Eining - 01.12.1951, Síða 10
10
EINING
<*
0
Dd hciupencla llaÉc
'óiná
Öllum hinum ágætu kaupendum blaðsins
og velunnurum, sendi eg mínar beztu kveðj-
ur og óskir um blessunarrík og
voueg. jóí
og þakka góð viðskipti og tryggð við blaðið
á undanförnum árum.
f-^étur ^iffurÉóóon
mjög harðlega fyrir það, hvernig við förum með ungbörnin
í þessum grimma heimi. Jafnvel í jólasögunni, hversu hug-
þekka sem við gerum hana, er þáttur grimmdarinnar. Heró-
desi hafði næstum tekizt að granda Jesúbarninu. Hann gerði
sitt ýtrasta til þess. Sagan segir, að hann léti myrða öll svein-
börnin í Betlehem, til þess að koma í veg fyrir, ef unnt væri,
að örlagabarnið fengi að vaxa upp. Hvernig hefði farið, ef
honum hefði tekizt þetta? Getum við hugsað okkur afleið-
ingarnar fyrir allt mannkyn? En þetta er það sem stríðin,
örbyrgðin, skuggahverfi borganna og allt miskunnarleysi
mannfélagsins aðhefst alla tíð. Þetta grandar örlagabörn-
unum.
Arið 1805 gerði Napóleon mikla árás á Vínarborg. —
Sprengikúlunum rigndi niður alls staðar. Ein þeirra hitti
barnaskóla Jesúítanna og braut veggi og glugga. Einn nem-
andanna, átta ára piltur, var að æfa sig á píanó. Hann kast-
aði sér óttasleginn á grúfu á gólfið. Augnabliki síðar kallaði
einn skólastjóranna: „Schubert, Franz Schubert, ertu heill
á húfi?“ Svo nærri lá, að stríðið grandaði þessu örlaga-
barni.
Skyldi einhver ætla, að þetta tal um mikilvægi barnsins,
sé aðeins einhver tilfinningaklökkvi, þá fer því fjarri. —
Spyrjið vísindamanninn hver sé mikilvægasti þátturinn í
menningarframþróuninni, og hann mun svara, að það sé
þroskaferill barnsins. Barnið er lengi að verða sjálfbjarga.
Aðrir verða að annast um það. Við verndun barnsins blómg-
aðist allur siðgæðisþroski mannsins, segir vísindamaðurinn.
Vegna barnsins varð til fyrsta ósérplægni mannsins. Fyrsta
sjálfsfórnin var færð vegna þess. Hið fyrsta samfélag manna,
fjölskyldulífið, varð til vegna barnsins, og öll samtökin um
uppeldi þess. Þroskaferill barnsins verður þannig hið skap-
andi afl í allri óeigingirni og góðvild mannkynsins. Jesús
var því í fullu samræmi við vísindin, er hann setti lítið barn
á meðal lærisveina sinna. En nú hefur menningarheimurinn
haft endaskipti á þessu og snúið við þróuninni. Nú eru deil-
ur þjóðanna útkljáðar með því að svelta börn, hella sprengju-
regni yfir börn og myrða börn. Hve margir foreldrar skyldu
hafa hrópað út í tómið, eftir miklar loftárásir á borgir:
„Schubert, Franz Schubert, ertu heill á húfi“, án þess að
fá svar. . .
Þá er aðeins eftir að minna á, að Jesús var ekki aðeins
eitt af örlagabörnunum. Hann var örlagabarnið. Það er
túlkun kristindómsins á þessum jólum. En nú dirfist ég að
spyrja, hve fullkomin úrslit hefur hann haft í lífi mínu og
þínu? Þessu getum við einir svarað. — Það nær ekki til
fjöldans.
Á sviði tónlistarinnar getum við talað um verk manna
eins og Bachs sem örlagaþátt þeirrar listar, en samt sem
áður verður hann ekki neitt örlagaríkur í lífi fjölda manna,
sem ekki tileinkar sér þessa list. Þeirra vegna hefði Bach
aldrei þurft að fæðast.. Það er undir okkur sjálfum komið,
hvort eitt eða annað verður okkur örlagaríkt. Við mættum *
því gjarna, í allri jólagleðinni, öllu umstanginu, prjálinu
og öllu hátíðahaldi jólanna, spyrja okkur sjálfa þessari spurn-
ingu: Hve örlagaríkt hefur líf Krists orðið mér og þér?
Marg oft þó að meistarinn
mannheim gisti annað sinn.
Sál þín glötuð ennþá er,
ef ekki fæðist hann í þér.
Þótt jólaguðspjallið tali um, að englar himnanna haii *
fagnað fæðingu Krists, þá hafði hún enga úrslitaþýðingu
fyrir allan þorra manna, og enn í dag er ekki unnt að segja,
að Kristur hafi úrslitaþýðingu fyrir líf og breytni okkar. Er
hægt að segja, að trú okkar á hann hafi breytt nægilega
afstöðu okkar til vandamála mannkynsins?
Á þessum tímum ættum við ekki að gera okkur ánægð
með hina ytri jólasiði eingöngu. Við getum ekki leyft okkur
að festa hugann aðeins við fögnuð jólanna. Myrkur grúfir
yfir jörðinni, og utan úr þeim mikla sorta berast angistar-
ópin frá þjáningum og skorti manna. En þrátt fyrir það, og *
engu síður, virðist mér Kristur vera það ljós í myrkrinu,
sem í kenningum sínum og anda veitir einstaklingum og
þjóðum þá leiðsögn, sem við fyrr eða síðar verðum að fara
eftir, ef heimurinn á að geta átt nokkra framtíðarvon . . .
Þegar Kristur hefur haft nógu raunverulega úrslitaþýðingu,
fyrir nógu marga einstaklinga, einn og einn út af fyrir sig,
þá verður hann, jólabarnið, sannarlega mesta örlagabarn
mannkynsins.
Sannfærandi tölur.
Eftirfarandi skýrsla sýnir tölu ákærðra og sakfelldra í
Englandi, fyrir ölvunarbrot á árunum 1912—1928, einnig
tekjur bruggaranna 1932 til 1940.
1932 Ákærðir 35,407 Sakfelldir 30,146
1933 - 42,492 36,285
1934 - 46,293 - - 39,748
1935 - 50,032 - - 42,159
1936 ■ 52,988 - ■ - 44,525
1937 - 55,304 - - 46,757
1938-55,688- 46,603
Tekjur bruggaranna
1932/33 - - £16.000.000
1933/34 .................................................£ 18,000,000
1934/35 ..............£ 23,000,000
1935/36 £26,000,000
1936/37 £28,500,000
1937138- - - - £31,500,000
1938/39 - - £31,500,000
1939/40 -£34,000,000
4
X