Eining - 01.12.1951, Page 11
< EINING
ÁVARP
TIL ÞJÖÐARINNAR
*
X
*
fslendingar hafa jafnan brugðizt vel
við, þegar til þeirra hefur verið leitað
vegna neyðarástands einhverra.
Afengisaldan flæðir um byggðir og
bæi landsins og veldur víða neyðar-
ástandi á meðal manna.
Sökum ölvunar verða hér og þar
dauðaslys á götum bæjanna og vegum
landsins, menn drukkna í höfnunum,
finnast liggjandi dánir hér og þar, detta
í húsum inni eða úti og bíða bana af,
sjálfsmorð eru mörg, sökum ölvunar og
óreglu, margir missa heilsu, stöðu og
eignir, alls konar lagabrot og glæpir eru
framdir af ölvuðum mönnum, skemmt-
unum og mannfundum er hleypt upp af
drukknum óspektarlýð, og mörg eru
þau vandræði, sem áfengisneyzlan
skapar. Konur og börn, foreldrar og
aðrir ástvinir standa ráðþrota gagnvart
afleiðingum drykkjuskaparins, sem er
nú orðinn geigvænlegt þjóðarböl. —
Allir landsmenn kannast við þetta
hörmungarástand.
Ef til vill sýnir þó ekkert betur, hvílík
hyldýpis vanvirða þetta er, en sú stað-
reynd, að nú eru margar mæður á Is-
landi, sem vildu miklu fremur fylgja
drengjunum sínum til grafar, en horfa
upp á eymd þeirra og niðurlægingu, og
vita það þó allir menn, að flestar mæð-
ur elska börn sín svo, að þær vilja öllu
fyrir þau fórna, og jafnvel lífinu, til þess
að sjá þeim borgið og geta varðveitt líf
þeirra og heilsu. Samt kjósa þær dauða
barna sinna fremur en eymd áfengis-
neyzlunnar, svo hatramt er slíkt böl.
Gegn þessu ófremdarástandi verður
þjóðin öll að rísa og hrista af sér slíka
vanvirðu, og finna hjálpráð handa þeim
mörgu, sem hjálparþurfa eru.
Gera verður þær skilyrðislausu kröf-
ur til ríkisstjórnarinnar:
1. Að áfengislöggjöfinni sé strang-
lega og undanbragðalaust framfylgt, og
þar með tekið fyrir öll ólögleg vínveit-
ingaleyfi.
2. Að lögum um meðferð ölvaðra
manna og áfengissjúklinga sé framfylgt,
hjálparstöð sé komið upp í Reykjavík,
og starfi við hana læknar og sérstakir
starfsmenn ríkis eða bæjar, er leiðbeini
og aðstoði þá menn, sem læknishjálp-
arinnar njóta. Ríki og bær komi tafar-
laust upp drykkjumannahælum, sam-
kvæmt áfengislöggjöfinni, og samkomu-
lagi þeirra á milli, svo að hjálparstöðin
geti vistað þá menn á réttum stað, er
læknar telja að þurfi hælisvistar.
3. Að fræðslustarfsemi um skaðsemi
áfengisneyzlunnar sé aukin í öllum skól-
um og menntastofnunum landsins, og
auknir og efldir þeir kraftar, er að bind-
indismálum vinna.
Vér skorum á alla landsmenn að
snúast heilhuga til varnar gegn voða
áfengisneyzlunnar, áður en til enn frek-
ari vandræða kemur. Vér heitum á öll
félagasamtök manna og alla dreng-
skaparmenn á meðal þjóðarinnar, að
taka höndum saman um öfluga og mark-
vissa sókn gegn áfengisneyzlu og áfeng-
issölu, unz hvort tveggja verður alger-
lega útrýmt úr landinu.
Vér krefjumst þess og, að fram fari
þjóðaratkvæði um sterka áfenga ölið, ef
til máls skyldi koma að leyfa framleiðslu
þess.
Þjóðinni í heild, ríkisstjórn og Alþingi,
ber heilög skylda til þess, að vernda
heill og hag þjóðarinnar, og hvers ein-
staks þjóðarþegns, fyrir skemmdarverk-
um áfengisneyzlunnar. Æskulýðurinn
og heimilin eru í voða, atvinnulíf þjóð-
arinnar bíður stórtjón, almennu sið-
ferði hrakar og fjöldi manna sekkur nið-
Eg dáist
að mannkyninu
Þannig mælir Roger William Riis,
* samkv. Reader’s Digest, ágúst 1951:
,,Eg dáist að mannkyninu. Allir fárast
nú yfir, hvílíkt öngþveiti við höfum skap-
að hér og þar og alstaðar, eftir því sem
þeir segja. Þetta er hin mesta skamm-
sýni. Niður í gegnum blómlegar aldir
höfum við aldrei gert eintómt klúður úr
öllu saman. Við höfum staðið okkur
betur og leysum betra verk af hendi,
en nokkur hefði getað vænzt.
