Eining - 01.07.1953, Blaðsíða 17
EINING
17
Aform Eisenhowers
Okkur erlendu fulltrúunum var tekið
af frábærri alúð, og við okkur leikið á
állan hátt. Ef rúm Einingar væri ekki
svo takmarkað, væri freistandi að segja
meira frá þessu ánægjulega og lærdóms-
ríka móti. En eg hvarf þaðan miklu
bjartsýnni en áður. Þarna er þróttmikið
forustustarf. Bindindishreyfingin í Sví-
þjóð er voldug þjóðarhreyfing, sem set-
ur svip sinn á menningu þjóðarinnar.
Margt af því ágæta fólki, sem eg kynnt-
ist þama, kemur til íslands nú í sumar
á norræna bindindisþingið og hyggur
gott til. Það er vonandi, að Sögueyjan
og þjóðin, sem þar býr, valdi þeim ekki
neinum vonbrigðum.
Hannes J. Magnússon.
Hungruð börn
1 ritstjómargrein Lögbergs, 2. apríl
^ 1953, er þess getið, að útvarpsfyrir-
lesari í Winnipeg, C. F. Greene, hafi
flutt erindi, sem hafi hlotið að vekja
mikla athygli manna. „Hann skýrði
meðal annars frá því“, segir þar, ,,að
46 milljónir bama hefðu notið aðhlynn-
ingar af hálfu þeirrar stofnunar samein-
uðu þjóðanna, er gengur undir nafninu
United Nations International Emer-
^ gency Fund. Af þessu má ljóslega ráða,
hve þörf slíkra mannúðarsamtaka var
afar brýn.
Mr. Greene lét þess ennfremur getið,
að um þessar mundir væm í heiminum
nálega 900 milljónir bama og unglinga
innan fimmtán ára aldurs, af þessari
tölu byggi helmingur unglinga við skort
en milljónir yrðu hungurmorða. Og ekki
^ býr nú tuttugasta öldin betur að börn-
um sínum en þetta, þrátt fyrir stærilæti
sitt og stolt.
Stærstu heildarframlögin í áminnstan
sjóð lagði Bandaríkjaþjóðin til, en mestu
upphæðirnar á mann vom frá íslandi,
Nýja Sjálandi, Ástralíu, Canada og
Svisslandi“.
Það skyggir vissulega á lífsgleði hinna
t J mörgu, er við góð kjör búa, og hafa
hjartað á réttum stað, að hugsa til hinna
mörgu barna, sem líða skort og deyja
úr hungri. Nokkur af kjörorðum hinnar
miklu siðferðisvakningar (MRA), sem
á tiltölulega fáum árum er orðin að and-
legu stórveldi í heiminum, eru þessi:
,,Ef allir láta sér nægilega annt um hag
^ annarra, og allir miðla sanngjamlega,
þá mun nægilega bætt úr þörfum allra
manna“, og ennfremur: „Nóg er til
fyrir þörf allra manna en ekki græðgi
allra manna“.
Meðan heimurinn er siðferðilega lam-
aður, rangsleitni ríkir og hjörtu manna
eru köld, verða þjáningar margra alltaf
^ g. miklar. Mannkynið þarf að snúa við af
helvegi inn á veg lífs og friðar, en það
er vegur Guðs, vegur andlegs þroska og
mannkærleika.
1 ritgerð í Readers Digest segir Stan-
ley High, að í öllum þeim orðaflaum,
sem streymt hafi um hinn nýkjöma for-
seta Bandaríkjanna, hafi lítið verið sagt
um þá hjartans ósk, er hann hafi lengi
alið heitasta í brjósti sér þjóð sinni til
handa, en hún lýsi þó betur en stjórnar-
hæfileikar hans og ráðsnilld, hvers kon-
ar mann þjóðin hafi kosið í forseta-
embættið. Ósk hans og áform bendi
fremur en allt stjórnmálastarf hans á
það, hvað gerast kunni í embættistíð
hans. Fremur öllum flokkssjónarmiðum
sé hann vígður hinum mikilvægustu
hugsjónum sínum, og það sé ósk hans
og áform, að þáttur hans verði þannig
skráður í sögu þjóðarinnar, að hann
einkennist fyrst og fremst af þjónustu
hans í þágu þessara hugsjóna.
