Eining - 01.12.1951, Qupperneq 9

Eining - 01.12.1951, Qupperneq 9
EINING Hinir vitru menn byggðu trú sína á barni. Þetta er fyrir mig kjarni jólaboðskaparins í ár — vitringarnir byggðu trú sína á barni. Vitringar? Okkur hættir fremur til að kalla þá flón og menn hugaróra, sem elta stjörnu, er v.'sar á barn í fjárhúsjötu og tilbiðja nýfætt líf á sínu fyrsta þroskastigi. En H vitringarnir eru dæmisagan um mestu vizku mannkynsins á öllúm sviðum. Þeir byggðu ekki trú sína á Ágústusi keisara eða Heródesi eða herskörum keisarans, og ekki heldur á keisaraveldinu, sem náði svo vítt um lönd og virtist óhaggan- legt. Þeir byggðu ekki lifsviðhorf sitt á hávaðanum, yfir- ganginum og hinu augljósa. Þeir trúðu á hið nýfædda. Þetta er einkenni vitra manna á öllum öldum . . . Ef við eigum að geta trúað á eitthvað nokkurs virði yfir- leitt, hugsanlegan frið, t. d. í vingjarnlegum og sæmilegum ^ heimi, þar sem bræðralag ríkir en ekki styrjaldir, þá verðum við að trúa á það á þenna hátt. Friðurinn er ekki fyrirferðar- mikill nú um stundir. En friðarhugsjónin, vonin um frið, trúin á frið og ráðstöfunin til friðar, er þegar fædd í heiminum. Slíkar hugsjónir ráða úrslitum að síðustu, og von heimsins byggist á vitrum mönnum, sem trúa á þær, þótt Ágústus keisari ríki í Róm. Múgurinn fylgir ævinlega straumnum, hinu augljósa og háværa, en hinir vitru menn allra alda hafa ævinlega fylgt einhverri stjörnu, unz hún hefur staðnæmzt ^ >dir einhverju nýfæddu . . . * Á því er ekki svo mikil hætta, að einhver, sem þetta les, kunni að afneita hinum almenna sannleika, sem hér er um að ræða, heldur hinu, að hann viðurkenni ekki, að slíkt komi honum við. Einhver gæti sagt, að þessi ræða varði sig ekki. — Hann hafi aldrei verið örlaga-barn. Hann sé ekki neinn messías, er heimurinn hafi vænzt. Hann sé aðeins hinn hvers- dagslegi, algengi og veigalitli John Smith. Ef heimurinn vænti einhvers lausnara, er opni dyrnar að nýju tímabili, þá sé það ^ víst, að hann sé það ekki. Við þenna mann vil eg gjarna segja, vinur minn, athuga hvað það er, sem gerir fæðingu sérstakra barna örlagaríka. Það er ekki aðeins barnið í sjálfu sér. Hvað olli úrslitunum um komu og áhrif Darwins? Óteljandi fjöldi manna hafði brotið heilann um það, hvernig allar þessar mismunandi dýra- tegundir hefðu orðið til. Um marga mannsaldra höfðu menn gruflað út í þetta, og hvað eftir annað hafði spurningin verið sett fram: Urðu allar þessar tegundir til skyndilega, eða fyrir ^ langa þróun og breytingar. Loftið var þrungið af undrun, getgátum, ábendingum og spámannlegri innsýn. Lesið jafn- vel Tennysons /n Memoriam, er hann skrifaði áður en Darwin lét sjást nokkuð eftir sig, og þar sést þegar forsælan af þró- unarkenningunni. Þá, og aðeins þá, fæddist að öllum óvör- um barnið, sem átti að draga allt undangengið saman og setja það fram í réttu ljósi. Þetta gera þeir einir, sem úrslit- unum valda. Þeir safna glæðunum í ljósan loga, öllu sem ^ þegar var fyrir hendi, sundurlaust og dreift hér og þar. — * l Darwin hefði ekki orðið Darwin, án þess, sem var á undan gengið. Mikill fjöldi manna hafði lagt sitt til þess að