Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 11

Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 11
 EINING 11 1 % Sloínað bindlndis- félag ökumanna Eftir töluverðan undirbúning var stofnað bindindisfélag ökumanna 28. júlí s. 1. Af þeim, er þá höfðu skráð sig, gátu þó aðeins 9 komið til fundar. Þá var kosin þriggja manna stjórn, er búa skyldi undir framhaldsstofnfund, gera frumdrög af lögum félagsins og merki þess. Þessir voru þá kosnir í stjórnina: Sigurgeir Albertsson, húsabygginga- meistari, form., Ásbjörn Stefánsson, læknir, ritari og Guðjón Guðlaugsson, húsabyggingameistari, féhirðir. Nokkru síðar kom stjórnin saman á heimili rit- stjóra Einingar til þess að ræða um lög félagsins og var þá tveimur mönnum falið að gera frumdrög af lögunum, þeim Ásbirni Stefánssyni og Pétri Sigurðs- syni. A norræna bindindisþiginu voru mættir fulltrúar frá sams konar félaga- samtökum í Norðurlöndunum fjórum, þar á meðal formaður Norðurlanda sambands bindindisfélaga ökumanna, hr. Simon Fredriksson. Undir stjórn hans voru svo nokkrir fundir félagsins í sambandi við þingið sjálft, og á ein- um slíkum fundi á Hótel Borg, þar sem íslenzku félagarnir buðu hinum erlendu gestum sínum til kaffidrykkju, var ís- lenzka félagið tekið inn í Norðurlanda- sambandið og því vel fagnað af fulltrú- um allra Norðurlandanna fjögurra. Félagsskapur þessi, sem orðinn er öflugur bæði í Svíþjóð og Noregi, hef- ur látið okkur í té margvíslegar upplýs- ingar, lög þeirra í þessum löndum, til hliðsjónar, og ýms gagnleg plögg um starfsemi samtakanna. Þriðjudaginn 29. september var svo haldinn framhaldsstofnfundur Bindindis- félags ökumanna á íslandi og höfðu þá skráð sig 28 stofnendur alls. Þar var nafn félagsins endanlega samþykkt, lög þess í 10 greinum einnig samþykkt, lagt fram frumriss af fyrirhuguðu bílmerki félagsins, samþykkt inntökugjald og ársgjald, kosnir fjórir menn til viðbótar í stjórnina, tveir endurskoðendur, tveir menn gerðir heiðursfélagar, og ýms mál rædd. Á fundinum gátu ekki allmargir ver- ið, sem höfðu skráð sig. Til viðbótar þeim sem fyrir voru í stjórn, voru kosn- ir þessir: Halldór Þórhallsson, strætis- vagnastjóri (varaformaður), Jens Hólm- geirsson, fulltrúi; Benedikt Bjarklind, lögfræðingur og Eiríkur Sæmundsson, heildsali. Endurskoðendur voru kosnir, Gunnar Árnason, skrifstofustjóri og Jón B. Helgason, kaupmaður. Þriggja manna stjórn, sem fyrir var, hefur sýnt mikinn áhuga og unnið þeg- ar vel. Ritarinn, Ásbjörn Stefánsson, læknir, færði félaginu að gjöf myndar- legar félagsbækur, bæði handa ritara og féhirði, og einnig tvær skjalamöpp- ur, og hlaut fyrir það og starf sitt hinar beztu þakkir. Stjórnin er nú mjög vel mönnuð og má af henni góðs vænta. Stjórn félagsins lék hugur á að fá tvo menn í félagið, sem ekki stjórna bifreið, þá Brynleif Tobiasson, áfengis- málaráðunaut og Pétur Sigurðsson, rit- stjóra Einingar, sem undanfarin ár hef- ur hvatt til stofnunar slíks félagsskapar. Var þá ekki annað ráð fyrir hendi en að gera þá að heiðursfélögum, sem lög fé- lagsins heimila, og var það samþykkt. Telja má víst, að menn fagni al- mennt þessum nýja félagsskap, og láti sér skiljast, að hann getur unnjð hið mesta gagn, ef lán er með og sem flest- ir áhugamenn á þessu sviði ljá honum lið. Lög félagsins verða birt hér í blað- inu