Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 2

Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 2
2 EINING Istanbul. Gult horniS (Slólpasund). A því sjúst tvær brýr: Galalabrúin, sú sem nær er, og Ataturk-brúin, sú sem er fjœr. — Á þessari yfirlitsmynd sést borgin ekki nærri því öll. en það er svo breitt, að á því miðju sér ekki til lands, en Bosporos er 27 km á Iengd, en 500 m á breidd, þar sem það er þrengst, en 3000 m, þar sem það er breiðast. Suður úr Marmarahafi mjókkar aftur. Þá tekur við Hellusund (Dardanellasund), lykillinn að Miðjarð- arhafinu austanverðu. Alma gengur úr Bosporos upp í Iand- ið í norðvestur. Er sá fjörður 7 km á lengd. Hann kölluðu forfeður vorir Gullhornið og stundum Stólpasund. Það er í laginu eins og horn. Mynnið er breitt, en stikillinn, sem veit inn í land- ið, er mjór. Borgin rís á sjö lágum hæð- um, sem liggja upp af Sæviðarsundi. Yfir Gullhornið liggja tvær brýr (og nú komin in þriðja, kennd við þjóðhetjuna Atatúrk), og milli þeirra og utan við þær liggur verzlunarhöfn borgarinnar. Fyrir sunnar Stólpasund liggur gamli bærinn. Ber hann austurlenzkan svip: þröngar götur, verzlunarbragur heldur kynlegur, gömul hús og mörg heldur hrörleg og þrifnaður gæti verið betri. I þessum borgarhluta er soldánshöll- in mikla (Serajið) og forna, skammt frá sundinu. Rétt fyrir vestan hana er ið fyrrverandi stórvesírat (In háu hlið) og Sofiukirkjan, og við hliðina á henni paðreimur, og segir síðar frá honum. — Einkennilegir eru inir miklu bazar- ar, furðuleg völundarhús, yfirbyggðar verzlunarbúðir, þar sem allir mögulegir hlutir eru á boðstólum. — Ein af merk- ustu moskunum (guðshúsum Múham- meðsmanna) er Ahmed-moskan (reist í byrjun 17. aldar), sem ein allra þeirra hefir sex mjóturna eða mínarettur. Hin- ar hafa fjóra. Alls eru taldar vera um 900 moskur í Istanbul. — Fyrir norð- an Gullhornið er Galata. Þar eru fínustu hótelin, stærstu verzlanirnar og bank- arnir og hafnarmannvirki mikil. Galata er nýmóðins stórverzlunarhverfi. Vest- anmegin er borgin girt varnarmúr mikl- um. — Asíumegin liggur Scutari og Kadiköy og Haydarpass nokkru sunnar, og þaðan liggur Austurlandabrautin (Bagdadbrautin). — Nafnið Byzantion bar borgin þangað til á öndverðri 4. öld e. Kr. Nefndist hún þá fyrst Nova Roma (nýja Róm), en síðan Konstantinopel (Constantinopolis) eftir Konstantin keisara mikla. Nafnaskiptin segja fróðir menn að hafi farið fram 11. maí 330. Það ið svipmikla nafn bar borgin, þang- að til 1924, er Ankara varð höfuðborg Tyrkjaveldis, og hún fékk sitt núver- andi nafn, en það þýðir ,,inn í borgina" eða ,,til borgarinnar“ og er dórisk mál- lýzka (i$ tan polin). Istanbul er lögfest borgarnafn síðasta aldarþriðjunginn. Þrisvar hefur borgin verið unnin með vopnum: 1204, 1261 og 1453. Það eru því rúmir fimm aldir síðan Tyrkir tóku borgina, og síðasti gríski keisarinn, Konstantín XI., féll í þeirri viðureign. Á inum fornu borgarmúrum voru 33 hlið, og var Gullvarta (Porta aurea, þ. e. gullna hliðið) þeirra mest. Forn- frægasta stórhýsi borgarinnar er Hayia Sophia, kirkja innar Heilögu Vizku, og kölluðu norrænir menn hana Ægisif eft- ir framburði nafnsins (aja sofia). Það var Justinianus keisari inn I., sem lét reisa kirkjuna á þriðja tugi 6. aldar e. Kr. Er hvolfþak kirkjunnar fyrirmynd fjölda mustera. Alls eru rúmlega 100 stórar