Eining - 01.07.1953, Qupperneq 20

Eining - 01.07.1953, Qupperneq 20
20 EINING f unnar ganga aðallega út á drykkjuskap og og skemmtisamkomur verða hvað eftir ann- að þjóðarhneyksli. Haldið þið ekki að það hefði verið bærileg landkynning, ef nokkrir tugir útlendra blaðamanna hefði verið á hinni alræmdu skemmtun að Hreðavatni, svo aðeins sé minnst á eitt dæmi? Við verðum að vona, að mjög mikill meiri hluti þjóðarinnar kjósi reglusemi og ráð- deild til handa afkomendum sínum. Það getur ekki verið nema lítið brot af þjóð- inni, sem vill hið gagnstæða. Hver á að ráða í lýðfrjálsu landi? Er það ekki meiri hlutinn? En hann verður þá að beita sér. Og hann getur ekki beitt sér nema því aðeins að menn taki höndum sam- an. Þá kemur fram það afl meiri hlutans, sem nú er í molum og nýtur sín ekki. Góðtemplarareglan hefur jafnan verið í brjóstfylking í baráttunni. Hún reynir að sameina hina dreifðu krafta. Hún óskar samstarfs við alla þá, er stefna að sama marki. Hún óskar samstarfs við alla þá, sem aðhyllast þá skoðun Schierbeck land- læknis, að það sé skylda þjóðfélagsins við þá, sem ekki drekka, að beita öflugum ráð- um til þess að bæla niður drykkjuskapinn. Hún heimtar vernd til handa þeim, sem ekki drekka. Og hún heimtar vernd fyrir kom- andi kynslóðir. Sú vernd fæst aðeins með einu móti: Vér verðum að fara með áfengið eins og fjárkláðann — útrýma því. Er þar ekkert áfengls- vandamál? Oft heyrist það af vörum ferðalanga, sem andvígir eru hömlum á áfengissölu, að í þessu eða hinu landinu hafi þeir ekki séð neinn drukkinn mann, og af því draga þeir þá ályktun, að sú þjóð stríði ekki við neitt áfengisvandamál, þótt þar sé frjáls áfengissala. Þetta reynist ævinlega hin mesta blekking. Sú þjóðin, sem er sennilega mesti áfengissjúklingurinn, leynir að vissu leyti drykkjuskapnum mest, það er að segja, að hjá henni sjást menn sjaldnast drukknir á götum úti. Eitt af þeim löndum, sem þannig eru nefnd, er Danmörk. En Danir stríða við all- mikið áfengisböl, jafnvel öldrykkjan veldur þar stórtjóni. — Samkvæmt vitnisburði ágætra lækna, drekka verkamenn oft í Dan- mörku öl fyrir þriðjung árslauna sinna. Norska blaðið Folket segir frá því, að um jólaleytið 1952 hafi fjölskylda ein í Sorö haft slíkt drykkjugildi, að hún hafi gert tveggja ára barn drukkið. Þegar allt var komið í uppnám á heimilinu, var fimm ára drengur sleginn í höfuðið, svo að blóðið streymdi úr nösum hans og munni, og varð að sækja lækni. Stolið var 160 krónum frá einum gestanna, og fannst sú upphæð hjá konu frá Kaupmannahöfn, en hún átti að gæta barnanna, sem áður var getið. Slíkur drykkjuskapur í heimahúsum er ekki betri en „róna“-lífið á götum úti. Frá vorþingi umdærn- isstúkunnar nr. 1 Þingið var haldið í Reykjavík dag- ana 30. og 31. maí s. 1. Sóttu það 101 fulltrúi frá tveim þingstúkum, 17 undir- stúkum og 7 unglingastúkum á svæði umdæmisins, sem nær yfir allt Suður- land og vestur á Snæfellsnes. — En í umdæminu eru fleiri stúkur starfandi. (Ályktanir þingsins í bindindismálum fylgj a hér með): f framkvæmdanefnd umdæmisstúk- unnar fyrir næsta ár voru kosnir: Umdcemistemplar: Sig. Guðmundsson. Umdcemiskanzlari: Þórður Steindórss. Ud.varatemplar: Svanlaug Einarsd. Ud.ritari: Jens E. Níelsson. Ud.gjaldkeri: Páll Kolbeins. Ud.gcezlum. ungl.starfs: Gissur Pálsson. Ud.gcezlum. löggj.starfs: K. Karlsson. Ud.frceðslustj.: Ari Gíslason. Ud.kapelán: Steinunn Guðmundsd. Ud.fregnritari: Jón Hjörtur Jónsson. Fyrrum ud.templar: Sverrir Jónsson Samþykktir umdæmisþingsins: 1. — Umdæmisþingið vekur athygli á nauðsyn þess, að alþingi og ríkisstjórn séu skipuð bindindismönnum og áfengisbann- mönnum, og þess vegna þurfi Góðtemplarar að berjast fyrir því, að bindindis- og bann- menn verði sem allra fyrst í öruggum meiri hluta á Alþingi. 