. Abraham Lincoln komst alla leið upp, en steig aldrei niður. Hann er alltaf jafn stór og gnæfir jafn hátt. Hið sama má segja um Gandhi, um mestu spá- menn þjóðanna fyrr og síðar, postula, siðabótamenn og mestu guðsmenn. — Þess vegna lýsa þeir heiminum. Þeir standa alla tíð á hátindunum. Leið þeirra lá aldrei niður. Þökkum Guði fyrir þá, en sættum okkur vel við hlut- skipti okkar, gleðjumst yfir sigurvinn- ingunum, hverjir sem þeir hafa verið, „uppfyllt ósk er sálinni sæt“, og látum auðlegð minninganna útiloka alla þreytu og tómleikakennd. «

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.