Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 6

Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 6
6 EINING EINING Mánaðarblaö um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgOarmaður: Pétur Sigrurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku Islands og ríkinu. Árgangurinn kostar 20 krónur. 1 lausasölu kostar blaðið 2 krónur. Afgreiðsla þess er á skrifstofu blaðsins, Klapparstíg 26, Reykjavík. Sími: 5956. Það sem nú á að kveihja áhugaeldinn Þegar andi frelsis og framfara upplýsingatímabilsins og rómantísku stefnunnar kveikti áhugaeldinn í brjóstum vor- manna íslands, þegar brautryðjendurnir, Eggert Ólafsson, Skúli fógeti, Magnús Stephensen, Baldvin Einarsson, Tómas Seemundsson, Jónas Hallgrímsson og aðrir Fjölnismenn, hófust handa um að vekja þjóðina, og ýmist riíuðu eða feuáðu hina nýju framfara- og þjóSrœknisstefnu inn í kynslóðina, eins og Jón J. A&ils orðar þetta, þá má segja að stundleg velferð og tímanlegt líf þjóðarinnar lcegi við. Hún var kúguð, þreelkuð, fátcek og orðin kjarklítil, bjó við hungur og harð- eeri. Vafalaust þarf mikinn röskleik til að vekja langþjáða, magnþrota og vonlausa þjóð, en tvennt var þó hinum glað- vakandi vormönnum þjóðarinnar í vil. Vor var í lofti, þjóðir heimsins voru að brjóta af sér hlekki og frelsið fór um löndin sem morgunbleer, og hitt var svo það, að þörfin var ákaflega knýjandi. Segja má að líf þjóðarinnar leegi við. Það var ekki aðeins eitt, sem þjóðina skorti, heldur allt. Hin knýjandi þörf eepti úr öllum áttum. Hér var verk að vinna. Til einhvers var að vakna. Allt þurfti að reisa úr rúst og niðurleegingu. Jafnvel tungu þjóðarinnar þurfti.áð bjarga frá glötun, at- vinnuvegum til lands og sjávar, leysa verzlun úr ánauð, afla mönnum athafna- og skoðanafrelsis, koma á fót alþýðu- freeðslu og hefja nýtt menningarstarf í landinu. Það var dauður maður, sem ekki gat séð þörfina, ef hressilega var á hana bent. Þörfin var augljós og knýjandi, vakningin tókst og yfir viðreisnartímabilinu vakir Ijómi, er birtu sleer fram á veginn. Vormenn þjóðarinnar brunnu af framfarahug og eldlegum áhuga, og þar fór sem oftar, að heitir menn kveikja í öðrum, og svo logar allt glatt í kringum þá, er þeir hafa kveikt í öðrum þann sama áhugaeld, sem í þeim sjálfum brennur. Eitthvað á þessa leið talaði Carlyle. Hver kynslóð þarf að eiga s'm brennandi áhugamál. ,,Lýð- urinn ferst þar sem engar vitranir eru“, segir spámaðurinn. En þar sem menn fá ,,vitranir“, sjá sýnir, eygja glœsileg tak- mörk, þar bálast áhugaeldurinn, og ,,manni með áhugaeldi, er alfœrt um rándýraveldi“, segir skáldið Guðm. Friðjónsson. Þótt heimurinn sé fullur af ofbeldi, rangsleitni, kúgun, og alls konar óáran, þótt hann sé hið cegilega ,,rándýraveldi“, er manninum með áhugaeldinn alfœrt um þann heim, og svo er um hverja þjóð. En áhugalaus þjóð, siðferðilega lömuð þjóð, er dcemd til ófarnaðar, hversu öflugar Maginot-línur, sem hún kann að reisa sér til varnar, og þótt milljónaherir hennar séu gráir fyrir járnum. Siðferðisþrekið og áhugaeld- urinn verður að vera hið heita og rauða blóð í lífœð hverrar þjóðar og hvers einstaks manns. Áhugaeldinn þurfum við að eiga engu síður en Fjölnis- menn, en hvað á að kveikja hann að þessu sinni? Þjóðin svelt- ur ekki, hún er ekki þrœlkuð og kúguð, atvinnuvegir hennar eru ekki í rúst, þótt að þeim hafi þrengt, menning þjóðar- innar er á allháu stigi, sjálfstceðið er fengið, vísindi, listir, bókmenntir, iðnaður og stórstígar framfarir blómgast með þjóðinni. Getum við þá ekki grátið eins og sveinninn Alex- ander, sem síðar hét hinn mikli, yfir því, að ekkert sé eftir áð sigra, allt