súlur í ýmsum litum í kirkjunni. Höfuðaltarið er úr gulli og gimsteinum sett. Ótal ljósakrónur úr gulli og silfri prýða kirkjuna. Öll ker eru úr gulli og skreytt dýrum steinum. Þegar Tyrkir höfðu hertekið Konstantinopel, en það var 29. maí 1453, gerðu þeir Ægisif að tyrkneskri mosku, og breyttu kirkjunni eftir því sem þörf var á, svo að hún gæti fullnægt réttum kröfum sem höfuðmoska Múhammeðsmanna. Eitt af því, sem sjálfsagt þótti, var að kalka yfir tigla- myndir af Kristi og helgum mönnum, en þegar Atatúrk mælti svo fyrir, að helgi- hald skyldi ekki lengur fara fram í Sofiu- kirkju og hún notuð hér eftir sem safn (musæum) — en það var 1930 —, var kalkið dregið aftur af myndunum, og komu þá skýrt í ljós inar undurfögru tiglamyndir, og blasa þær nú við sjónum gesta, er þar koma. — Rétt hjá kirkj- unni var Hippodromos (ippoðromos), ið mikla forna hringleikhús, er norræn- ir menn kölluðu paðreim. Var hann 373 m á lengd og 180 m á breidd. Gátu setið þar í 30—40 hringröðum um 100 þúsundir manna í einu. Ekki fær íslendingur gengið um borg- arstræti í Miklagarði, án þess að minn- ast samlanda sinna inna fornu, er aust- ur þar börðust í Væringjasveitum með öðrum norrænum mönnum um miðjar miðaldir. Báru sumir þeirra beinin þar, að því er talið er, eins og Kolskeggur Hámundarson Gunnarsbróðir og Þor- steinn drómundur Grettisbróðir. — Þor- valdur Koðránsson inn víðförli, er fyrst- ur íslenzkra manna gerðist kristniboði, og Stefnir Þorgilsson, komu báðir til Miklagarðs, herma íslenzkar heimildir. Fleiri má telja, landa vora, er austur til Bosporos komust og víðar austur þar, eins og Bolla Bollason, Halldór Snorra- son og Úlf Óspaksson. — Geta má og Geitaskarðsbóndans, Gríss Sæmings- sonar, Gests Þórhallssonar, Þorsteins Víga-Styrssonar og Þormóðar Eindriða- sonar. Ég er ef til vill kominn langt frá efninu, en ég vona, að mér fyrirgefist það, þar sem ég hefi þó haldið mér um sinn við íslenzkt efni. Muna má Miklagarður tvenna tímana. Það var Kemal Atatúrk, sem barg Tyrkj- um í lok heimsstyrjaldar fyrri, og ekki duldist það gestunum á Istanbul-þinginu í haust, hver er þjóðhetja Tyrkja. Voru af honum myndir allvíða, svo sem hér á landi af Jóni Sigurðssyni. Það var Atatúrk, sem braut niður lderkaveldi soldáns í Miklagarði, spyrnti fast gegn friðarskilmálum bandamanna, er hann sá, að gera átti hlut Tyrkja næsta lítinn, og létti ekki fyrr en hann var allmjög réttur. Tyrkland kom út úr eldrauninni sem þjóðríki og sem slíkt bundið við Litlu-Asíu og Istanbul. Veldi Tyrkja mátti kalla þorrið í Evrópu. Af því saup Konstantínópel seyðið og setti nú stór- um ofan, þar sem Litlu-Asíuborg-Ank- ara — var nú gerð að höfuðborg. Tyrk- land var orðið Litlu-Asíuveldi. — Hóf nú Atatúrk baráttu fyrir því, að Tyrk- land gerðist ríki í Evrópustíl. Latínulet- ur var nú upp tekið, en arabiskt letur úr gildi fellt, skólar settir og hvarvetna tekið til óspilltra málanna að kenna fólk- inu lestur og skrift. Konum voru veitt (svokölluð) réttindi, í líkingu við það, sem tíðkast á Vesturlöndum. — klerka- valdið var minnkað að verulegum mun og allt gert til þess að Tyrkir gætu setið bekkinn með menningarþjóðum Vestur- landa. En þó að Istanbul sé ekki le^gur höfuðstaður Tyrkjaveldis, er hún samt og verður drottningin við Sæviðarsund,

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.