Eining - 01.12.1951, Síða 12

Eining - 01.12.1951, Síða 12
12 EINING Við vitum, að vinna er nauðsynleg til lífsviðurhalds, og vinnum því af ástund- an, fram yfir allar vonir. Við öflum fæðu okkar úr skauti jarðar og bætum hana ár frá ári. Og á sama hátt öflum við okkur hita og ljóss. Við njótum ótelj- andi þæginda og gæða, sem frábæru hugviti hefur tekizt að framleiða. Hvern morgun stöndum við and- spænis nauðsynlegu dagsverki. — Við göngum að verki og vinnum það af mesta dugnaði, og þrautseigju, sem er aðdáunarverð. Með óviðjafnanlegri atorku, áræði og snilld, höfum við getað gert undirdjúp- in og háloftin að farbrautum okkar. Og nú mænum við athugulir á nágranna- hnettina. Engan skyldi undra, þótt einn góðan veðurdag, tæki maðurinn að ferðast á milli þessara hnatta. Hvernig er annað hægt, en að dást að slíkri veru? Hvenær sem maðurinn stendur and- spænis óyfirstíganlegum erfiðleika, gengur hann að verki og sigrar hann á sínum tíma. Ef honum er áfátt í ein- hverju, sé eg ekki, hvar það er. Eg held ekki, að honum sé áfátt í neinu. Eg held, að hann sé barn alheimsins og erfi eilífðina. Mér finnst hann vera dá- samlegur. Eg er heilhuga hluthafi hans, og fagnandi yfir því að vera einn af mönnunum". Þessi glaða og djarfa rödd er hress- andi tilbreyting frá öllum hrakspánum, heimsendakenningum og hugarvíli. — Vissulega eru alltaf tvær hliðar hins mikla vandamáls mannkynsins, en oft verður okkur á að stara um of á dökku hliðina. Þrátt fyrir allt er mannkynið á leiðinni upp himnastigann, frá grjót- hörðu bæli villidýrsins og svikahrappn- um, er rænir bróður sinn, jafnvel frum- burðarréttinum, og upp til draumasælu guðsbarnsins, er sér „himnana opna“ og engla friðarins tengja saman veröld Guðs og mannanna. En það glepur okkur jafnan, að kross- gangan er leiðin að himnabrúnni, og krossinn sjálfur efniviðurinn í himna- stigann. Svipstundar hugarflug Eg stóð upp frá ritvélinni, hálf þreytt- ur eftir langan og erilsaman dag. Klukk- an var hálf ellefu. Allt var kyrrt og rótt, inni og úti, þar sem eg á heima, á Kópa- vogshálsinum. Eg gekk að glugganum, dró tjaldið til hliðar og horfði út. Bik- svartar skýjabreiður voru út við sjón- deildarhringinn, og boðuðu þær illviðri. Hærra á himni voru léttar skýjatásur og stórar heiðar gloppur á milli. Þar tindr- uðu stjörnur, en tungl skein í fyllingu. Á vogana sló björtum glampa af hinu milda og töfrandi mánaskini. Eg fór að hugsa um þessa jörð okk- ar, litlu eða stóru jörð, hvort heldur við viljum kalla hana. — Við störum út í ómælisgeiminn og vitum, að við stönd- um á þessari litlu kúlu, sem spinnur sína hringrás með geysihraða, ár og síð og alla tíð, öld eftir öld og árþúsundir eftir árþúsundir. Á henni mæðir ofsa- hiti og nístandi kuldi, fellibyljir, flóð- öldur og heiftugir stormar. Hún fær krampadrætti, spýr eldi og brennisteini, skelfur og nötrar á stórum svæðum. Á henni iðar svo allt hennar furðu- lega líf, allt frá vírusum til stórhvel- anna og hinna risavöxnu landdýra, og þar á milli er hin furðulega mannvera með allt sitt fádæma brölt, guðsdýrkun og heilagleik, sjálfselsku og manndráp, ræktun og eyðingu, uppbyggingu og um- turnun. En hvað svo um allar aðrar jarðir í himingeimnum? Er líf þar, og hvers konar líf er það? Eru þar tröll, menn, englar, guðir eða hvað? — Eru þar kannske aðeins villidýr, einhverjar ægi- legar ófreskjur, eða eru þar illir andar og djöflar. Ef til eru vitsmunaverur á þeim hnött- um, hvað skyldu þær halda um okkar