Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 2

Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 2
2 EINING þjóðlífsöfl, sem standa að þessum við- hafnarmiklu athöfnum þjóðanna, vígslu eða krýningu æðstu valdhafanna. Ein- mitt sökum þess, að þjóðirnar leggja svo mikið í gildi æðsta embættisins, verður viðhöfnin svo íburðarmikil, að hún minnir á leik barnanna. Æðsta em- bættið er þriðji og voldugasti þátturinn í skipulagi þjóðanna, tákn þess mátt- uga, skapandi og frelsandi anda, sem lyftir, sameinar og varðveitir. — Hið fullkomnasta skipulag er pýramídíski vöxturinn — þrenningar-skipulagið — hægra, vinstra og höfuð. Þjóðirnar óska þess, að æðsta embætti þeirra sé þjóðarlíkamanum það, sem höfuðið er mannslíkamanum. Það tryggir góða samvinnu hægri og vinstri aflanna, þótt hvort út af fyrir sig hafi sínu hlutverki að gegna. Að þessi embætti valda þjóð- unum oft sárum vonbrigðum, er ekki sökum þess að þau séu ekki rétt hugs- uð og heppilega grundvölluð, heldur hins, að þau eru þá illa rækt af mönn- um, sem eru vandanum ekki vaxnir. En oft virðist sem þjóðhöfðingjar reyn- ist þeim mun betur, sem þjóðin ber meira traust til þeirra og sýnir þeim hollustu. Hin unga, nýkrýnda Bretadrottning hefur verið um tíma umtalsefni blaða og útvarps víðs vegar um heim. Búið er að kynna hana allrækilega. Stjórn- málasaga hennar tilheyrir þó enn fram- tíðinni. Æskuár hennar hafa verið bjart- ari, þrátt fyrir styrjaldarhörmungar, en æskuár nöfnu hennar, Elisabetar fyrstu. Hún steig út úr varðhaldi systur sinnar, er hún tók við stjórn Bretaveldis. En sameiginlegt er það um þær báðar, að komast til valda á miklum ókyrrðar og ólgutímum í lífi þjóðanna. Elisabet I var dóttir Hinriks VIII og annarrar konu hans Önnu Boleyn, sem var glæsileg kona og kvenkostur hinn bezti, og var það lán Elisabetar að eiga svo væna móður. Börn Hinriks og hinna kvenna hans voru ekki jafningjar henn- ar. Hinrik VIII var gallagripur hinn mesti. Fyrsta kona hans var Katrín, móðursystir Karls V, keisara Þýzka- lands. — Hana hrakti hann frá sér og gerði hirðmey hennar, Önnu Boleyn, að drottningu sinni. Enn brátt leizt hon- um betur á þriðja drottningarefnið og lét því hálshöggva Önnu Boleyn, móður Elisabetar I, eftir stutta sambúð og fyr- ir lognar sakir. Þriðja kona hans var Jóhanna Seymour. Hún dó, er hún fæddi Hinriki son, er síðar var Játvarð- ur VI. Fjórða kona hans var Anna systir Vilhjálms hertoga af Cleve, en honum þótti hún ekki nógu mikil fríð- leikskona og lét hana brátt frá sér fara, en drepa ráðgjafa sinn, Cromwell, er hafði valið honum þetta konuefni. — Hann tók sér fimmtu konuna. Hún hét Katrín Howard, en einnig henni lét hann stytta aldur eftir tveggja ára sam- búð, og var hún sökuð um ótrúmennsku. Alltaf var auðvelt að finna einhverja sök eða að minnsta kosti var hægt að búa hana til. Hinrik jafnaðist á við skáld og fræga leikara nútímans. Hann átti sex konur. Hin síðasta hét Katrín Parr, og munaði minnstu, að konungur kæmi henni einnig fyrir kattarnef. Hinrik VIII dó 1547, aðeins 56 ára og „harmaði engi maður lát hans“, segir söguritarinn. Næstur kom til valda Játvarður VI, sonur Hinriks, en hann dó 16 ára og hófst þá til valda María hálfsystir hans, kölluð Blóð-María. Hún var grimmlynd og blóðþyrst kona, og ekki bætti það til, að hinn valdasjúki kon- ungur Spánar, Filippus II, frændi henn- ar, giftist henni, aðallega til þess að geta ráðið miklu einnig á Englandi og haft liðstyrk Englendinga í styrjöld við Frakka. Blóð-María drottning lét setja Elisa- betu systur sína í varðhald, en stjórnar- tíð hennar var aðeins frá 1553—1558. Þau Filippus II Spánarkonungur áttu ekkert afkvæmi. Við dauða Maríu 1558 kom Elisabet I til ríkis í Bretlandi. — Það voru mikil og góð umskipti. Um það segir söguritarinn: „Þegar María var dáin, og Elisabet kemur til sögunnar, þá er sem sorta dragi af Englandi og birti yfir landi og lýð. Hin enska þjóð hafði verið þjáð og þungt haldin, hún þurfti lækning- ar við og fékk hana. Það er sagt, að enska parliamentið hafi setið á