Eining - 01.07.1953, Síða 14
14
EINING
f
Hólar i Hmltadal.
mikla og dugandi þjóð. — Það agar
strangt, en á þó líka til hjartaheita móð-
urblíðu. Mest hætta stafar þjóðinni frá
alls konar innfluttu skaðræði: óholl-
um og skaðvænum öfgastefnum, spilltri
tízku, kveifarlegum lifnaðarháttum,
hégómlegum siðvenjum, eitruðum
nautnalyfjum og alls konar æsimáli.
Gegn mörgu af þessu þarf sterka land-
vöm, og verstu vágestina þarf að gera
landræka. Þar er fremst í röð áfengið.
Gestimir okkar, sem heimsækja fsland
til þess að sitja hér norræna bindindis-
þingið, eru samherjar okkar í því heil-
aga stríði. Heilagt má það kallast, því
þar er um að ræða vörn þess, sem þjóð-
inni er dýrmætast, það er æskulýður
landsins og helgidómur fjölskyldulífs-
ins — heimilið. 1 slíkri vöm og öllu því
menningarstarfi, sem til þjóðarheilla
horfir, á endurvakin og nærð ættjarðar-
ást að vera máttugur aflgjafi. Það sem
við elskum metum við mest, og þess
hag eflum við sem bezt. Það er því hollt
hverju barni landsins, ekki aðeins að
hrífast af undursamlegri fegurð þess,
heldur einnig að kunna sem mest af
fegurstu ættjarðarljóðunum og syngja
af lífi og sál:
,,Island ögrum skoriS,
eg vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig,
fyrir skikkan skaparans.
Vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans“.
Þannig hafa þeir blessað fóstur-
landið, sem farið hafa víðast og átt þess
beztan kost að gera samanburð á lönd-
um og þjóðum. Þeir hafa jafnan sung-
ið því fegursta ástaróðinn. Þess skulum
við minnugir vera. P. S.
Bannmaðurinn
John Wesley
Bannmenn nútímans þurfa ekki að
skammast sín fyrir samherja sína fyrr
og síðar. Eining hefur áður minnt á
hina Sitóru anda þjóðanna, eins og
Gandhi, Kagawa, Lincoln, Bernard
Shaw og fleiri. Jón biskup Árnason í
Skálholti er talinn einn af merkustu
biskupum landsins, en það var hann,
sem fyrstur manna hér á landi, og þótt
víðar væri leitað, lagði fram fyrir stjóm
landsins bænaskrá um algert áfengis-
bann á íslandi. Þetta var 1733.
John Wesley er talinn mesti siðbótar- /
maður Englendinga á 18. öldinni. Hann
lagði mjög að forsætisráðherra Eng-
lands, William Pitt, að banna alla
áfengisverzlun í landinu. Hann skrifaði
ráðherranum 6. september 1784 á
þessa leið:
,,Ef þér vilduð beita áhrifum yðar til
þess að bannað yrði að framleiða áfengi,
munduð þér vinna þjóðinni meira gagn f
en nokkur annar ráðherra hennar á
þessari öld. Allir þjóðhollir menn mundu
vegsama nafn yðar meðan þjóðin er
við lýði. En öllu þessu er þó meira það,
að langt um tignari konungur en Georg
III mundi segja við yður: ,,Vel hefur
þú gert, góði og trúi þjónn“.
John Wesley, upphafsmaður Meþó-
distakirkjunnar, trúði öllum mönnum 4
fremur á eflingu siðgæðisþroska hvers
einstaklings, en samt duldist honum
ekki, að algert bann var eina ráðið til
þess að útrýma mesta áfengisbölinu. —
Meþódistakirkjan er enn í dag einna
harðsnúnust allra kirkjudeilda gegn
áfengisbölinu og fylgir bannhugsjóninni
eindregið. Þannig er það um flesta {
menn, sem finna nægilega til ábyrgðar
og leiðast af þeim góða anda, sem ætlast
til þess, að hver maður gæti einnig
bróður síns.
Reykjandi mannkyn
Samkvæmt blaðinu New York Times
i1
reyktu Bandaríkjamenn 2,700 sígarettur á
mann árið 1952. Þegar þess er gætt, að
börn reykja ekki, og ekki heldur mikill
fjöldi manna, þá sést á þessari meðaltals-
tölu, hve óskapleg sígarettuneyzla þeirra
er, sem reykja.
Undarlegar mannverur, sem vilja láta
lífið fyrir frelsi, en gerast þó þrælar ails
konar skaðnautna. + f
Templarahöllin, Fríkirkjuvegur 11,
Reykjavík.
5'