Austurland


Austurland - 17.10.1985, Blaðsíða 3

Austurland - 17.10.1985, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 17. OKTÓBER 1985. 3 Viðtal við Helgu Jóhannesdóttur: Verkalýðsfélögin eru fólkið sjálft Helga Jóhannesdóttir. Ljósm. B. S. AUSTURLAND náði tali af Helgu Jóhannesdóttur, Stöðvar- firði, á vinnuverndarráðstefnunni á Iðavöllum og spurði fyrst: □ Pú ert bónustrúnaðarmaður í frystihúsinu á Stöðvarfirði. Hvernig er ástandið hjá ykkur í öryggismálum og hafið þið örygg- istrúnaðarmann? ■ Já, við höfum öryggistrúnaðar- mann á staðnum. Alltaf má nú betrumbæta í þessum öryggismál- um, alltaf má tína eitthvað til. Oft er það, eins og fram hefur komið hjá mörgum hérna, að fólki finnst þetta vera afskiptasemi í manni, þegar verið er að benda á ýmsa hluti, því finnst það vera nöldur. Viðtal við Sigurð Hannesson: Brýnt að auka fræðslustarfsemi Á vinnuverndarráðstefnunni á Iðavöllum náði AUSTURLAND tali af Sigurði Hannessyni, for- manni Verkalýðsfélagsins Jökuls á Hornafirði, en hann er jafn- framt varaformaður Alþýðu- sambands Austurlands. Og hann var fyrst spurður: □ Hvað vilt þú segja um þann þátt í starfí verkalýðsfélaganna, sem við getum kallað frœðslustarf- semi? Er hann nógu vel rœktur og ertu ánœgður með hann? ■ Mér finnst hann nú kannski hafa verið heldur lítið ræktur fram að þessu, en ég tel, að það sé að færast í aukana. Ég tel mjög brýnt að auka fræðslustarfsemi og ég held, að það skili sér alltaf. f>að er eftirtektarvert, að þegar fólk fer á ráðstefnur og námskeið, er það miklu áhugasamara fyrst á eftir. Pess vegna held ég, að það sé nauðsynlegt að hafa slíkt alltaf annað slagið til að halda fólki við efnið. Ég er mjög ánægður með þessa ráðstefnu og ég trúi því, að hún eigi eftir að skila einhverjum árangri á þessu sviði. □ Finnst þér samband verkalýðs- félaganna og vinnueftirlitsins nœgilega mikið eða nœgilega markvisst? ■ Nei, mér hefir nú ekki fundist það. Ég þori ekki að segja, hverj- um það er að kenna, það getur verið báðum aðilum að kenna. □ Ertu ánœgður með aðsókn að þessari ráðstefnu hér? ■ Mér finnst hún vel sótt, það eru hér mörg félög með marga full- trúa hvert, en það eru þó viss félög, sem vantar alveg fulltrúa frá. Mér varð hugsað til þess í gær, þegar framsöguerindin voru flutt hérna, að það hefði verið mjög gott, ef það hefðu verið fulltrúar frá vinnuveitendum hérna með okkur, t. d. verkstjórar. Þeir hefðu haft mjög gott af því að vera hérna og ég hugsa, að það hefði skilað meiri árangri heima í fyrirtækjunum, því að það er hætt við, að þegar við komum heim og ætlum að fara að láta ljós okkar skína í þessum efnum að það verði lítið hlutstað á okkur, en það yrði frekar gert, ef þeir hefðu verið með. □ Áttu von á, að árangurþessarar ráðstefnu geti orðið sá, að skipaðir verði öryggistrúnaðarmenn og ör- yggisverðir á öllum vinnustöðum, mérskilst, að þarskorti nokkuðá? ■ Já, ég er ekki frá því. Annars held ég, að vinnueftirlitsmenn þyrftu að sýna sig meira í fyrir- tækjunum til þess að það yrði gert. Ég veit, að það voru víða kosnir öryggistrúnaðarmenn fljótlega eft- ir að þessi lög tóku gildi. Þeir voru kannski lítið undirbúnir í þetta verkefni, en áhugasamir í fyrstu, en áhuginn hefir svo minnkað smám saman, því að það hefir of lítið verið stutt við bakið á þeim af vinnueftirlitinu og þeir alltof mikið einir í sínu starfi. □ Par með lauk spjalli okkar Sigurðar Hannessonar og AUSTURLAND þakkar honum viðtalið. B. S. Og maður verður óvinsæll fyrir svoleiðis lagað. □ Styður verkalýðsfélagið ekki við bakið á þessum trúnaðar- mönnum? ■ Jú, ég held það í flestum tilvik- um, en það mætti alveg vera sterkari stuðningur. □ Finnst þér vinnueftirlitið hér á Austurlandi vera virkt og koma ykkur að gagni? ■ Ég veit ekki svo vel um