Eining - 01.01.1953, Page 8

Eining - 01.01.1953, Page 8
8 EINING Merkisafmæli Framhald af 5. bls. og við önnur störf sín sýnt mikinn mann- dóm. — Ólafsfirðingar héldu henni fjölmennt samsæti, fluttu þar ræður og færðu henni gjafir sem þakklætisvott fyrir einstaka þjónustu. Séra Helgi Konráðsson fimmtugur. Eins og ýmissa annarra ágætismanna, sem Eining getur að þessu sinni, hefði undirritaður viljað hafa ráð á að birta lengra mál um séra Helga Konráðsson, en hér verður gert. Séra Helgi er maður, sem gott er að kynnast. Á heimili þeirra hjón- anna, frú Jóhönnu Þorsteinsdóttur og hans, hef eg átt hlýjar ánægjustundir, verið í eftirminnilegu og skemmtilegu ferðalagi með séi'a Helga, er við heimsóttum kirkj- urnar í Suður-Múlasýslu, og þekkt hann sem hið mesta ljúfmenni frá því fyrst eg kynntist honum, er hann var prestur á Bíldudal. Mín saga í þessum efnum er ekki einstök, það kom bezt í ljós, er séra Helgi átti fimmtugsafmæli 24. nóvember s. 1. — Hátt á annað hundrað manns heimsótti prófastshjónin við það tækifæri. Honum voru færðar veglegar gjafir, hann hylltur í ræðum ágætra manna og honum þakkað mikið og margvíslegt starf, og mikill fjöldi heillaskeyta barst honum auðvitað. Séra Helgi er Skagfirðingur, fæddur að Syðra-Vatni í Lýtingsstaðahreppi. Faðir hans Konráð og séra Jón á Mælifelli, fað- ir Magnúsar prófessors og Þorsteins rit- höfundar, voru bræður. Embættispróf tók séra Helgi árið 1928. Fyrstu prestsskapar árin sat hann á Bíldudal, þar næst að Höskuldsstöðum á Skagaströnd, en 1934 gerðist hann sóknarprestur á Sauðárkróki. Þar hafa vinsældir hans orðið miklar. — Hann er áhugasamur og snjall klerkur, bókamaður mikill og á ágætt bókasafn, en í sambandi við bókasafn Skagfirðinga hef- ur hann unnið hið mesta afrek, sem er líka metið og vel þakkað. Hann hefur ver- ið skólastjóri gagnfræðaskólans á Sauðár- króki frá stofnun hans. Hann er góður fræðari og vinur ungmenna. Hann er skáld og hefur ritað allmargt bæði í bundnu og óbundnu máli, þar á meðal mikla bók um listamanninn Thorvaldsen. En hvað þýðir að telja upp ýms starfsatriði slíkra manna. Það sem mest er um vert verður aldrei talið, árangurinn af því starfi, sem unnið er í kyrrð og ró, í bæn til Guðs og góð- hug til allra manna, þetta daglega og þrot- lausa þjónustustarf. Séra Helgi er góður liðsmaður stúkunn- ar á Sauðárkróki. Hjartans þakkir vil eg færa þeim hjón- unum fyrir elskulega viðkynningu, og óska þeim farsældar og guðsblessunar í hví- vetna. Karl Karlsson átti sextugsafmæli 28. janúar 1952, en því miður fór það framhjá Einingu, en Karl átti það skilið, að blaðið minntist hans. Hvert sæti, er hann skipar er vel mannað. Hann er þrekmenni, en sameinar ágætlega góðleik, snerpu, alvöru og viljafestu, kátínu og karlmennsku og drenglyndi. — Hann er slíkur félagi og liðsmaður í sveit Góð- templara, að hans líka þyrftum við að eiga sem flesta. Karli er hægt að treysta, hann er hreinn og beinn og heilsteyptur. í hon- um verða engin svik fundin gagnvart því málefni, sem hann leggur lið. Bindindi er hans mikla áhugamál, hið sama er að segja um verklýðshreyfinguna