Eining - 01.12.1951, Page 8
8
EINING
S'
Eining
Mánaðarblað um bindindis- ug menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Slgurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku íslands
og íþróttasambandi íslands.
Árgangurinn kostar 20 krónur. í lausasölu kosrar blaðið 2 krónur.
Afgreiðsla þess er á skrifstofu blaðsins, Klapparstig 26, Reykjavík.
Sími: 5956.
Örlagðbörn
Nannkynssögnnnar
Eftir Harry Emerson Fosdick.
Menn verða ekki heimskunnir fyrir snilld í ræðu og riti,
nema þeir beri verulega af hinu venjulega. Harry Emer-
son Fosdick er heimskunnur ræðusnillingur og rithöf-
undur. Sem ungur prestur hneykslaði hann meira en
hálfa Ameríku með frjálslyndi sínu og dirfsku, en hefur
síðan unnið aðdáun margra þjóða fyrir snillimennsku,
heilindi, trúarhita og rökfimi, samfara víðsýni og lær-
dómi. Hér birtist ein jólaræða hans nokkuð stytt.
Allt frá bernskudögum höfum við heyrt um úrslita- eða
örlagastyrjaldir mannkynssögunnar. Ein af fyrstu bókunum,
sem sumir okkar lásu var bókin, Hinar fimmtán örlagartku
styrjaldir sögunnar, eftir Creasy. En nú eru það jólin, sem
koma til okkar einu sinni enn, taka hugi okkar og ylja hjört-
um milljónanna víðs vegar um heim. Þau minna ekki á ör-
lagaorrustu, heldur örlagabarn. ,,Barn er oss fætt, sonur er
oss gefinn“.
Jafnvel nú þegar herdunur og vopnaglam æsir alla veröld,
minna jólin á, hversu miklu örlagar'kari fæðing barns getur
verið en styrjöld. Við nútímamenn höfum glatað trúnni á
kraftaverk, og það má gjarnan vera svo, ef átt er við brot á
náttúrulögmálinu, þegar talað er um kraftaverk, því að nátt-
úrulögmálið er lögmál Guðs, og er órjúfanlegt. En þrátt fyrir
það, þurfum við ekki að fella niður orðið ,,kraftaverk“, því
að ýmsir viðburðir eru svo ófyrirsjáanlegir og fyrirfram ótrú-
legir, að þeir verða í meðvitund okkar kraftaverk.
Hver voru hin ráðandi öfl í heiminum, þegar Jesús fædd-
ist? Ágústus keisari í hásæti sínu? Vissulega. Hið víðlenda
og volduga Rómaveldi. Fótatak hersveita þess glumdi á öllum
farbrautum. Sérhver raunsæismaður mundi hafa bent á þetta
sem hið ríkjandi afl í lífi þjóðanna. Það mundi hafa þótt
ganga brjálæði næst, að fullyrða þá, að um tvö þúsund árum
síðar mundu milljónir manna um heim allan syngja til minn-
ingar um lítið barn, sem fátæk móðir fæddi í lítilfjörlega
þorpinu Betlehem, í útjaðri Rómaveldis.
Þetta er kraftaverk jólanna, að svo örlagarík getur barns-
fæðing verið.
Hvítvoðungar eru örlagavald. Langt er síðan að stúlka í
þrælahaldi hjá Egyptum bar á örmum sínum nýfætt barn,
sem allar bjargir virtust bannaðar. Hún bjó því til ofurlitla
flothæfa vöggu, lagði barnið þar í og ýtti því svo út á fljótið
Níl, upp á líf og dauða. Og hugsa sér, ef litið er til baka,
hversu geysilegt áhrifavald í sögu mannkynsins flaut þar í
lítilli körfu á Nílarfljótinu! Því að Móse var eitt af örlaga-
börnum heimsins.
I okkar eigin landi (Bandaríkjunum) ógnuðu sundrungar
öflin, forboði upplausnarinnar var augljós, þegar ungur landa-
mærabúi lagði leið sína frá tjaldbúðasamkomu í Kentucky,
ásamt brúði sinni, til Nolan-Creek og reisti sér þar bjálka-
kofa. Þar fæddist barn, og hver getur nú ráðið þá gátu, hvílík
saga Bandaríkjanna hefði orðið, ef þar hefði ekki fæðzt neinn
Abraham Lincoln. Hann var einn af örlagabörnum mann-
kynsins.
