Eining - 01.07.1953, Blaðsíða 22
22
EINING
Sjúkar og þjáðar sálir
Engin vísindagrein er meira stunduð
í Bandaríkjunum en sálsjúkdómafræð-
in, segir fræðslustjóri stórstúku Noregs,
Einar Anthi kennari, sem dvalið hefur
í Ameríku undanfarið og lagt stund á
nám í sálarfræði og félagsfræði, en
kynnt sér um leið áfengismál og bind-
indisstarf þjóðarinnar. — Norska bind-
indindisblaðið Folket birtir greinar eftir
hann og minnist hann þar kennslubók-
ar, Abnormal psychology and modern
life, sem kom út 1950 eftir sálfræðing-
inn James Colemann. Þar er eftirfar-
andi upptalning á tauga- og sálsjúkling-
um:
1. 8,000,000 taugabilaðir.
2. 3,000,000 vangefnir.
3. 3,000,000 börn með gallað til-
finningalíf.
4. 1,000,000 geðveikir, og af þeim
eru
5. 700,000 í sjúkrahúsum,
6. 250,000 eru í fangelsum.
7. 120,000 geðveikra bætast við
á hverju ári í sjúkrahúsin.
8. Talið er, að fyrir hvem einn af
þeim 700,000 geðveikra manna
í sjúkrahúsunum, séu að minnsta
kosti 20, er þyrfti að njóta að-
stoðar geðsjúkdómalækna.
9. í helming allra sjúkrarúma í
Bandaríkjunum eru sálsjúkir
menn.
10. Um 10% allra sjúklinga, er
koma á geðveikrasjúkrahús og
slíkar stofnanir, eru áfengis-
sjúklingar, en þó er ekki fullur
helmingur þeirra geðbilaðir
menn.
Þetta er orðið svo mikið alvörumál hjá
þjóðinni, að sumar bækur er að þessu
lúta, eru þar metsölubækur. Nútíminn
krefst þess, að menn séu hæfir til starfa
og sálar- og líkamskraftar þeirra notizt
sem bezt, en í þessum efnum er áfengis-
neyzlan hinn mikli skaðvaldur. Hraðinn,
spenningurinn, áhyggjurnar og kapp-
ið á öllum sviðum rekur menn til að
leita sér fróunar og örvunar á einhvern
hátt, og er þá oft flúið á náðir áfengis-
neyzlunnar í þeirri von, að hún reynist
mönnum aflgjafi, en allir vita, að hún
svíkur og gerir aðeins illt verra, truflar
geðró, sýkir sálina og veikir taugarnar,
svo að ekki sé meira sagt.
Við þessa þörf manna á einhverjum
örvunarlyfum bætist svo hin mikla
hætta, er stafar af auglýsingakappi
áfengisauðmagnsins. Það hefur í þjón-
ustu sinni auglýsingaþörf stórblaðanna,
útvarp, kvikmyndasýningar, vissa teg-
und bókagerðar (hér á ekki við að tala
um bókmennfir, það er of gott nafn á
slíku lesmáli) og ýmsilegt fleira til þess
að efla sem bezt drykkjusiðina. I grein
sinni segir norski kennarinn, að ,,sök-
um aukinnar áfengisneyzlu fari áfengis-
sýkin svo vaxandi, að hjá Bandaríkja-
þjóðinni sé hún orðin stœrsta sjúkdóms-
vandamálfó. — 600 þúsundir manna
þjáist þar af krabbameini, 700 þúsundir
af berklum, en 750 þúsundir af ,,krón-
iskri“ áfengissýki“. Auk þess eru svo
milljónir manna, sem eru hálfgerðir
áfengissjúklingar, ofdrykkjumenn og
stórgallaðir í þeim efnum.
Þetta ástand hefur vakið menn til um-
hugsunar og athafna. „Menn skipta sér
í hina ,,þurru“ og ,,votu“ hópa eða
bannmenn og andbanninga, en á milli
þeirra sé svo hlutlaus vísindamennska,
sem stundum neyðist þó til að láta uppi
niðurstöður á rannsóknum og ákveðnar
skoðanir í málinu, er kveiki í mönnum,
svo að upp úr sjóði í bráð eða lengd.
Fremur flestu öðru hreyfir áfengisbölið
við mönnum á öllum sviðum félagslífs-
ins, í kirkjufélögum, pólitískum félög-
um, og öðrum félögum á sviði siðgæðis-,
menningar- og framfaramála . . . Aðal-
andstæðurnar eru bindindishreyfingin í
heild og áfengisauðmagnið . . . Árið
1948 fengu stórblöðin þrjú, Life, Time
og Fortune, rúma hálfa þrettándu mill-
jón (12,7) dollara fyrir áfengisauglýs-
ingar“.