og Sjómannafé- lag Reykjavíkur. Karl Karlsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Ungur tók hann að stunda sjó- sókn, fyrst á skútum og svo á togurum, en á þeim var hann um 16 ára skeið. Eftir 27 ára sjómannastarf gerðist hann starfs- maður við Reykjavíkurhöfn, hefur verið þar afgreiðslumaður við vatnssölu síðan 1940. Hann á orðið sína merkilegu sögu og kann frá ýmsu markverðu að segja. En mesta afrek hans er þó að koma upp, ásamt sinni ágætu konu, Guðrúnu Ólafsdóttur, níu börnum, og það gerði Karl vel, eins og allt sem hann gerir. Guðrúnu missti hann árið 1934, en kvæntist aftur 1950 Margréti Þórðardóttur. Karl er enn í blóma lífsins. Hann er glaður og reifur og gengur rösklega að verki, hvort heldur hann stjórnar stúku- fundi eða sinnir öðrum störfum. Það er því of snemmt að skrifa ævisögu hans. Endist honum sem lengst aldur til þess að leggja góðum málefnum lið, því að það munar drjúgum um liann, hvar í fylking-sem hann stendur. Barnastúkan Björk 25 úra. Barnastúkan Björk í Stykkishólmi var 25 ára 19. nóvember síðastl. í stúkunni eru nú 200 félagar og eru margir þeirra komnir yfir tvítugsaldur. Barnastúkan Björk hef- ur verið sérlega farsæl, notið leiðsagnar ágætra gæzlumanna, haldizt óvenjudega vel á félögum sínum, og unnið mikið og gott starf. Um 15 ára skeið naut hún forustu Stefáns Jónssonar, námstjóra, sem þá var skólastjóri í Stykkishólmi. Það leyndi sér ekki að forustan var góð. Þegar ritstjóri Einingar ferðaðist um landið og heimsótti stúkur hér og þar, var barnastúkan Björk í Stykkishólmi ein hinna alh'a álitlegustu. Á fundum hennar ríkti góður andi og stjórnsemi. Enginn, sem þekkir Árna Helgason, nú- verandi gæzlumann stúkunnar, og hans ágætu hæfileika til slíkrar forustu, efast um að stúkunni sé þar vel borgið. Allir eiga gæzslumenn hennar skylið þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf. Séra Jóhann Kr. Briem sjötugur. Einn þeirra ágætu bindindismanna, er ný- lega hafa átt merkisafmæli, og Eining vill gjarnan minnast, er séra Jóhann Kr. Briem. Hann er maður svo grandvar og traustur, að liðveizla hans er hverju góðu málefni mikill styrkur. Hann hefur tekið þátt í starfi Reglunnar, þegar þess hefur verið nokkur kostur, en hið bezta er, að hann er slíkur skapgerðarmaður, að hann bregst engu því, er hann liðsinnir, og auðvitað málstað bindindisins ekki heldur. Hann er heill og öruggt vitni sannleikans. Séra Jónhann Kr. Briem er fæddur og uppalinn í Hruna í Árnessýslu. Hann vígð- ist til Melstaðarprestakalls 28. júní 1912 og hefur gegnt prestsskap þar í 40 ár. — Kvæntur er hann Ingibjörgu ísaksdóttur frá Eyrarbakka, ágætis konu, og eiga þau hjónin fjögur uppkomin börn. Heimili þeirra hefur verið fyrirmyndarheimili. — Það er við þjóðbraut og þar hefur margan gest borið að garði. Séra Jóhann er góður kennimaður, skyldurækinn og vökull. Hann hefur unn- að sönglífi og unnið því, eins og líka sveita- málum margvíslega. Þegar allir embættis- menn landsins reynast bindindi og mann- kostum jafntrúir og séra Jóhann; þá er þjóð okkar borgið.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.