Á þessum t'mum ókyrrðar og styrjalda, er hin miklu, óper-
sónulegu öfl leggjast ómótstæðilega þung á okkur, er okkur
hollt að ígrunda okkar eigin, dýpstu og persónulegu þörf,
og hinn sérstaka boðskap um fæðingardag drottins vors, sem
svar við henni.
Fyrst af öllu, vaknar hjá okkur eftirvænting og von, er við
ígrundum örlagabörn mannkynsins. Ef það eru hvítvoðung-
ar, sem ráða mestu um örlög mannkynsins, getum við aldrei
fullyrt neitt um það, hvað verða kann. Einhvers staðar kann
þá að vera lítil hönd í vöggu, sem á eftir að opna heiminum
dyr að nýju tímabili . . .
Árið 1809 var eitt hið ömurlegasta í sögu Evrópu. Napó-
leon hafði völdin, eins og Hitler seinna. Orrustur hans og
sigrar voru fregnir dagsins, og mönnum hefur sjálfsagt ekki
þótt tímarnir betri þá en nú. En hvað var svo að gerast árið
1809, sem enginn færði í frásögur? Það ár fæddist Charles
Darwin. Það ár fæddist Abraham Lincoln. Það ár fæddist
Gladstöne, Tennyson, Edgar Allan Poe, Oliver Wendell
Holmes, Cyrus McCormick, er fann upp þreskivélina, og
einnig Mendelsohn. Það mátti því segja, að minnsta kosti,
að heimurinn væri ekki eins snauður og hann virtist vera.
Vissulega eru sigrar örlagaorrustunnar oftast léttvægir og
hverfulir, en áhrif örlagabarnanna mikil og varanleg. Sagan
gerir nú lítið úr orrustum ársins 1809, en til örlagabarna
þess árs munu menn enn hugsa alvarlega um aldaraðir. —
Þegar Napóleon hafði verið sigraður árið 1814, réðust her-
sveitir Rússa og Austurríkismanna inn í Ítalíu og hefndu sín
með því að brytja niður fjölda íbúanna í Piacenza. I einu
þorpi flúðu konurnar inn í kirkjuna, en einnig þar brytjuðu
hermennirnir þær niður inn við altarið. Ein móðir faldi sig,
með ungbarn í fanginu, í kirkjuturninum og bjargaði þannig
barni sínu. Barnið var tónskáldið Verdi. Fæst okkar geta
greint margt frá þessum úrslita orrustum, en við höldum
áfram að dást að Rigoletto, Aida, La Traviata, II Trovatore
og Othello.
Þannig hefur það verið, Ágústus keisari hverfur, gleymist,
dæmdur af sögunni, og Rómaríkið liðaðist sundur og hrundi
til grunna, en 2000 árum síðar, syngur mannfjöldinn, eins
og væri um nýjan viðburð að ræða:
Ó, barnið Guðs í Betlehem,
tak bústað mönnum í.
Þér fagni jörð og frelsuð hjörð.
Ó, fæðstu í oss á ný.
Tökum svo þessi mikilvægu sannindi, ekki aðeins bókstaf-
lega, heldur og í táknrænni merkingu. Allar miklar hugsjónir
fæðast litlar, eins og lítil börn. Hvers vegna geta ekki miklar
hugsjónir komið í heiminn fullvaxnar í öllum hertýgjum sem
Aþena út úr höfði Sevs? Þetta skeður aldrei. Allar frels-
andi hugsjónir fæðast litlar. Þær eru, eins og Jesús sagði, líkar
súrdeigi, lítil byrjun, eða eins og mustarðskorn, hið minnsta
af öllum sáðkornum. Sérhver kynslóð verður því, ef hún á
að geta trúað á þau skapandi öfl, sem ráða yfir framtíðinni,
að trúa á eitthvað, sem ekki ber mikið á, nýfætt og vaxandi.
Höfum við ekki mikla þörf á slíku, einmitt nú? Ef við tökum
ekki til greina neitt annað en allan hávaðann, yfirganginn og
ofbeldið, eins og það eitt sé veruleikinn og ráðandi aflið í
mannheimi, hver er þá von vor?
}
T
T
\