I upphafi stóðum við einmana í
ómælis alheimi, og ekki aðeins einmana,
heldur líka eina lífveran á þessum hnetti
sem gat glöggvað sig á einstæðings-
skapnum. Við gerðum okkur þetta ljóst,
ígrunduðum það ítarlega og snerum
okkur svo að því, að gera eitthvað hag-
kvæmt og gott úr ástandi, sem aldrei
hafði þekkzt.
Allra fyrst áttuðum við okkur á Ljós-
inu — Guði, og fengum hugboð um
stefnuna, markmið að keppa að.
Við héldum svo áfram og settum upp
mælikvarða og reglur fyrir hegðun og
breytni í samfélagi manna. Við kom-
umst að þeirri gerbyltingarniðurstöðu,
að góðvild og göfgi væri farsælli en
ofbeldi. Engin önnur lífvera hefur upp-
götvað þetta og sett það sem mæli-
kvarða hegðunar og siðalögmál. Og á
11
ur í það eymdarástand, sem ekki er
hægt að láta afskiptalaust. Þjóðin leyfir
enn áfengissöluna, og henni ber sið-
ferðileg skylda til þess að binda um sár-
in, að draga úr eymd þeirra, sem verst
fara, og að hefja í alla staði öflugt við-
reisnar- og áfengisvarnarstarf.
Neyð vesalinganna, sem orðið hafa
áfengisneyzlunni að bráð, sorg og tár
aðstandendanna, og hætta þjóðarinnar,
hrópar til allra landsmanna og særir þá
við drengskap þeirra, að hefjast nú
handa, samtaka og samstilltir til úr-
bóta þessu alvarlega vandamáli.
Talið um áfengismálin við vini ykkar
og kunningja, beitið áhrifum yðar til
þess, að áfengisneyzlan fari minnkandi,
forðist að neyta áfengis og takið ekki
þátt í samkvæmum, þar sem áfengi er
haft um hönd. Vinnið að því að skapa
það almenningsálit í landinu, er telur
það ekki velsæmi að hafa um hönd
áfengi. Með þessu verður allt áfengi
gert útlægt úr landinu, fyrr en varir.
Það skal skýrt tekið fram, að þau
samtök bindindismanna, sem undirrit-
aðir standa að, vilja í öllu samstarfa,
sem allra bezt þau geta, bæði ríki og
bæjum til lausnar þessu vandamáli.
Reykjavík í okt. 1951.
Stórstúka íslands.
Kristinn Stefánsson. Björn Magnússon.
Þingstúka Reykjavíkur.
Einar Björnson. Kristinn Vilhjálmsson.
Umdœmisstúka Vesturlands.
Ingimundur Á. Stefánson.
Áfengisvarnanefnd kvenna í
Reykjavík og HafnarfirSi.
Viktoría Bjarnadóttir. Guðl. Narfadóttir.
Umdcemisstúka SuSurlands.
Sverrir Jónsson. Guðgeir Jónsson.
Umdcemisstúka Norðurlands.
Eiríkur Sigurðsson.
Samvinnunefnd Bindindismanna.
Pétur Sigurðsson. Ingimar Jóhannesson.
Áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur.
Þorst. J. Sigurðss. Gísli Sigurbjörnsson.
undraverðan hátt hlýðum við þessu
æðsta lögmáli okkar. Við erum trúir
hver öðrum og svo heiðarlegir, að það
þykir frétt — nýmæli, ef við stelum.
Við erum 99% skikkanlegir, en gætum
þó auðveldlega verið fúlmenni.
Þrátt fyrir hljóðan leyndardóminn að
baki og framundan, búum við til gleði-
söngva, raulum þá og sláum takt með
fótunum. Við horfumst í augu við lífið
og örlögin, og brosum. Þetta er lofsvert,
og eg dáist að fólkinu, sem gerir þetta.
Við erum eina lífveran, sem hefur
uppgötvað fegurðina. — Við girnumst
hana, og sköpum hana, bæði fyrir sjón
og heyrn. Við erum eina lífveran, sem
athugar umhverfið, gerir sér ljósa gall-
ana á því og bætir úr þeim.
i