jörð? Skyldu þeir vita, að hér er til Einstein, sem allt reiknar út? Skyldu þeir vita um afrek Mussolinis, Hitlers og Stalins, og skyldu þeir hafa vitað nokkuð um Óla Maggadon? Getum við fullyrt nokkuð um lífið á öðrum hnöttum, t. d. þeim, sem eru svo fjarlægir, að enginn útreikningur nær til þeirra, hvað þá sjónaukar? Geta ekki verið þar óvitar eða alvitar. Getum við vitað með nokkurri vissu að þar séu ekki meistarar og guðir? Og gæti svo ekki verið einhvers staðar á einhverri dásamlegri höfuðstjörnu, einn allsherj- ar yfirguð, miklu fullkomnari hinum vitrasta og æðsta manni, en hinn vitrasti maður er heimskustu og lægstu lífver- unniá okkar jörðu? Já, hvað getur lítil mannvera, sem stendur á þessari litlu jarðarkringlu, glápir á fullt tunglið og starir spyrjandi út í ómælisgeiminn, og sér og skilur ekki nema hið minnsta brot tilverunnar, fullyrt um allar veraldir ómælisins? — Getur ekki hið ótrúlegasta verið þar staðreynd? Eftir er enn ein spurning. Aðeins andi mannsins skynjar, hvað anda mannsins er, og aðeins alheimssálin skynjar til- veru hennar, en ef okkar litla sál er ör- lítið agn af þeirri miklu sál, getur þá ekki verið að ,,hin dýpsta sjón“ sýnist einstöku sinnum mannveru, sem í full- kominni einveru og hljóðleik hefur tæmt sál sína algerlega út í allífið til þess að geta verið hæft viðtæki útvarpsins frá hinni miklu aflstöð fruml'fsins? P. S. Móðurást Hvers hönd er það, sem hjúkrar hezt? Hvers hönd er þa8, sem vinnur mest? Hvers hönd, er styður hrumt og valt? Hvers hönd er þa<5, sem lagar allt? Hvers hönd, sem tekur helzt að sér þau höröu störf, sem minnst á her? Hvers hönd, sem lítil laun fcer greitt, en leggst til hvíldar jafnan þreytt? Hvers hönd er það, sem hjálpar þeim, sem hjálparlausir koma í heim? Hvers hönd, sem vaggar vöggu hljótt, er vinir allir sofa rótt? Hvers hönd, sem grœðir hjartasár? Hvers hönd, sem þerrar barnsins tár? Hvers hönd er þaS, sem hefur þrótt aS hjúkra bœSi dag og nótt? Hvers hönd, sem reisir hníginn mann? Hvers hönd, sem jafnan bjargráS kann? Hvers hönd, sem þolir erfiS ár, þótt einatt verSi þreytt og sár? Hvers hönd, sem aldrei hlífir sér? Hvers hönd er þaS, sem liprust er? Hvers hönd, svo fús aS þjóna og þjázt? Sjá, þaS er heilög móSurást. Pétur Sigurðsson. Hálfvelgja I öllum málum er hálfvelgjan and- styggileg. Sá hópur manna er ekki fá- mennur, sem þykist vilja leggja gott til bindindismála, en er þó óheill í þeim efnum. Þar eru aldrei hreinar línur, aldrei skírir litir, allt loðið og hálfgert. Þar er talað um skaðsemi, sem ,,of- neyzla“ hafi í för með sér, en ekki sagt hreint út, áfengisneyzla. Og svo er alltaf stagast á ,,hófsemd“, og vínnautn í ,,óhófi“. Oft eru það vænir menn, sem þannig mæla, en næst liggur við að halda, að þeir tali í hugsunarleysi og samkvæmt einhverri flokkslínu. Sjáið nú til! Á ís- landi hafa verið til margar embættis- manna fjölskyldur, sem hafa haft áfengi um hönd án þess að ofneyzla geti heitið, á máli þessara hófdrykkjuhollvina, en mörg af börnum þessara fjölskyldna hafa lært af feðrum sínum að drekka og stigið feti framar, orðið ofdrykkju- menn og auðnuleysingjar, og stundum lið fram af lið. Þegar eg var unglingur, var mér kunnugt um mann, sem hafði áfengi all- mikið um hönd. Sumar dætur hans drápu sig á eiturnautnum, og sonur hans drakk sig í hel. Svo hafa og börn þess- ara systkina verið á glapstigum af sömu ástæðum. Eg get, hve nær sem er, talið

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.