við tækifæri og getur þá hver, sem þau les, séð að verksvið félagsins er mikið og starf þess hið þarfasta. Það stefnir að sem fullkomnastri og örugg- astri umferðarmenningu. Tilgangur félagsins er einnig sá, að standa vörð um hagsmuni félagsmanna í sambandi við bílatryggingar og fleira. Israel í ísrael hafa menn verið að koma upp mikilli áfengisgerð. Á hún að geta fram- leitt 350,400,000 tunnur af áfengum drykkjum á ári, hver tunna er 150 lítrar. New York I New York eru 2—3 hundruð þúsund áfengissjúklingar. Öll útgjöld í sambandi við þessa áfengissjúklinga eru talin vera 200 milljónir dollara árlega. Þetta er sam- kvæmt skýrslu heilbrigðis- og velferðar- ráðs borgarinnar. r Nýjasti skólinn Ævi manna er stutt, en margt að læra. Ævin verður því öll að vera þrotlaust nám. Þótt menn stundi nám í skólum öll æskuárin og verði fullprófaðir í einu og öðru, þurfa þeir samt að halda náminu áfram ævi- langt. Margt gleymist og tíðarandi og venjur bera oft afvega, jafnvel hirðumenn. Þótt mjenn læri t. d. móðurmálið sæmilega vel, verður öllum þorra manna það á að tala eins og fjöld- inn talar, en það er meira og minna skakkt. Margt er það, sem veldur málskemmdum, en þeim þarf stöðugt að verjast. Fyrir nokkru flutti Magnús Finn- bogason, menntaskólakennari, mjög athyglisvert erindi. I fyrri hluta er- indisins svaraði hann að nokkru leyti ádeilu, sem æði oft hefur komið fram á hendur þeirra kennara, seni ís- lenzku kenna í framhaldsskólum. 1 það mál vill Eining ekki blanda sér, en ritstjórinn bað þess, að mega birta í smáskömmtum málvenjuleiðrétt- ingar þær, sem taldar voru upp í er- indinu, því að óhugsanlegt er, að allur þorri hlustenda hafi getað fest þær sér í minni til hlýtar. Að þessu sinni flytur Nýjasti skólinn aðeins nokkrar fyrstu leiðréttingarnar, en mun svo halda því áfram í næstu blöðum Einingar, unz þær eru upp- taldar. Bezt er að taka fyrir lítið í einu, svo að menn geti fest sér leið- réttingarnar í minni. Það er ekki, hvað við heyruml, heldur hvað við munum og lærum, sem gagnar okk- ur bezt. Islenzku kennarinn, Magn- ús Finnbogason, segir: Ekki skulu menn mæla: láta eitt- hvað í ljósí — heldur: í Ijós. Ekki: halda einhverju á lofti — heldur á loft. Ekki: berast á banaspjótum — heldur: berast á banaspjót — bera banaspjót hvor (eða hver) á annan. Ekki: mifeið betri, verri, lakari — heldur: miklu betri, verri, lakari. — Með miðstigi skal fara mismunar- þágufall, en ekki þolfall. Ekki: vel eða illa íiðinn — heldur: vel eða illa þokkaður, kynntur, lát- inn. Liðinn í þessari merkingu er ekki íslenzka. Ekki: í mörgum tilfellum — held- ur: oft, oftlega. Ekki: þýðingarmikill — heldur: mikilvœgur, mikilsverður. Ekki: hafa mikla (eða litla) þýð- ingu — heldur: skipta miklu (eða litlu) máli eða hafa mikiS (eða lítið) gildi. Ekki: það hefur mikið að segja — heldur: það skiptir miklu máli. * Þessar 10 leiðréttingar skulum við nú læra til hlýtar unz næsta blað Einingar kemur út. Við skulum lesa þær daglega, þar til öruggt er að við notum aldrei þessar setningar, seml íslenzku kennarinn segir að séu ekki íslenzka. Af einberum trassaskap notum við iðulega setningar, sem við vitum að eru vitleysa, eins og til dæmis: „hvernig hefur þú það“. — Þessi setning er ljót í íslenzku máli. »

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.