skapa úrslitamanninn. Þetta er raunveruleikinn um líf allra manna, sem úrslit- unum ráða. Þeir eru brennipunkturinn, er safnar saman von, hugsun, trú og þrá óteljandi hversdagslegra manna, safnar glæðunum í ljósan loga. Við þetta á Páll, er hann segir: ^ „Þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn“. Svo jafn- vel Kristur gat aðeins fæðzt og verið Kristur, þegar fylling tímans var komin. Ef hann hefði komið nokkrum öldum áður, hefði hann ekki getað verið hann sjálfur. Fjöldi hversdags- legra manna varð að fara á undan, greiða götu drottins, gera beinar brautir og ryðja Guði vorum veg í óbyggðinni. Spámannlegir andar, leiftrandi glampar af komandi kenn- ingu hans, hungraðar og eftirvæntingarfullar sálir, hugboð og forspil stærri gleðiboðskapar, en áður hafði þekkzt, vonir ^ um nýtt og endurfætt andlegt líf, trú á nýtt tímabil guð- veldis, — allt lá þetta í loftinu, þegar Jesús kom í „fylling Harry Emerson Fosdick. tímans“, og hann réð úrslitunum. Mikill fjöldi manna lagði sitt til þess að gera hann örlagabarnið. Þessi sannindi hafa engu síður sína hræðilegu og dökku hlið, en hina björtu, magnandi og skapandi. Hvað var það, sem gerði Hitler að örlagamanni? Hann var brennidepill, er safnaði saman í ljósan loga niðurlægingu, gremju, meðvitund um hróplegt ranglæti, hvöt til hefndar, huggandi draumum um úrvalskynþáttinn, öllu þessu er fyrri heimsstyrjöldin og afleiðingar hennar, hafði vakið hvarvetna hjá þjóð hans. — Það eru ævinlega við, hversdagslega fólkið, sem að vissu leyti leggjum til efnið í leiðtogana, hvort heldur er til ills eða góðs. Við leggjum til hitann og glæðurnar, er þeir safna í logandi bálið. Þannig hefur daglegt líf hvers venjulegs manns sína þýð- ingu. Eg þori að spá því, samkvæmt vitnisburði sögunnar, að dag einn mun koma fram einhver maður, er ræður svo miklu um sköpun bandaríkja heimsins, að nafn hans mun ljóma í sögunni um ókomnar aldaraðir, tengt afreki hans, að sínu leyti eins og nafn Copernicusar nýju stjörnufræðinni eða nafn Abrahams Lincoln varðveizlu ríkjasambands Banda- ríkjanna. Slíkur maður mun koma. Dag nokkurn mun hann rísa til athafna. Og verið getur, að einmitt nú liggi hann ein- hvers staðar í einhverju þorpi, í vöggu sinni. En þegar hann kemur, hvað er það þá, sem þurft hefur til þess að greiða veg úrslitamanninum? Allur fjöldinn af okkur, sem erum á undan honum og höfum trúað á friðinn, þegar erfitt var að trúa á hann, spámannlegir andar, óbugaðir af grimmd og ofbeldi, hungraðar sálir, sem þrá frið, vitrir menn, er sjá fánýti styrjaldanna, hugrakkar sálir, er telja bræðralag allra manna hugsanlegt, — fjöldi venjulegra karla og kvenna verður að greiða veg lausnarmannsins áður en hann getur komið með úrslitin og friðinn í hendi sinni. Öll höfum við okkar þýðingu, jafnvel persónuleiki okkar skiptir máli. Það sem nú hefur verið sagt um örlagabörnin, getur verið okkur tvöföld uppörfun, gefið okkur von í vonleysinu og gert okkur ljósa ábyrgðina og persónulegt mikilvægi í veikleika okkar. En það gerir meira en þetta. Það ávítar einnig, ávítar i

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.