Eining - 01.07.1953, Qupperneq 16
16
EINING
*
Nerkilegt mót í Stokkhólmi
Dagana 9.—12. apríl s. 1. var fjöl-
mennur hópur sænskra bindindismanna
saman kominn í Medborgarhuset í
Stokkhólmi, til þess að heyja 17. lands-
mót allra bindindissamtaka Svíþjóðar
(Sveriges Nykterhetsvenners Landsför-
bund) .1 Svíþjóð er fjöldi bindindisfélaga
og bindindissamtaka, en fjölmennust af
þeim eru Góðtemplarareglan. Alls munu
hafa verið mættir hátt á þriðja hundrað
fulltrúar víðsvegar að. Til þessa móts
hafði verið boðið fulltrúum frá öllum
Norðurlöndum og voru þarna mættir
tveir fulltrúar frá hverju Norðurland-
anna, þrír voru þó frá Noregi. Með því
að undirritaður var staddur í Svíþjóð
um þessar mundir, varð það að ráði, að
eg mætti þarna fyrir Stórstúku íslands,
og var eg eini fulltrúinn frá Islandi.
Það er skjótt af að segja, að þetta
var hið merkilegasta og lærdómsríkasta
mót. Eg dáðist að þeirri einingu, sem
þarna var ríkjandi milli hinna einstöku
og ólíku samtaka. Slík eining meðal allra
bindindisafla þjóðarinnar er til fyrir-
myndar. Þarna voru mjög skiptar skoð-
anir og mjög heitar umræður, en alltaf
virðulegar og mótaðar af siðferðilegri
alvöru.
Mótið var sett í Medborgarhuset kl.
10 árd. fimmtudaginn 9. apríl. Fyrir
stafni í hinum mikla samkomusal voru
fánar allra Norðurlandanna. Dómpró-
fastur, Nils Karlström, flutti stutta pré-
dikun, en á undan var sungið: „Vor
guð er borg á bjargi traust“. Því næst
V estmannaeyjar.
var mótið sett af formanni landssam-
bandsins, dr. fil. Erik Englund. En því
næst hófust fundarstörf. Fyrsti fundar-
stjóri var Ruben Wagnsson, landsstjóri
í Kalmar, núverandi hátemplar, og
stjórnaði hann fundum af miklum skör-
ungsskap og prúðmennsku. Þessi erindi
voru flutt á mótinu m. a.:
Fil. lic. Áke Elmér talaði um höfuð-
línurnar í tillögum áfengislaganefndar-
innar sænsku.
Dr. fil. Erik Englund talaði um ástæð-
urnar fyrir því, að nefndin leggur til
að skömmtunarkerfi það, sem kennt er
við Bratt, verði afnumið. Ríkisdagsmað-
ur Gunnar Engkvist talaði um hækk-
aðan áfengisskatt. Þá fluttu þeir stjóm-
arfulltrúi, Henrik Klackenberk og fram-
kvæmdastjóri pastor Joel Kullgren er-
indi, sem var eins konar svar við erindi
dr. Englunds, en út af því risu mestar
og heitastar umræður. Dr. Erik Englund
og hans fylgismenn, sem voru í meiri
hluta, héldu því fram, að alla þá tíð
sem Brattkerfið hefði verið framkvæmt
í landinu, en það er nú orðið 40 ára,
hefði ástandið verið að versna, og gæti
varla orðið verra. Það væri því sjálfsagt
að reyna nýjar leiðir. Þeir töldu að vísu
alveg víst, að ástandið myndi versna
í bili, en vonuðu hins vegar, að með
ýmsum hliðarráðstöfunum mætti ná
jafnvægi fljótlega aftur.
Klackenberg og hans fylgjendur
héldu því hins vegar fram, að það væri
ábyrgðarleysi að taka burtu þessa stíflu,
sem þjóðin hefði alizt upp við svo lengi,
og það vissi enginn, hvað við tæki. En
það væri víst, að ástandið myndi ekki
batna. Megin hlutinn af öllum umræð-
um mótsins snerust um þetta mikla hita-
mál, en svo fór þó, að landsmótið féllst
einróma á að leggja til, að Brattkerfið
væri numið úr gildi.
Klukkan 6 fyrsta mótsdaginn var f
sameiginlegur hádegisverður í hinum
mikla borðsal Medborgar-hússins. Þar
fluttu erlendu fulltrúarnir ávörp og tal-
aði eg fyrir hönd íslands. Þjóðsöngvar
allra Norðurlandanna voru sungnir á
eftir hverju ávarpi, en hljómsveit lék
undir. — Þar talaði einnig fram-
kvæmdastjóri alþjóðabindindissam-
bandsins, Mr. A. Tongue, sem mættur *
var á mótinu og fylgdist með öllum
störfum þess. Þarna fór einnig fram
söngur og hljómlist. Ruben Wagnsson
landsstjóri stjórnaði þessari virðulegu
samkomu af miklum skörungsskap.
Mörg fleiri framsöguerindi voru flutt
á landsmótinu og m. a. þessi: Valdimar
Svensson ríkisdagsmaður flutti erindi
um ölið og þá tillögu áfengislaganefnd- /
ar að Ieyfa bruggun sterks öls. Ut af
þessu erindi urðu miklar umræður, og
var allur þingheimur á einu máli um að
það væri stórt skref aftur á bak að leyfa
bruggun á sterku öli. Kennslukona, Rut
Axelsson, flutti snjallt erindi um menn-
ingaráhrif bindindishreyfingarinnar.
Ragnar Lund, kennslumálafulltrúi,
flutti ýtarlegt erindi um bindindisfræðslu f
og urðu um það erindi geysimiklar og
merkilegar umræður. Það var eftirtekt-
arvert, hve margir ungir menn komu
þá í ræðustólinn og kröfðust betri og
skipulegri fræðslu um þessi mál.
Þótt umræður væru yfirleitt miklar
og stæðu oft sleitulaust fleiri klukku-
tíma, voru þær ekki þreytandi. Bæði
var það, að allar ræður voru stuttar, og <
þó að mikill alvöruþungi hvíldi yfir
þeim, leyfðu menn sér þó að koma að
gamanyrðum, svo að allur þingheimur
hló.
Að lokum var samþykkt mjög ýtar-
leg stefnuyfirlýsing mótsins. Var þar
mörkuð stefnan í bindindispólitík næstu
fjögurra ára, því að landsmót þessi eru
haldin fjórða hvert ár. Hinar einstöku ^ f
\ greinar bindindissamtakanna halda svo
þing sín annað hvort ár. En í þessu
móti tóku þátt milli 30 og 40 félaga-
sambönd. Eg lét þess getið í ávarpi því,
sem eg flutti á mótinu, að eg dáðist
mest að þessari víðtæku samvinnu milli
allra bindindisafla þjóðarinnar og lét
þá ósk í ljós, að slík, víðtæk samvinna
mætti takast í öllum löndum heims.
Þarna voru saman komnir allir helztu
leiðtogar bindindismálanna í Svíþjóð,
fjöldi ríkisþingmanna, prestar, kennar-
ar, skólastjórar, forstjórar og yfirleitt
fólk af öllum stéttum þjóðfélagsins. —
I sænska þinginu eru nú um 150 fé-
lagsbundnir bindindismenn og þar af # 4
50 góðtemplarar. Þarna var líka fjöldi
annarra menntamanna af ýmsum stétt-
um.
f'