2. — Umdæmisþingið lýsir sig eindregið andvígt innflutningi, bruggun og sölu áfengs öls og hvers konar rýmkun á sölu og veitingum áfengis. Einnig skorar það alvarlega á löggæzlumenn ríkisins, að gera allt, sem unnt er til að koma í veg fyrir, að lög og reglur um sölu og meðferð áfengis séu brotnar. Ennfremur skorar þingið á reglufélaga að stuðla að því, að áfengis- lagabrot séu tafarlaust kærð, hvar sem verður við komið. 3. — Umdæmisþingið telur ástæðu til, að bindindismenn séu hvattir til að sýna meiri árvekni fyrir þeirri miklu hættu, sem æskufólki landsins stafar af drykkju- skap frá Keflavíkurflugvelli, bæði innan og utan flugvallarins. Ennfremur krefst þing- ið þess, að stjórnin sjái um að strangar reglur séu settar og þeim framfylgt gegn misnotkun þess áfengis, sem fer skattlaust til Keflavíkurflugvallar. 4. — Umdæmisþingið skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur, að láta fjarlægja taf- arlaust alla áberandi ölvaða einstaklinga á umráðasvæði bæjarins, samanber laga- ákvæði í IV. kafla gildandi áfengislaga, þar sem allur drykkjuskapur á almanna- færi er bannaður. 5. — Umdæmisþingið skorar á mennta- málaráðherra að fylgja fast fram fyrir- mælum í bréfi hans, dags. 16. sept. 1950, um strangt eftirlit í skólum landsins með því að áfengið sé þar ekki haft um hönd, né kennarar eða nemendur undir áhrifum áfengis, hvort heldur er í kennslustundum, á fundum, á skemmtunum í skólum eða í ferðalögum á vegum þeirra. 6. — Umdæmisþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að kennarar eru nú að vinna að stofnun bindindissamtaka innan stéttar- innar og felur framkvæmdanefnd sinni að reyna að hafa áhrif á aðra æskulýðsleið- toga í umdæminu, svo sem í íþróttafélög- um og Ungmennafélagi íslands, um sams konar samtök. + 7. — Umdæmisþingið beinir þeirri áskor- un til templara, að ljá stuðning sinn til stofnunar bindindissamtaka innan ein- stakra stétta þjóðfélagsins, með því að gerast sjálfir forgöngumenn um það eða styðja þá, sem þegar hafa tekið upp for- ystu í því efni. Ávarp Þrátt fyrir fjárskort og erfiðar að- stæður í flestum greinum hefur Hand- íða- og myndlistaskólinn á næstliðnum fjórtán starfsárum sínum unnið mikið f og gagnmerkt brautryðjendastarf á sviði verknáms og myndlista hér á landi. Með þessu starfi sínu hefur skólinn eigi aðeins sannað tilverurétt sinn í skólakerfi þjóðarinnar, heldur og sýnt, að hann er þess verðugur, að vel sé að ^ honum búið í hvívetna. Viljum við því eindregið skora á landsmenn, að veita stjórn skólans hvern þann styrk, er þeir mega í té láta, í baráttu hennar fyrir bættum starfsskilyrðum skólans, meðal annars með byggingu haganlegs og rúmgóðs skólahúss. * ^ Reykjavík, 2. maí 1953. Tómas Guðmundsson, rithófundur. Ingim. Jóhannesson, settur frceSslumstj. Ingólfur Jónsson, alþingismaður. Sigurgeir Sigurðsson, biskup Islands. ^ Alexander Jóhannesson, rektor Háskóla Islands. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður. Ágúst Sigurmundsson, myndskeri. Hersteinn Pálsson, ritstjóri. Valtýr Stefánsson, ritstjóri. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri. * Hannibcd Vcddemarsson, cdþingismaður. Jón Þorleifsson, listmálari. m

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.