Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 4

Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 4
4 EINING tr Jón Jónsson, kaupm. frá Vaónesi. Jón Gunnarsson, samábyrg&arstjóri. Jón Laxdal, stórkaupmaður. Jón Ólafsson, útgerðarmaóur. Jón Þóröarson, verzlunin. Lárus Fjeldsted, yfirdómslögmaSur. Ludvig Kaaber, bankastjóri. Lárus G. Ludvigsson, skóverzlun. Magnús Blöndal, kaupmaSur. Magnús Einarsson, dýraleeknir. Magnús Magnússon, skipstjóri. Oddur Gíslason, sýslumaður. Ólafur Björnsson, ritstjóri. Ólafur G. Eyólfsson, stórkaupmaður. Ó. Benjamínssson, kaupmaður. Olgeir Friðgeirsson, kaupmaður. Páll H. Gíslason, kaupmaður. P. O. Christensen, lyfsali. Pétur Halldórsson, bóksali. Pétur Hjaltested, úrsmiður. Pétur Thorsteinsson, kaupmaður. Samúel Ólafsson, söðlasmiður. Sveinn Björnsson, sendiherra. Þorsteinn Þorsteinsson, útgerðarm. H. f. Kveldúlfur. I Minningum segir Einar Jónsson: „Flestir gáfu 500 kr. Hlutafélágið „Alli- ance“ gaf 1000 kr., en sagt hefur mér verið, að forstjóri Thor Jensen hafi sett strik út úr þessum eina, — og sem þannig urðu 7000 krónur“. Þannig var grundvöllurinn lagður að óskahöll listamannsins, fyrst og fremst af góðvilja og fórnfýsi vina hans, og þeirra hafa hjónin í Hnitbjörgum löng- um minnst þakklátum hjörtum. Enn voru þó eftir alls konar ljón á veginum. Peningarnir voru fengnir og efni keypt til byggingarinnar, en þá stóð svo illa á hjá fátækri og ráðafárri þjóð, að taka varð sementið til annarra framkvæmda og varð því dráttur á að verkið gæti hafizt, og þegar stundin kom, var allt efni orðið margfallt dýr- ara, til dæmis sementstunnan sjö sinn- um dýrari, eða svo hermir frásögnin. Háttsettur embættismaður hafði tvíveg- is gert Einari Jónssyni það mjög ræki- lega skiljanlegt, að hann „mætti ekki skipta sér af byggingu hússins“. Lista- maðurinn varð því að horfa upp á að húsið væri steypt án þess að hafa járn í steypuna, en þannig á þetta ef til vill að vera, að prestar ráði engu um það, hvernig kirkjur eru byggðar, læknar og hjúkrunarkonur engu um sjúkrahús, og listamaðurinn engu um gerð safns hans. — I Minningum segir Einar Jónsson: „Fimmtán árum síðar, er bindingar höfðu verið settar í húsið, kom arkitekt- inn upp til mín. Eg spurði hann: „Hvað mundir þú segja, ef svona bygging væri reist núna?“ „Eg mundi kalla það vit- firring“, sagði hann. — Einar óskaði einnig, að húsið væri tveim metrum breiðara, því að þá hefði hann getað komið fyrir listaverkaröð einnig eftir miðju gólfi, en þetta fékkst ekki. Seinna byggði Einar Jónsson sjálfur austur- álmuna, og hún er traust. Löngu síðar Pétur Ofttesen alþingismaður, óðalsbóndi á Ytra-Hólmi á Akranesi, varð 65 ára 2. ágúst s. 1. — Norræna bindindisþingið var háð þá dagana í Reykjavík. Það sendi Pétri heillaóskir sínar, og eg er viss um, að fjöldi manna um þvert og endilangt ísland hefur árn- að honum alls hins bezta á þessum tímamótum í ævi hans. — Pétur hefur setið á Alþingi samfleytt frá 1916, og hefur enginn Islendingur frá 1845 setið jafnmörg þing sem hann. Hefur hann jafnan átt miklu fylgi að fagna í kjör- dæmi sínu. Eiga Borgfirðingar nýtan fulltrúa á Alþingi, þar sem hann er. — Hann er maður einarður, vel máli far- inn, kappsmaður mikill. Jafnan hefur hann verið í brjóstfylkingu í baráttunni fyrir sjálfstjórn Islendinga. Bóndinn á Ytra-Hólmi fetar þar í fótspor hins merka héraðshöfðingja, séra Hannesar Stephensen, er einnig bjó á Ytra-Hólmi fyrir hér um bil öld síðan. — Pétur Otte- sen hefur brennandi áhuga á landbún- aðar- og sjávarútvegsmálum, og stund- ar hann bæði