Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 5

Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 5
EINING 5 Dr. TJuno Tuominen. Finnska bindindis- hreyfingin 100 ára I Helsingfors í Finnlandi var mikið hátíðahald dagana 26.—28. ágúst s. 1., ^ og var það 100 ára afmælishátíð finnsku bindindishreyfingarinnar, sem upprunalega gekk undir nafninu Nyk- terhets Vánner, en heitir nú Raittiuden Ystávát. Aðalhátíðarhaldið fór fram í húsa- kynnum háskólans, og tók þátt í því margt stórmenni, forseti Finnlands, ráð- herrar, sendiherrar erlendra ríkja, al- 'í ---------------------------------- ^ Frá Norðurlöndunum fjórum hefur borizt allmikið af bréfum, blöðum og tímaritum, er fjalla um norræna bind- indisþingið í Reykjavík, landið og þjóð- ina. I þessum bréfum og blöðum er víða farið mjög fögrum orðum um mót- tökurnar á íslandi, og megum við vel við una. Bréf þessara manna eru mörg framúrskarandi elskuleg, greinarnar í blöðunum mjög vingjamlegar, og sum- ar þeirra með glæsibrag. Má þar t. d. nefna skrif Finna í sænsku blaði, sem gefið er út í Finnlandi og heitir: Hjem- bygden. Tveimur greinum í blaðinu fylgja myndir frá Reykjavík, Geysir, Heklu, og fleiri stöðum á landinu, einn- ig myndir af forsetanum, dómsmálaráð- * herra og forseta norræna bindindis- þingsins. Þriggja dálka yfirskrift greinanna er: „Ljómandi norrænt bindindisþing í Reykjavík“, og hefst önnur greinin á orðunum: „Frábær gestrisni og dásam- leg kynnisför . . . Vissulega var okkur kunnugt um ísland sem land sagnanna, ^ en við hinu höfðu víst ekki allir búizt, að kynnazt þar sögueyjunni sem landi nútímamenningar . . . Eftir dásamlega næturhvíld á Hótel Garði, dró eg þingismenn og forustumenn á sviði fé- lags- og menntamála, og svo margir forvígismenn bindindismála á Norður- löndum. Margir aldurhnignir brautryðjendur bindindismála á Norðurlöndum voru heiðraðir við þetta tækifæri, svo sem landshöfðingjar, skólastjórar æðri skóla, prófessorar og forstjórar bind- indissamtaka. Þar á meðal var danski öldungurinn, Adolph Hansen. Framkvæmdastjóri finnsku bindindis- samtakanna, sem þarna áttu 100 ára af- mæli, dr. Uuno Tuominen, var einn er- Iendu gestanna okkar á norræna bind- indisþinginu í Reykjavík, einnig forseti hátíðarhaldanna, dr. Rafael Holmström, og verða þeir okkur minnisstæðir. — I sambandi við 100 ára afmælið kom út bók eftir dr. Uuno Tuominen, og heitir hún Raittiuden Ystávát 1853— 1883. Finnar eru mikil dugnaðarþjóð á flestum sviðum, margreyndir í þreng- ingum og frægir fyrir heiðarleik í þjóða- viðskiptum. Af hinum mörgu erlendu gestum okkar á norræna bindindisþing- inu í Reykjavík, sem skrifað hafa um það í erlend blöð og tímarit, hafa engir gert það af meiri alúð, hlýleik og snilli en einmitt Finnar. — Eining biður bind- indinsstarfi þeirra, og þjóðinni sjálfri, allrar blessunar. gluggatjaldið frá og sá þá sólroðna, hreinlega og fagra borg. Sagt er, að það sé fögur sjón að sjá Island stíga upp úr hafinu, og fyrir mig var fyrsta sýn af landinu óviðjafnanlegt augnayndi. — Venjulega fer ímyndunaraflið villigötur, er menn reyna fyrirfram að gera sér Ijóst útlit annarra landa, að minnsta kosti er óhætt að segja það um ísland“. Þá segir greinarhöfundur, að Islend- ingar hafi skarað fram úr öllu venju- legu við slík þinghöld í því, að auka á hrifningu gestanna með degi hverjum: „Det var som om sensationsgraden — det fantastiska man fick vara med om — skulle ha ökast för varje dag“. Reformatorn, aðalmálgagn Góðtempl- arareglunnar í Sviþjóð, birti einnig langa ritgerð, og segir frúin, sem grein þá skrifar, að við Mývatn hafi náð há- marki aðdáun sín á íslenzkri náttúru- fegurð. Bláa bandið sænska, birti einnig greinar og myndir frá förinni til Islands. Þar er sérstaklega hitaveitan, Geysir, Gullfoss, aflstöðvarnar við Sogið og Hveragerði gert að umtalsefni af undr- un og aðdáun. Framhald. Soffía Jónsdóftftir áftftræó Sjöunda júlí s. 1. átti Soffía Jóns- dóttir, Laugavegi 18 í Reykjavík, átt- ræðisafmæli. Þann mánaðardag er hún fædd 1873, að Syðri-Ey á Skagaströnd. Til Reykjavíkur fluttist hún 1910 og hefur átt þar heima síðan. Árið 1897 giftist hún Sigurbirni Jóhannessyni, sem margir eldri Reykvíkingar kannast við. Hann var um langt skeið starfsmaður við verzlun Jes Zimsens. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Um leið og frú Soffía Jónsdóttir átti áttræðisafmæli, átti hún einnig 40 ára templaraafmæli. Árið 1913 gekk hún í stúkuna Verðandi og var félagi henn- ar 20—30 ár, var svo ein af stofnend- um stúkunnar Reykjavík, sem ekki varð mjög langlíf, en gerðist því næst félagi í stúkunni Einingin. — Það var árið 1947. Soffíu Jónsdóttur er sennilega engin þökk*í því, að Eining sé að minnast af- mælis hennar eftir dúk og disk. En það ber oft við, að konur, sem innt hafa af hendi langa og mikla þjónustu á ýmsa lund, gleymast stundum, þegar verið er að halda til haga vel unnum verkum manna. Soffía er mjög væn og vel gef- in og hefur verið mesta dugnaðarkona. Hennar langa þátttaka í bindindisstarf- inu er því vissulega orðið mikið þjón- ustustarf, sem á hinar beztu þakkir skil- ið. Trúmennskan og festan í öllum slík- um málum er alltaf ómetanleg. Það eru einmitt þeir, sem trúir eru allt til hinztu stundar, er hljóta „kórónu lífsins“. — Lífið krýnir þá sigursveig viðurkenning- ar og þakklætis, og launa hinna grand- vöru. P. S. Einar Jónsson myndhöggvari Hátt þinn andi hefur sig, hlýtur sœtiS fyrsta. Kynslóðirnar krýna þig konung dýrra lista. Pétur Sigurðsson. Frá erlendii fulltrúiiiiuiii á norræna bindindisþinginu

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.