ráð- stefnu, þá er því barst fregnin um lát Maríu drottningar, og hafi allur þing- heimur svarað þeim boðskap einum rómi og sagt: „Guð varðveiti Elisabetu drottningu, lifi hún og ríki lengi og vel“. — Kom hún þá skjótt til Lundúna, þaðan sem hún hafði setið í varðhaldi, féll á kné fyrir allra sjónum og þakkaði Guði, er svo dásamlega hefði varðveitt hana frá öllum ofsóknum. Elisabet hafði reynt mikið og margt. Móðir hennar verið hálshöggvin, stjúpmæður hennar verið henni harðar, og systir hennar þessa verst. I einveru sinni hafði hún stundað vísindi og fagrar listir af miklu kappi. Hún talaði og ritaði vel latínu, og var vel að sér í mörgum fornum fræðum, og mælti margar hinar nýjari tungur. Þó að hún hefði setið í dyflissu og verið oft hart leikin, var hún samt hraust og heilsugóð; hún var vel vaxin og höfðingleg á velli, svipfögur, og sómdi sér hverri konu betur á hestbaki, hugurinn frábærlega kjarkmikill, hún var stórvitur og vel stillt, og því var það eðlilegt, að henni væri vel lagið að stjórna öðrum“. Ekki stóð á því, að Elisabet fengi ekki bónorð frá ýmsum göfugum mönn- um og konungbornum, en hún neitaði þeim öllum. „England er maðurinn minn“, sagði hún, „og hin enska þjóð börnin mín. Allur sá mikli barnahópur liggur mér ríkt í skapi, eg má ekki skipta hug eða hjarta til annarra út í frá“. Einn biðlanna var Filippus annar Spánarkonungur. Honum lék stöðugt hugur á að ná yfirráðum í Englandi, en hann fékk hvorugt, Elisabeíu né England. Hún hafnaði honum, en hann reiddist og bjó út flotann mikla „ósigr- andi“ og ætlaði að láta Elisabetu ^ drottningu kenna á mætti sínum. Sagt cr að þessi herskipafloti Spánverja hafi verið 130 skip og á þeim 20,000 her- manna, og tók hann öllu fram, er þá þekktist. En lítið varð úr þessu höggi, sem hátt var reitt. Flotinn hreppti hin mestu illviðri og fórst meiri hluti skip- anna. Filippus hafði upphaflega tekið við f blómlegu og víðlendu ríki, sem mikið orð fór af, en skilaði því í niðurníðslu alla vega. „Hið mesta óorð var komið á hina spánversku stjórn“, segir sögu- ritarinn, „því að hún var kunn að und- irferli, harðýðgi og trúarofsa. Marga af sínum beztu þegnum hafði Filippus látið af lífi taka, margir, sem ríkir höfðu verið, voru snauðir orðnir, og margir flúnir af landi burt, allt af hans völd- * um. Atvinnuvegir voru lagstir í dá, verzlun komin í hendur annarra þjóða, ríkisskuldirnar voru um 140 milljónir dúkata“. Þannig var þá komið í þessu órólega horni heimsins, en ófriður geysaði hvar- vetna að heita má. Það var einmitt á síðari hluta aldarinnar, í stjórnartíð Elisabetar I, að Niðurlendingar háðu * sitt blóðuga frelsisstríð, sættu hinni mestu grimmd og kúgun af hendi Spán- verja og rómversku kirkjunnar. Siða- skiptin hófust, eins og allir kannast við, snemma á öldinni, og þeim fylgdi mikil ólga, trúarbragða stríð eins og t. d. í Þýzkalandi og Frakklandi. Það var ein- mitt 1572 sem blóðbaðið átti sér stað í París og Hugenottarnir voru brytjaðir 0 niður í tugþúsunda tali víðs vegar um landið. Á Norðurlöndum stóð hið grimma 7 ára stríð árin 1563—1570. Danir voru þá allfyrirferðarmiklir, Gústaf Vasa hafði komið fótum undir Svíaríki. Hann dó 1560. Til valda komu þá í Svíþjóð synir hans, hver af öðr- um, fyrst Eiríkur fjórtándi og þar næst 4^ Jóhann þriðji, en stjórnartíð þeirra var Svíum ekki nein gæfuár. En þá kom til ríkis þriðji sonurinn, Karl níundi, sem var dugmikill og strangur stjórnandi, en átti stöðugt í styrjöldum við ná- granna sína, Pólverja, Dani og Rússa, og stóð ófriður milli Svía og Pólverja um hálfa öld. En með syni Karls níunda, f Gústaf Adolf, urðu Svíar stórveldi. Þannig var ærið róstusamt um Norð- urlönd og í nágrannalöndum Englend- inga yfirleitt í stjórnartíð Elísabetar fyrstu. Pólverjar, Niðurlönd, Frakkar, Spánverjar og fleiri þjóðir höfðu átt i þrotlausum styrjöldum, og þar á meðal voru trúarbragðastríðin. Elísabet II kemur til valda á miklum ? reynslutímum Englendinga. Á veldi þeirra hefur gengið og eiga þeir víða

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.