Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 8
8
EINING
SigurSur Gunnarsson, skólastjóri á Húsavík:
Mokkur orð um
bindindisstörf Morðmanna
Allir t>eir íslendingar, sem eg þekki,
og dvalið hafa í Noregi, hafa notið þar
frábærrar vinsemdar og fyrirgreiðslu.
Er það raunar í miklu ríkara mæli en
menn geta látið sér detta í hug að
óreyndu. Við hjónin áttum því láni að
fagna, að njóta um langa stund, í vor
og sumar, gistivináttu þessara ágætu
frænda okkar. Er ég nú, etfir heimkom-
una, ber saman móttökur og fyrir-
greiðslu ýmissa stétta og starfshópa,
sem við kynntumst, finn eg glöggt að
erfitt er að gera þar upp á milli. Eg
geri þó áreiðanlega engum rangt til, er
eg segi, að norsk Reglusystkin, norskir
góðtemplarar, sýndu okkur einstakan
bróðurhug. Hjá þeim áttum við ótaldar
ánægjustundir, bæði á heimilum þeirra
og á stúkufundum. Og greiðasemi þeirra
var meiri en við fáum nokkru sinni þakk-
að til fulls.
Vegna samskipta okkar við norsk
Reglusystkin, átti eg þess kost að kynn-
ast allvel bindindisstarfi Norðmanna.
Er það víða rekið af miklum krafti, og
um margt mjög til fyrirmyndar. Ætlun
mín er, með þessum fáu línum, að drepa
á örfá atriði þess starfs.
Mun eg þá fyrst minnast á tólf daga
námsskeið, sem bindindissamtökin
efndu til í lýðháskólanum í Sundi, í
Norður-Þrændalögum, dagana 8.—20.
júlí s. I., og við tókum þátt í. Nám-
skeiðið var haldið fyrir æskulýðsleið-
toga, einkum ætlað þeim, sem starfa
og ætla að starfa innan bindindissam-
taka landsins, en þátttaka auðvitað
heimil öllum. Þarna var einkar ánægju-
legt að vera. Nemendur fengu margs
konar hagnýta fræðslu um félagsstörf,
voru þjálfaðir til leiðsagnar. Má þar
m. a. nefna fundarreglur og fundar-
stjórn, ræðumennsku, námshringastarf-
semi, sem er mjög vinsæl og útbreidd
orðin í Noregi, meðferð kvikmynda-
véla, þjóðdansar, söngur o. fl. En auk
þessa gafst þátttakendum kostur á að
hlýða á marga fyrirlestra, sem fluttir
voru af landskunnum úrvalsmönnum,
hverjum í sinni grein. Segja má, að
fyrirlestrarnir hafi verið aðaluppistaða
námskeiðsins. Fjölluðu þeir m. a. um
þessi efni: Áhrif áfengis á einstakling-
inn og afkomu hans, bindindishreyfing-
in í Noregi að fornu og nýju, söguleg
yfirsýn yfir bindindisstarfsemi þjóðanna,
æskulýðssálfræði, ljóð og listir o. fl.
Mörg erindi voru flutt um öll þessi efni
og öll fróðleg og lærdómsrík. Voru ýmis
þeirra viðbrigða snjöll.
Auk þessa var farið í ferðalög til
merkra, sögufrægra staða, eins og til
dæmis Stiklastaða, Steinkers o. fl. og
gengið um nágrenni skólans á fögrum
og friðsælum kvöldum. En umhverfi
skólans er unaðslega fagurt og víða
fornir sögufrægir staðir.
Eg má hiklaust fullyrða, að náms-
dvöl þessi hafi orðið öllum þátttakend-
um til mikillar ánægju og uppbygging-
ar. Mátti og glöggt sjá, að þótt engir
þekktust í upphafi, voru þarna tengd
vináttubönd, sem lengi munu vara. —
Námskeiðsstjóri var J. Torset, skóla-
stjóri í Hönefoss, mjög áhugasamur og
ágætur maður, og einstakt ljúfmenni í
sjón og raun.
