Eining - 01.07.1953, Side 3

Eining - 01.07.1953, Side 3
EINING 3 tt Ávarp stórtemplars, . Björns Magnússonar, prófessors Árið 1953 er merkisár í sögu bind- indishreyfingarinnar á Islandi. Þá er í fyrsta sinn efnt til norræns bindindis- þings á landi hér, og samstarfsmenn vorir um bindindismálið flykkjast hing- að hundruðum saman frá frændþjóðum \ vorum. Vér góðtemplarar, sem hingað til höfum að mestu leyti staðið einir í baráttunni fyrir útrýmingu áfengisneyzlu og áfengisverzlunar á íslandi, fögnum þessum vinum vorum hjartanlega og er- um þess fullvissir, að koma þeirra hing- að til vor, og hið fjölmenna og virðulega þing, sem hér verður háð, muni verða til þess að efla baráttuþrek vort, færa oss nýjan liðstyrk með auknum samtök- V um með þjóð vorri um bindindismálið, og staðfesta það augsýnilega fyrir al- þjóð, að vér stöndum ekki einir upp, heldur erum studdir fjölmennum og öfl- ugum samtökum bindindismanna meðal allra norrænna þjóða, eins og raunar um heim allan. Góðtemplarareglan hefur verið að ^ mestu ein um baráttuna fyrir albind- indi og útrýmingu áfengisverzlunar á Islandi hingað til, allt frá því hún flutt- ist fyrst hingað til lands árið 1884. — Áður hafði að vísu verið unnið ötullega að bindindismálum af einstökum braut- ryðjöndum, og einstaka bindindisfélög verið starfandi, en flest átt sér stuttan aldur. Síðan hafa að vísu nokkur félög ^ eða félagasambönd haft bindindi á stefnuskrá sinni, en hjá þeim flestum hefur það verið aukaatriði, og ekki ætíð stranglega fram fylgt, nema hjá bind- indisfélögum í skólum, en þau hafa ekki enn náð að verða eins öflugur þátttak- andi í baráttunni og æskulegt hefði ver- ið. Það er nú von vor, að hið norræna bindindisþing verði til að efla bindindis- v \ samtökin meðal ýmissa stétta þjóðfé- lagsins, og að vér hljótum margvíslega fræðslu og uppörvun í starfi voru af Gagnfræðaskóli Austurbæjar, — fundar- staður 19. norræna bindindisþingsins. — þeim fyrirlestrum og umræðum, sem fram fara á þinginu. Islenzkir bindindismenn áttu því láni að fagna, að fá því framgengt fyrstir meðal allra þjóða, að setja á algert framleiðslu-, aðflutnings- og sölubann á áfengi í landi sínu. Því miður hefur því banni verið aftur að mestu hrundið, m. a. iyrir þvingunaraðgerðir af hálfu erlendrar vínframleiðsluþjóðar. Þó er enn í gildi á íslandi algert bann við framleiðslu áfengra drykkja, og hefur verið svo það sem af er þessari öld, og enginn má flytja inn eða selja áfengi nema ríkið. Lögum samkvæmt er heim- ilt að veita einu veitingahúsi á land- inu að veita áfengi, en sú heimild hefur ekki verið notuð frá síðustu áramótum, og frá sama tíma hefur verið tekið fyrir að veita einstökum félögum undanþágu til að hafa vínveitingar á samkomum sínum, sem allmjög hafði tíðkazt um hríð, og að vísu með stoð í Iögum. Að vísu eigum vér enga tryggingu fyrir því, að slíkar lagaheimildir verði ekki not- aðar að nýju, en vér fögnum því, sem fengið er, meðan þess nýtur. Samkvæmt lögum þar um hefur nýlega verið sam- þykkt lokun útsölustaða í tveim kaup- stöðum landsins af sex, þar sem áfengis- útsölur hafa verið, og von er um, að fleiri útsölum verið lokað. Tilraun til breytinga á áfengislögunum, sem fól í sér m. a. leyfi til framleiðslu og sölu á sterku öli og fjölgun veitingaleyfa til veitingahúsa, var hrundið á síðasta al- þingi, enda mætti sú tilraun sterkri and- spyrnu, bæði frá bindindissamtökunum og fjölda landsmanna. Islenzkir góðtemplarar geta þannig hrósað allmiklum árangri í starfi sínu, og þakkað góðan stuðning, sem þeir hafa fengið bæði frá mörgum ein- staklingum og ýmsum stærri félagasam- tökum meðal þjóðarinnar. En þeim er Ijóst, að ekki má sofa á verðinum, eða lina á baráttunni fyrir útrýmingu áfeng- isins. Góðtemplarareglan á Islandi stefn- ir að því, að ná aftur því marki, sem hún hafði náð með setningu hinna fyrstu áfengisbannlaga, og hún nýtur í þeirri baráttu stuðnings fjölda margra hugsandi manna, er sjá þær geigvæn- legu hættur, er stafa af áfengissölunni. Hún vonar, að hið norræna bindindis- þing, sem nú heimsækir þjóð vora, verði henni til mikils styrks í þeirri baráttu, og að þau rök, sem þar verða lögð fram fyrir albindindi, verði þungvæg rök- semd í bannbaráttunni. Þótt þegar hafi verið hrundið hörðum áhlaupum and- stæðinganna, er oss vel ljóst, að þar með er þeim ekki lokið, heldur má bú- ast við nýjum og nýjum tilraunum til að brjóta skörð í þann múr, sem enn stendur gegn áfengisflóðinu. — Þá er mikils virði, að vita sig ekki standa ein- an, heldur eru samherjar vorir meðal bræðraþjóðanna, sem einnig heyja sína baráttu, og koma nú hingað til vor til að ljá oss hvatningu og nýjan styrk. Góðtemplarareglan á íslandi býður alla samherjana velkomna, til starfa og baráttu, til kynningar og tengingar vin- áttubanda, til að njóta með oss íslend- ingum fegurðar og stórbrotinnar nátt- úru vors norðlæga lands. Sérstaklega býður hún velkomna reglubræðurna og systurnar frá hinum Norðurlöndunum, og lætur þá ósk í ljós, að bræðralagi góðtemplara megi aukast þróttur og gróðrarmagn af heimsókninni. — Megi XIX. norræna bindindisþingið verða mikill og merkur þáttur í bindindisstarf- inu á íslandi, og gestum vorum aukast trú og sigurþrek af komu sinni til vor. Guð blessi bindindisstarfið á Norður- löndum og um heim allan. Gjafir og greiðsla til blaðsins. Magnús Guðmundsson, Vesturhúsum, Vestmannaeyjum, 100 krónur, Þórarinn Magnússon, skósmiður, Eeykjavík, 50 kr. og N. N. 500 krónur. Tryggvi Sigmunds- son, Ytra-Hóli, Öngulstaðahr., Eyjafirði, 50 kr., Guðmundur Jónsson, Selfossi, 50 kr., Runólfur Runólfsson, Reykjavík, 50 kr., Guðjón Magnússon, Hafnarfirði, 50 kr. — Beztu þakkir. Pétur Sigurðsson. 1

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.