Eisenhower, forseti Bandaríkjanna.
Þetta rótgróna hjartansmál forsetans
er ekkert feluatriði. Það er í raun og
vem rauði þráðurinn í öllum ræðum
hans, og það, sem hann oftast víkur að
í einkasamtölum við menn. I samræmi
við þessar hugsjónir velur hann og sam-
starfsmenn sína.
Hvað lífsskoðun og hjartans sann-
færingu áhrærir, gæti forsetinn því
fremur talizt „gamaldags“ en tízkubam,
eins og margar setningamar vitnuðu
um í kosningaræðum hans, eins og
„Honesty is the best policy“, — heiðar-
leikinn borgar sig bezt, „He that goes
a-borrowing, goes a-sorrowing“, — sá,
sem alltaf þarf að fá lán, hlýtur að bera
áhyggjur og smán. „A man is known
by the company he keeps“, — sýndu
mér hverja þú umgengst, og eg skal
segja þér, hver þú ert, „Birds of a
feather flock together“, — líkir sækja
líkan heim, „A penny saved is a penny
eamed“, — græddur er geymdur eyrir.
Þessar gömlu lífsreglur, segir þar,
hafa sjálfsagt ekki verið lífsmælikvarð-
inn í Washington né víðast hvar annars
staðar. En getur nokkur efast um, að
bezt færi þó á slíku?
Samkvæmt tíðarandanum gæti for-
setinn talizt dálítið sérstæður í því, sem
er honum mesta hjartansmál. Hann lét
oft orð falla um hinar sérstöku dygðir
foreldra sinna: hirðusemi, nýtni, heiðar-
leik, og hversu líf þeirra hefði mótast
af lestri heilagrar ritningar, hvemig
hann hefði setið við kné móður sinnar
og hlustað á frásögn hennar um Abra-
ham Lincoln, sem gekk nokkrar mílur
til þess að skila aftur fáeinum aurum,
sem einn viðskiptamaður hafði borgað
um of.
I hlutfalli við það, hversu þessar
„fornu dyggðir" hafi verið afræktar,
telur forsetinn ýmislegt það vera, sem
miður hefur farið í þjóðfélaginu. Hann
álítur, að meinsemdimar í stjórnarfar-
inu séu aðeins angi af sjúkdómseinkenn-
unum í öllu þjóðfélaginu. Hann telur
lækningu þess sjúkdóms bráða nauð-
syn, og að lækningin sé fólgin í róttækri
hugarfars- og lífsvenjubreytingu fólks-
ins. Slík breyting muni orka miklu á
fjárhag þjóðarinnar og stjórnarfar, þótt
ekki sé hún í sjálfu sér fjárhagslegs né
stjórnarfarslegs eðlis, heldur andlegs og
siðferðilegs eðlis.
Forsetinn lét þau orð falla eitt sinn í
kosningaræðu, að mönnum kynni að
finnast tal hans og óskir minna helzt á
prédikara, og segja mætti, að áform
hans væru prédikarans.
Það sem forsetinn óskar þjóð sinni
til handa, er endurvakin sú guðstrú og
lífsskoðun, sem vígir menn á ný hinum
kristilegu dyggðum og kristilegri hegð-
un. „Þessi er ósk hans“, segir í ritgerð-
inni, „fyrst og fremst sökum þess, að
hann er sjálfur trúhneigður maður, þó
að hann flíki því ekki og tali sjaldan
um sitt eigið trúarlíf. Ekki er vitað,
hversu hann iðkar bænalíf, en ráða má
af því, hversu hann talar hispurslaust
um mikilvægi bænarinnar, að hann sé
bænarinnar maður. Og þótt enginn sé
kominn til að segja um, hve oft hann
les í biblíunni, sem liggur á borði hjá
rúmi hans, er vitað af því, hversu hann
vitnar í biblíuna, að hann hlýtur að iðka
lestur hennar. Hans reglubundna kirkju-
ganga er ekki nein embættisathöfn, hún
er lífsvenja hans, en ekki aðeins utan-
garna sunnudagasiður“.
Áður hefur guðsþjónustan í sambandi