sé fengið? Hvað á að kveikja áhugaeldinn í brjóst- um okkar? Þörf okkar er ekki fyrst og fremst líkamleg, hún er sið- ferðileg, en hungur sálarinnar leynist fremur en hungur lík- amans. Það sem nú á að vekja okkur er þetta: Að gœta vel þess, sem fengizt hefur, að endurheimta allt, sem á einhvern hátt hefur tapazt af þeim andlegu verðmcetum, sem engin þjóð má missa, og svo að keppa að því himinháa markmiði, sem hver þjóð og hver einstakur maður verður að ná, ef hann á að geta heitið sjálfstceður maður, en ekki þrcell ódyggða, óheilinda og lágra hvata. Ef þjóðin á að geta verið sjálfstceð og fullvalda í orðsins réttu merkingu, og ekki náðar- þurfi annarra þjóða, verður hver þjóðfélagsþegn að verða g ó ð u r þegn, sannur drengskaparmaður. Hið áðurnefnda háa markmið er þetta: að hver þjóðfélagsþegn sé heiðarlegur, segi satt, standi við orð sín, svíki aldrei loforð, hafi hvergi svik í frammi, standi í skilum í öllum viðskiptum, sé sann- sýnn og réttlátur í skiptum við náungann. Séu þjóðfélags- þegnarnir ekki þannig, þá verða þeir altœk sýkingarhcetta þjóðarinnar, hver hugsar þá aðeins um sig, rífur til sín, sundrar en sameinar ekki. Upp úr þeim rotna jarðvegi skríða þá forkólfar, sem verða eins og „reíir í rústabrotum“, hver og einn hugsar aðeins um sitt greni, siðferðisþrek þjóðar- innar lamast, hún sér ekki glcesilegu markmiðin, og „lýður- inn ferst þar sem engar vitranir eru“. Verði ekki hin ytri glcesimennt þjóðarinnar einnig sannkölluð góðmennt, þá verð- ur hún aðeins eins og björt og köld frostnótt yfir nýútsprung- inn vorgróður. V i Á mestu velgengnistímum þjóðanna hefur versta sýkingar- hcettan grafið um sig í lífi þeirra. í fyrri heimsstyrjöldinni ^ sökti þýzka herskipið Kronprinz Wilhelm skipum banda- manna unnvörpum. Hermennirnir á skipinu lifðu kóngalífi á Ijúffengustu matvörunni, sem þeir tóku úr skipunum áður en þeir sökktu þeim. En hvað skeði? Skipshöfnin veiktist af matnum og seinast varð skipið að leita til hafnar í Banda- ríkjunum, sem þá voru ekki komin í stríðið. Hvað var svo að? Þróttleysissjúkdómur hafði lagt hermennina hundruðum saman í rúmið, þótt þeir lifðu kóngalífi á krcesingum. 1 íceð- una vantaði einhver lífefni. Það nœgði ekki, að hún vceri Ijúf- ^ feng og mlikil, hún þurfti einnig að vera holl og fjörefna- auðug. Eins getur farið um menningu hverrar þjóðar, þótt hún sé áferðarfögur og glœsileg í öllu hinu ytra, ef siðgœðisþrekið lamast og sál þjóðarinnar sýkist. Enn á sál þjóðarinnar í harðri baráttu við sinn skceðasta óvin. Leggjum okkur á hjarta orð söguritarans. í bókinni, íslenzkt þjóðerni, segir Jón J. Aðils: „Það er sundrungin, sem hefur staðið og enn í dag stend- ur þjóðinni fyrir öllum sönnum þrifum. Hún hefur unnið Is- lendingum þúsund sinnum meira mein en konungsvaldið og kirkjuvaldið, verzlunaránauðin og bœndaánauðin, eldgosin, harðindin og drepsóttirnar til samans. Það er hreint og beint lífsskilyrði fyrir þjóðina að fá þessa óvcett kveðna niður fyrir fullt og allt, og það sem allra fyrst“. ? Þetta eru alvarleg orð. Hér er djúpt tekið í árinni. En vill nokkur neita því, að enn ógni sundurlyndisandinn okkur, en hann er sá illi fjandi, sem sýkir allt þjóðfélagið, lamar sið- gœðisþrekið, rcektar óheilindin, falsið og fláttskapinn. ,,Send- um út á sextugt djúp sundurlyndisfjandann“. Enn er þetta ógert, og þetta á að kveikja áhugaeldinn í brjóstum okkar, hin sálarlega þörf þjóðarinnar, þjóðareining og heiðarleiki hvers þjóðfélagsþegns. Þetta er hið himinháa markmið, sem ^ þjóðin á að keppa að. Af þeim áhugaeldi eiga hjörtu okkar að brenna.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.