landbúskap og sjó og sæk- ir fast vinnuna, því að hann er einstak- var svo reist vesturálman. Þar hefur listamaðurinn unnið síðustu árin, en nú er þessi álma einnig fullsetin listaverk- um og vinnustaður því enginn framar í húsinu. Allar deildir hússins hafa á sín- um tíma verið verkstæði, og listamað- urinn flutt úr einum staðnum í annan, og nú seinast út úr húsinu, en vinnudag- ur hans ætti nú líka að vera búinn og hann unna sér hvíldar það sem eftir er, aldur hans er orðinn hár, og nú þarf að ganga svo frá öllu óhagganlega, að þeg- ar umsjón þeirra hjóna kemur ekki lengur til greina, að þá verði öllu óhætt um komandi tíma fyrir ágengni skiln- ingslausra manna. I vor verður nýja álman opnuð almenningi, en hún er heimur fagurra listaverka, er sýna, að hinn aldurhnigni listamaður hefur ekki haldið að sér höndum. Listaverkasafn- ið er nú 30 ára. Gerð hússins hófst 1916 og henni lokið 1923. Var þá safnið opnað almenningi. ur atorku- og manndómsmaður, enda hefur hann megnustu óbeit á leti og iðjuleysi. Hann ann mjög sveit sinni og fagnar hverri stund, er hann má heima vera. Hann á líka góða konu, er styður hann vel og drengilega. Hann er hrepp- stjóri sveitar sinnar og gegnir ýmsum öðrum trúnaðarstörfum heima fyrir í héraði. Það sýnir álit hans, að hann á sæti bæði í stjórn Búnaðarfélags íslands og Fiskifélags Islands, því að hann hefur gott vit bæði á landbúnaði og sjávarút- vegi og metur mikils þessa tvo fornu atvinnuvegi íslendinga. En Pétur á enn fleiri áhugamál en þau, sem nú hafa 9 verið talin. — Fornum þjóðlegum verð- mætum ann hann af öllu hjarta. Til merkis um það má nefna, að hann er í stjórn Rímnafélagsins. Og enn eru ekki upp talin áhugamál Péturs Ottesen. — Síðast en ekki sízt lætur Eining þess getið, að Pétur hefur alla ævi verið bindindismaður. Alla sína löngu þing- mannstíð hefur hann verið mesti full- ^ huginn á Alþingi í baráttunni fyrir bind- indishreyfingunni og frumherji í lög- gjafarbaráttunni, bindindismálinu í vil. Hann hefur starfað í Góðtemplararegl- unni frá æskudögum heima á Akranesi, en aldrei látið mikið á sér bera á æðri stigum. — Hugurinn hefur verið allur við útbreiðslu heima fyrir og löggjafar- málin á Alþingi. Hann er ekki hneigður ^ fyrir að mæta í kjól og fást við siðastarf eitt. Hjnn hálfsjötugi héraðshöfðingi Borgfirðinga er okkar mesti baráttu- maður á Alþingi fyrir bindindi og fögru mannlífi. Hann hefur mörgu áhlaupi hrundið, og svo vel hefur skipazt, að oft hefur tekizt að hrekja óvinina á flótta undir forustu hans, og mun svo enn verða. ,,Heill hildar til, * heill hildi frá, hermaður vorgróðurs ísalands“. B.T. Nú verður þjóðin að halda dyggilega vörð um þenna fjársjóð sinn. Listaverk Einars Jónssonar eru mjög frábær og dásamleg. — Eg minnist oft orða hins ágæta norska skólastjóra, sem sagði um þau, að í styrkleika og krafti minntu þau á verk Vigelands, en í verkum Ein- ars væri þó miklu ríkari sá andi, er lyftir til hæstu hæða. Verkin hafa vakið að- dáun hinna fjölmörgu erlendu gesta, sem hafa skoðað safnið, og heimsfrægir listamenn hafa vakið athygli annarra á í safni Einars Jónssonar, og íslenzkir and- ans menn hafa ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Listaverk Einars Jónssonar eru há- fleygur og djúpstæður skáldskapur, runninn frá sönnu manngöfgi og elsku til hins guðlega. Það er skapandi og mannbætandi skáldskapur í þjónustu g ^ ljóss og lífstrúar, en við slíku geta senni- lega jarðhverfar sálar amast, en ekki hugir þeirra, er til ljóssins snúa.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.