Eining - 01.07.1953, Blaðsíða 5

Eining - 01.07.1953, Blaðsíða 5
EINING 5 Séra Kristinn Stefánsson, fyrrv. stórtemplar: Norræn sambnð „Vér heilsum ykkur hér í Islands nafni, og holl og trygg eru okkar kveðjumál. Vor forna tunga á auð af góSum orðum, og uppruninn hann tengir þjóð við þjóð. Vor forna saga er cettfróð enn sem j forðum. I ceðum okkar rennur trœnda blóð“. Sambúð norrænna þjóða hefur frá upphafi vega mótast af tvennu, eins og sagan sýnir: Annars vegar af því, að „frændur eru frændum verstir“, og hins vegar af því, að vér höfum fundið, að ,,í æðum okkar rennur frænda blóð“. Hér skal sú saga ekki rakin, en víst er * það, að ýmsir eiga þar högg í annars garði, og tjáir eigi um að sakast. Vík- ingslundin var oss norrænum mönnum gefin í vöggugjöf, og hefur misjafnlega verið með farið niður aldimar. En liðn- ir eru nú þeir tímar, er þjóðunum stend- ur ógn og ótti hver af annarri. Vér virð- um frelsið norrænir menn, og metum þjóðernið, hvort sem það er finnskt eða * sænskt, norskt eða danskt eða íslenzkt. 1 æðum okkar rennur frændablóð. Vér erum greinar á sama stofni. Tungan, sagan og frændsemin tengja oss sterk- um böndum, er aldrei geta brostið, en hljóta að styrkjast því meir sem fram líða stundir. Islendingar hafa frá öndverðu haft sérstöðu meðal norrænu þjóðanna * vegna legu landsins ,,úti við Dumbs- hafið kalda“. Öldum saman var þjóðin einangruð og samskipti hennar við frændþjóðirnar mjög takmörkuð. Á tímabili hins frjálsa þjóðríkis á íslandi, fram til ársins 1262, voru þó oft all- miklar samgöngur við Norðurlöndin. — Islenzkir höfðingjasynir og fleiri ungir ^ efnismenn fóru utan og leituðu sér fjár ' og frama hjá norrænum konungum og höfðingjum. Gátu margir sér góðan orðstírr. Útþráin brann þeim í brjósti. Fóru sumir víða um lönd, gerðust jafn- vel væringjar í Miklagarði suður. En heim til íslands lá leiðin aftur, á þeim hug þeirra varð eigi brigð. Þann veg héldust stöðugt tengsl milli Islendinga og annarra norrænna þjóða, einkum frænda vorra Norðmanna, enda var ná- inn skyldleiki og sifjabönd milli ýmissa íslenzkra höfðingjaætta og norskra stór- menna. Eftir 1262, þegar þjóðfrelsi var undir lok liðið, varð sambúð Islendinga við frændþjóðirnar með öðrum hætti. — Urðum vér þá að hlíta í einu og öllu boði og banni yfirdrottnara vorra, fyrst Norðmanna um skeið og síðan Dana. Var þá sjaldnast spurt um vilja íslend- inga né hvað oss hentaði bezt. Sam- band vort við Norðurlöndin varð nú lítið, nema helzt við Dani. — Is- lenzkir menntamenn fór til Kaup- mannahafnar og luku embættisprófi við háskólann þar, sem einnig varð háskóli íslands. Nutu Islendingar þar að sjálf- sögðu sama réttar og Danir, þar sem ísland var hluti danska ríkisins. Þegar líða tekur á 18. öldina vex óðfluga þekking Islendinga á frænd- þjóðunum. Mörgum höfuð-ritum nor- rænna skálda og rithöfunda er þá snar- að á íslenzku og tekur þjóðin þeim af miklum fegins hug. Sambúð þjóðanna byggist að lang mestu leyti á bókmennt- unum og má með sanni segja, að um andlega sambúð og samskipti hafi að- eins verið að ræða, milli Islands og frændþjóðanna frá því og fram á þessa öld, þegar undan eru skilin stjórnmála- viðskipti Dana og íslendinga. Þegar Islendingar verða frjáls og full- valda þjóð, skapast ný viðhorf, og kem- ur margt til. Islendingar koma þá fram sem sjálfstæður og fullgildur aðili í öllu samstarfi við frændþjóðirnar og þátt- taka þeirra fer stöðugt vaxandi. Sam- hliða þessu er einangrunin rofin. — Ný samgöngutæki, flugvélarnar, koma til sögunnar, og rjúfa þær fjarlægðina í einni svipan og Island verður í þjóð- Séra Kristinn Stefánsson. braut. Ungir menntamenn fara enn utan og nema við háskóla hinna Norður- landanna og stúdentar frá þeim sækja Háskóla Islands. Norræn samvinna og samstarf verður víðtækara með hverju árinu, sem líður. Norrænu félögin hafa unnið hér heillaríkt starf og orðið mikið ágengt í því að auka bróðurhug, samúð og skilning milli þjóðanna allra. Hjá sameinuðu þjóðunum hafa Norðurlönd- in staðið saman og komið yfirleitt fram þar sem ein heild. Þing stétta og félaga eru haldin til skiptis í löndunum o.s.frv. Allt þetta, og margt fleira, stuðlar að því að auka vináttu milli þjóðanna og samheldni og dýpka þann skilning, að oss beri að standa saman sem frændur, efla samskipti vor og viðskipti og skera úr deilumálum vorum þann veg, að vér vöxum af og verðum betri frændur eftir. Norræna bindindisþingið, sem að þessu sinni er háð í Reykjavík, á að styrkja vináttuböndin enn betur. Sú er ósk og von vor Islendinga. Um bindindismálið höfum vér lengi átt gott samstarf við hin Norðurlöndin, og nú fögnum vér því að fá tækifæri til að taka á móti fjölmennum hópi bindindismanna frá hinum Norðurlönd- unum öllum, og þar á meðal ýmsum af Framhald á bls. 7.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.