það. Ég hef ekki leitað sjálf neitt til þess. Maður kemur ábendingum til öryggistrúnaðarmannsins og hann hefur samband við eftirlitið. □ Hvað viltu segja um þessa ráð- stefnu hérna? ■ Maður fer náttúrulega á svona ráðstefnu til að verða einhvers vísari eða fróðari og lærir auðvit- að alltaf eitthvað. Hér koma fram önnur og fleiri viðhorf. □ Heldurðu að þetta skili þá ein- hverju fyrir ykkur síðar? ■ Það skilar alltaf einhverju, en erfitt er að meta, hversu mikið það er. En það sem mér finnst aðallega vera að í sambandi við þessi mál öll, er það, að mér finnst fólk al- mennt ekki vera nógu vakandi. Það eru lagðir fram bæklingar og ábendingar um ýmislegt, sem betur mætti fara, t. d. of mikinn hávaða og of lág borð, en fólkið sjálft geng- ur ekki nógu vel eftir, að eitthvað sé gert í málinu. Það þýðir ekkert, að einhver einn sé að ýta við þessu, þá er hann bara talinn nöldrari. □ Margt af þessu kostar sennilega ekki mikla peninga? ■ í mörgum tilvikum mætti laga mikið án þess að vera með mikil fjárútlát. Það er samvinnan sem gildir í þessu. Það er ekkert frekar í þessum ör- yggismálum en verkalýðsmálum almennt. Fólk virðist vera sofandi fyr- ir þessu. Verkalýðsfélögin eru fólkið sjálft, ekki bara þessir fimm sem kosn- ir eru í stjóm. Og á meðan fólk stend- ur ekki saman, næst ekkert fram, hvort sem það er í vinnuvemd- armálum, launamálum eða öðm. Sigurður Hannesson. Ljósm. B. S. Skynsamlegra vœri að leggja aðaláhersluna á gœði vinnslunnar. □ Hvað vilt þú segja um bónus- samningana, sem nú eru til um- fjöllunar? Eruð þið búin að sam- þykkja þá? ■ Nei, það er ekki búið að sam- þykkja þá, þeir verða sennilega teknir fyrir í næstu viku. En það sem ég hef séð af þeim finnst mér fyrir neðan allar hellur, vegna þess að við höfum akkúrat ekkert út úr þeim. □ Pað er einmitt það, sem mig grunaði. ■ Það átti að halda sig við kröf- una, sem sett var fram í upphafi urn þessar 30 kr., því að munur tímakaups og bónuss er orðinn alltof hár í öfuga átt. Við viljum fá þær breytingar, að tímakaupið hækki og þakið lækki, svo að menn þurfi ekki að leggja svona rosalega mikið á sig til að ná þess- um krónum inn. Það endist engin manneskja til að vera í svona bón- usvinnu nema í hæsta lagi 10 ár, þá er hún gjörsamlega búin. □ Pað er þá enginn ávinningur að þessum samningi? ■ Ekki get ég séð það. Þeir sem hafa reiknað þetta út og prófað, segja að þetta komi verr út en áður, og ég ætla að vona, að fólk fari ekki að samþykkja þessa vit- leysu. □ En hvernig stendur á því, að forsvarsmenn Verkamannasam- bandsins lýstu þvíyfir við undirrit■ un samninganna, að þetta vœri bestu bónussamningar, sem gerðir hefðu verið? ■ Það er greinilegt, að þeir sem hafa skrifað undir og telja þetta bestu samninga, sem gerðir hafa verið, hafa ekki unnið undir þessu bónusálagi. Annað getur ekki verið. Þeir geta ekki vitað nákvæm- lega út á hvað vinnan gengur. Þá hefðu þeir ekki skrifað undir samn- inga, sem koma verr út en það sem áður var, sérstaklega hjá þeim, sem eru með háa nýtingu. Mér finnst aðalspurningin í þessum bónusmálum vera af hverju atvinnurekendur vilja ekki borga fyrst og fremst fyrir gæðin, en alltaf skuli miðað við þessi afköst, þennan mikla hraða, til að koma sem mestu hráefni í gegn- um húsin, burtséð frá því, hvernig hráefnið fer í gegn. Ég held það væri miklu skynsamlegra að leggja aðaláhersluna á gæði vinnslunnar og greiða fyrir gæðin. Að svo mæltu slitum við Helga talinu, og AUSTURLAND þakkar henni viðtalið. Þess má svo geta, að Verka- lýðs- og sjómannafélag Stöðvar- fjarðar felldi bónussamningana 11. okt. varðandi frystihúss- vinnuna með 23 atkv. gegn 3 - einn seðill var auður - og varð- andi saltfiskvinnuna með 8 atkv. gegn 1. B. S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.