Mér þótti mjög til fyrirmyndar að
efna til slíkra námskeiða fyrir verðandi
leiðtoga innan bindindis- og æskulýðs-
samtakanna, og aflaði mér upplýsinga
um sögu þeirra og gildi. Kom þá í ljós,
að þau hafa verið haldin árlega frá
1946, með 16 þúsund króna rikisstyrk
á ári. Með tilstyrk þess fjár hafa bind-
indissamtök landsins ekki aðeins efnt
til eins slíks námskeiðs árlega, heldur
oft þriggja. í ár eru þau t. d. þrjú, hald-
in af hinum ýmsu bindindissamtökum.
— Námskeiðin eru yfirleitt vel sótt, og
reynslan hefur sýnt, að það fólk, sem
setið hefur námsskeiðin, verður flest
síðar öflugur kraftur í félagsstarfinu,
hvert á sínum stað.
En námskeiðasagan er hér með ekki
öll sögð. Um nokkurra ára skeið hefur
Landsrádet for Edruskapsundervisning
efnt til tveggja fræðslu námskeiða fyrir
kennara á hverju sumri. Er annað fyrir
barnakennara en hitt fyrir framhalds-
skólakennara. Eru þau haldin til skiptis
í hinum ýmsu landshlutum og hafa jafn-
an verið vel sótt. I sumar var annað
námskeiðið norður í Finnmörk (Kara-
sjok) en hitt í Vestur-Noregi (Hard-
anger).
Landsráðið vinnur afar mikilvæg
störf í þágu bindindisfræðslunnar, hefur
náið samband við skóla og áfengis-
varnanefndir, sendir þeim ýmis fræðslu-
gögn og fyrirlestara, ef þess er óskað
o. s. frv. Það, ásamt Fondet for Forsk-
ing og Folkeopplysning, stendur vel á
bak við öll þau námskeið, sem hér hafa
verið nefnd.
Eg hafði um skeið náið samband við
hinn ágæta skrifstofustjóra Landsráðsins,
hr. Erling Sörli, og gerði mér ljóst hið
mikla starf, sem þar er unnið. Hr. Sörli
mun fáanlegur til að koma til íslands á
næstunni og leiðbeina okkur varðandi
þessi mál. Vænti eg fastlega, að það
geti orðið áður en langir tíma líða. —
Mundi það verða okkur mikill fengur
í sambandi við skipulagningu þessara /
mála hér.
Stórfenglegasta dæmið um bindindis-
bdðun Norðmanna og skipulagningu
hennar er þó kannske það, að þeir hafa
átta fræðslustjóra, — átta menn, sem
ganga óskiptir að bindindisboðun úti
á akri þjóðlífsins. Nánar tilgreint er
þetta þannig, að átta stærstu bindindis-
samtök landsins hafa hvert sinn fræðslu- ^
stjóra (riksinstruktör). — Landinu er
skipt í sex umdæmi og eru fræðslu-
stjórarnir sex, einn til skiptis í hverju
umdæmi. Tveir fræðslustjóranna vinna
hins vegar allmikið skrifstofustarf, en
eru mjög oft kvaddir til starfa í hinum
ýmsu umdæmum, þegar þörf krefur.
Að sjálfsögðu er starf þessara manna
fyrst og fremst í því fólgið, að ræða við ^
fólkið um hættur og vandamál áfengis-
nautnarinnar, örva bindindisstarfsemina
á hinum ýmsu stöðum og hafa samstarf
við áfengisvarnarnefndirnar, sem víða
vinna ágætt starf í Noregi. Eru þeir
hvarvetna miklir aufúsugestir.
Þetta tvennt, sem eg hef hér vikið að
með nokkrum orðum, — fræðslunám-
skeið og fræðslustjórar, mætti gjarna ^
verður okkur, íslenzkum bindindismönn-
um, til umhugsunar og örvun til sóknar.
En það er sitthvað fleira, sem er til
fyrirmyndar hjá Norðmönnum varðandi
bindindisfræðsluna. — Hér skal aðeins
nefnt tvennt til viðbótar.
Um alllangt skeið hafa bindindissam-
tökin, sem alls munu vera sextán í land-
inu, sameinast um ákveðinn bindindis- \
dag, ákveðinn baráttudag gegn áfeng-
inu. Setja þau svip sinn á þann dag
á hinum ýmsu stöðum með skrúðgöng-
um og samkomuhöldum. Stóru og vönd-
Lýðháskólinn
í Sundi.