Eining - 01.01.1953, Page 3

Eining - 01.01.1953, Page 3
EINING 3 í •v V r * t P fo ai'ióarfor 1 fyrsta þætti ferðasögu minnar, er birtist í jólablaði Einingar, lauk eg máli mínu þar, sem eg var tekinn að segja frá því helzta, er eg sá í París, en það var miklu minna, en eg gat óskað mér. Ymsar gamlar bókaskruddur eru mjög í hávegum hafðar á vorri öld, og eru þær oft þess maklegar. En hvað skal þá segja um ýmsar hinar miklu og heimsfrægu kirkjubyggingar frá fyrri öldum, sem eru, ekki aðeins frá- bær afrek í byggingarlist, heldur einnig heil biblíusaga og saga kynslóða meitl- uð og steypt í stein, eins og t. d. hin mikla frúarkirkja (Notre Dame) í París? Eg eyddi nokkrum klukkustund- um í að skoða þessa kirkju, og varð það þó flaustursverk. A framgafli kirkjunnar eru þrjú víð og há hlið, og yfir hvoru þeirra er rishá hvelfing. I hvelfingum þessum eru þétt- ar raðir listaverka, eins og sjá má á mynd þeirri, er fylgir þessari grein. — Söfnuðurinn, sem upphaflega sótti þetta volduga guðshús, var ýmist illa læs eða ekki læs, og til hans áttu því steinarnir að tala. I listaverkum kirkjunnar lásu ólæsir menn þá kenningu, sem þar er túlkuð. Til dæmis má greinilega lesa í miðri hvelfingunni yfir einum kirkju- dyrunum flokkun hinna réttlátu og ranglátu. Þar standa þeir, höfuðengill- inn Mikael og hinn gamli Satan með vog á milli sín. Þeir eru að vega verk mannanna. Báðir eru búnir að fá þrif- legan hóp í sinn dilk, og glottir Satan og er hinn kampakátasti. Fyrir framan MYNDIRNAR: — Efst til liægri: Notre Dame. — Neðst til vinstri: Gröf Napoleons.— Neðst til hægri: í neðstu röð þessarar útidyrahvelfingar kirkjunnar eru forfeður Maríu móður Jesú. í miðröðinni er upprisa liennar, og efst krýning hennar. fylkinguna, sem honum tilheyrir, er strengdur kaðall, í annan endann held- ur púki, sem er í fararbroddi fylkingar- innar, en í hinn endann púki, sem rek- ur á eftir. Þeir virðast vera í góðu skapi, og þeir sem hlaupið hafa á þeirra snæri, virðast vera allstæðilegt fólk, holdugar frúr og menn á ýmsum aldri. Þarna átti söfnuðurinn að sjá, hvort hlut- skiptið skyldi velja. Notre Dame er talin vera ein af merkustu miðaldakirkjum Norðurálf- unnar. Hún er reist á árunum 1163 til 1330, en við hana var þó gert allmikið á 19. öld. Bolur kirkjunnar er 130 metrar á lengd, 48 metrar á breidd og 35 metra hár. Þar rúmast 9000 manns. Aðalturnarnir tveir eru 69 metra háir, en hæsta turnstöngin er 90 metrar frá jörðu. Að innan skiptist kirkjan í þrjár aðal- deildir, miðskipið og hliðarskipin tvö, en hvoru þeirra fylgja sjö kapellur. — Birtan er fremur dauf, en þægileg, frá hinum miklu rósmáluðu gluggum, sem eru einstök listaverk. Súlurnar, sem að- greina hin þrjú skip kirkjunnar eru Louvre-höllin. Frá Notre-Dame er aðeins stuttur spölur til hallarinnar miklu, Du Louvre (framborið: Lúr). Hún er talin vera umfangsmesta höll heimsins, tekur yfir 17 hektara. Hún var heldur ekki gerð á einum degi, en í raun og veru á 330 margar og voldugar, og yfirleitt finnst gesti miklu fremur að hann sé staddur í ógnarmiklum furðuhelli, en í húsi. — Alls staðar eru listaverkin og öll segja þau sína sögu. Kirkjan er tröllaukið listaverkakerfi. I kirkju þessari hafa farið fram marg- ar háðtíðlegar athafnir, brúðkaup og krýningar konunga. Þar var Napóleon mikli krýndur og þar fór fram brúð- kaup hans. I jólablaði Einingar 1951 var sagt nokkuð frá því, hvernig kirkjan varð gerð að musteri skynsemisdýrk- unarinnar í byltingunni miklu 1793— 95. En síðasta mikla athöfnin fór fram í Notre Dame 26. ágúst 1944. — Þá fögnuðu Frakkar miklum frelsisdegi og þökkuðu Guði sínum lausnina undan þyngsta okinu. '4

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.