Það er hægt að eiga vingott við blöð
með slíku fjármagni. í málgagni brugg-
aranna (The American Brewer) í jan-
úar 1949, segir:
„Hver áfengisgerð verður að leggja
enn meira kapp á auglýsingar til þess
að geta selt framleiðslu sína, en í heild
verður þessi iðngrein okkar að kapp-
kosta af fremsta megni ölsöluna“.
Félag minniháttar bruggara (Small
Brewers Association) héldu landsþing
í Chicago í október 1949. Frásögnin af
umræðum manna á þessu þingi, sýnir
bezt, hvílíkt kapp er lagt á það að koma
áfengu drykkjunum í menn. Þar var
rætt um nauðsyn þess að kenna veit-
ingamönnum að veita ölið á réttan hátt.
Þeir þyrftu að læra að hella ölinu í
glösin þannig, t. d. í glasið aðeins hálft
og lárétt, til þess að vindbólurnar hjöðn-
uðu í glasinu, en ekki maga neytandans,
svo að hann gæti drukkið þeim mun
meira.
í einu blaði bruggaranna birtist rit-
stjórnargrein 1951, þar sem rætt er um
nauðsyn þess að kenna unglingum á
aldrinum 10—20 ára að drekka í hófi.
Allir vita, í hvaða átt slík spor stefna.
Um þetta segir norski kennarinn í grein
sinni:
„Næsta áætlun áfengisauðmagnsins
virðist vera sú, að ná sem öruggum við-
skiptamönnum konum og unglingum á
aldrinum 13—19. Skólanemendur á /
þessum aldri, sem jafnan hafa verið
ásóttir af hinum akademisku drykkju-
siðum, eiga nú einnig að verða keppi-
kefli áfengisauglýsinganna“.
Greinarhöfundur birtir svo kafla úr
bréfi, sem bindindisfræðslustjóri í Was-
hingtonríkinu fékk 20. febrúar 1951,
frá brennivínsinnflytjanda í New Or-
leans. I bréfinu segir: f
„Bjórsamlagið lýsti yfir því 12. marz
1947, að áform þess væri að auka söl-
una úr 80 milljónum tunna (ein tunna
er 120 lítrar), og stjórn samlagsins
stefnir að því að örva ílöngunina, og
sérstaklega hjá ungu kvenfólki og ung-
lingum á aldrinum 10—20 ára, og auka
þannig neyzluna og söluna“.
I umræðunum á bruggaralandsþing- ^
inu, sem áður var nefnt, var einnig lögð
á það áherzla:
„Að kenna amerískum konum að
drekka.
Bjóða þeim í áfengisveitingastofurnar
og barina.
Kenna ungu fólki hvernig það eigi að
drekka áfenga drykki.
Að venja æskulýðinn við brenni-
vínið“. *
„Þetta eru aðeins smáglætur“, segir
greinarhöfundur, „er áfengisauðmagnið
hefur látið koma í dagsljósið, og má
sennilega nokkuð af því ráða, hvað ger-
ist á bak við tjöldin“.
Þessi ósvífni áfengissalanna hefur
kveikt í mönnum og orðið til þess að
hleypa bindindisliðinu kapp í kinn. —
Áfengissalinn neytir allra bragða í aug- *
lýsingaherferð sinni, og bindindissam-
tökin reyna að mæta honum með hlið-
stæðum vopnum. Til dæmis hafa bind-
indissamtökin í Washingtonríkinu, segir
norski kennarinn, látið gera geysilega
mikið auglýsingaþil við aðalbrautina
milli Seattle og Everett, sem liggur
áfram til Canada. Hægra megin á þetta f i
mikla auglýsingaþil var sett að hálfu
leyti auglýsing áfengissalans, en vinstra
megin hryggðarmyndin algenga, sem
áfengisneyzlan fæðir af sér.
Fyrirtækið, sem átti áfengisauglýs-
inguna, hótaði málsókn, ef bindindis-
félagið tæki ekki niður þá, er það hafði
látið setja upp, en fékk viðeigandi svar
og áminningu frá lögfræðilegum ráðu-
naut bindindisfélagsins, og það dugði.
Bindindisfélagið lét einnig setja upp
geysimikið auglýsingarþil gegn vissri
ölauglýsingu, þar sem sagt var, að ölið
vœri fyrir heimilið. Á auglýsingarþili
bindindisfélagsins var setningunni snú-
ið þannig, að ölið vœri slysavaldurinn. *
A þilið var máluð raunveruleg mynd
af bílslysi, er orsakaðist af ölvun við
akstur. Lögreglan hafði tekið myndina.
W*