Eining - 01.07.1953, Qupperneq 1
11. árg.
Reykjavík, júlí—ágúst 1953
7.-8. tbl.
Nítjánda norræna bindindisþingið
Ávarp formanns undirbúningsnefndar; Brynleifs Tobíassonar; yfirkennara
Brynleifur Tobiasson.
Samtök bindindismanna á Norður-
löndum hófust fyrir nærfellt 60 árum.
Arið 1895 var fyrsta norræna þingið
um bindindismál haldið í höfuðborg
Noregs. Upp frá því hafa norrænar ráð-
stefnur um bindindismál verið haldnar
á öllum Norðurlöndum nema fslandi.
Það er nú í fyrsta sinni, sem íslenzkir
bindindismenn njóta þeirrar ánægju, að
bjóða samherja sína annars staðar á
Norðurlöndum velkomna til samstarfs
nokkra daga hér heima. Þingin norrænu
hafa verið haldin í höfuðborgum Nor-
egs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finn-
lands, og auk þess í Dorpat (Tartu) í
Eistlandi. Sóttu Eistur og Lettar um
hríð norrænu bindindismálaþingin. —
Sá, sem þessar línur ritar, á góðar minn-
ingar um samvinnu frá mörgum þing-
um. Norrænu bindindissamtökin hafa
fært út kvíarnar jafnt og þétt. Fleiri og
fleiri stéttir hafa efnt til samvinnu sín á
milli um bindindi. Má meðal þeirra
nefna kennara, presta, stúdenta, konur,
bílstjóra, verkamenn. Enn fremur er
um að ræða samstarf lækna og annarra
þeirra, sem láta sér annt um áfengis-
varnir og lækningar við áfengissýki. —
Að þessu sinni gætir ekki jafn mikið
þessarar samvinnu og stundum áður,
vegna þess að erfitt er um sókn til þessa
afskekkta lands, og koma því ekki nærri
allir, sem vildu, því við, að sækja nor-
ræna bindindisþingið hingað. Það hefur
jafnan þótt mikill viðburður, er norrænu
þingin hafa verið haldin. Brugðið hafa
þau birtu yfir mörg vandamál á sviði
bindindis og áfengisvarna, vakið áhuga
á bindindismálunum og aukið kynningu
þeirra, sem vinna að sameiginlegu tak-
marki. Það hefur auðveldað þeim að
vinna af sameiginlegum kröftum. —
Bindindishreyfingunni á Islandi mun
vissulega vaxa þróttur við komu sam-
herjanna austan yfir hafið. Margir gáf-
uðustu, lærðustu og áhugamestu for-
ingjar á sviði bindindismálanna sækja
okkur heim í sumar. Gefst oss þannig
gott tækifæri að læra margt af vorum
góðu gestum. Hagnýtum það sem bezt,
og efast ég eigi um, að hinir norrænu
vinir vorir muni orka fast á oss til auk-
innar starfsemi. Vér hlökkum til þess
að stofna til samtaka ýmissa stétta og
stofnana og tengja þau við starfsemi
bræðra vorra á Norðurlöndum austan
Islandshafs.
Samherjar vorir aðkomnir koma ekki
einungis til þinghalds. — Þeir hlakka
einnig til að sjá vort stórbrotna land
og ferðast til Þingvalla, Geysis og Gull-
foss. Er hér því einnig um landkynningu
að ræða. Um 230 gestir, er flestir eða
allir hafa aldrei komið hingað, sækja
oss nú heim, og miklu fleiri vildu koma,
en farkostur var ekki nægur fyrir hendi,
og verða því margir að sitja heima, er
þráðu að sjá land vort og kynnast þjóð
vorri.
Vér vonum, að gestir vorir verði ekki
fyrir vonbrigðum, og að vér sjálfir verð-
um þess megnugir að hagnýta þennan
einstæða atburð í bindindismálasögu
vorri til eflingar og örvunar bindindis-
hreyfingunni meðal þjóðar vorrar.
Leggjum oss alla fram, íslenzkir bind-
indismenn, að gera gestum vorum vist-
ina hér þessa fáu þingdaga sem ánægju-
legasta, ekki með óhófi og veizluhöld-
um, heldur með þeirri alúð og menntun
hjartans, sem vermir hug og gefur
„sumar innra fyrir andann“.