Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 7

Eining - 01.03.1957, Blaðsíða 7
EINING 7 sofið ekki nóg og fáið ekki nóga hvíld. Þó ætlast ég auðvitað ekki til, að þið sofið lengur á morgnana, heldur farið fyrr að sofa á kvöldin. Nœturgöltur og kvöldlíf íslenzkrar œsku eru eitt alvarlegasta uppeldisvandamáliS. Það er ekki aðeins, að þið ofreynið óharðnaðar taugar með ónógri hvíld, svo að heilsa ykkar getur beðið varanlegt tjón af, heldur veikir kvöldlífið líka siðferðilegt viðnám. Hœttur kvöldsins Kvöldið er siðferðilega hættulegasti tími dagsins. Þegar sleppir aðhaldi starfsins og jafnframt nýtur skjóls myrkursins, þá losnar um það lélegasta í manninum. Kvöld- ið er tími syndarinnar. L’heure du crime, stund glæpsins, kalla Frakkar miðnættið. Ef við viljum varðveita æskuna sem lengst hreina og óspillta, þá eigum við að halda henni frá kvöldlífinu. En hví miður er það þveröfugt hér á Islandi. Ég er ekki viss um, að œska nokkurs lands sé jafnmikið á ferli á síð- kvöldum eins og ceska íslands. Hér er þjóðarvoði á ferðinni. Æskan spillir heilsu sinni, líkamlegri, andlegri og siðferðilegri. Oruggasta ráðið til þess að draga úr spillingu heimsins væri sennilega að draga úr kvöldlífi bæjanna. En þar er við ramman reip að draga, þar sem er nautnaeðli mannsins og hins vegar gróðafíkn þeirra, sem lifa á spillingu heimsins.“ Dagurinn, sem fœr birtu og líf Skólameistari sagði ennfremur að það mætti næstum því segja, að það væri gæfumerki að vera kvöldsvæfur. Það væri atorkumerki að vera árrisull. Hvort tveggja bæri vott um heilbrigði. Það hlyti að vera eðlilegast að sofa þegar myrkrið væri svartast. Sennilega væri hollast að hátta kl. 8 og fara á fætur kl. 4, en maðurinn hefði fært þennan tíma úr eðlilegu fari og þannig fjarlægzt náttúruna, orðið óheilbrigður, og því lengra sem hann færi út fyrir mörkin, því óheilbrigðari yrði hann. ,,Sofnið snemma og vaknið snemma“, sagði Þórarinn skólameistari. ,,Því fylgir líkamleg og siðferðileg heilbrigði. Þá verður dagurinn ykkur léttur, kemur á móti ykkur eins og vinur, sem færir ykkur birtu og líf.“ Þakkir hinar beztu skal skólameistari hafa fyrir sinn ágæta málflutning, en við eigum sem flest, að taka undir orð hans, og meira en það. Við eigum öll að vinna að því í þjóðfélag- inu, að sem bezt bót verði ráðin á því, sem skaðar okkur verst, hvers konar óregla og ómenning sem það er. Gaman þykir mér að orðum skólameistara um bezta svefn- tímann, kl. 8 að kvöldi til 4 árdegis. Eg fer jafnan að geispa eftir kl. 8, en sef oftast lítið eftir klukkan 5 árd. gæti vel tamið mér að rísa kl. 4, eins og John Wesley, hinn mikli prédikari og siðbótarmaður Englendinga gerði um 50 ára skeið og lifði þó fram á níræðisaldur. Síðkvöldin eru hinn útvaldi tími allra spilliafla: siðspill- andi skemmtana, léttúðar og lauslætis, óhófs samkvæma, alls konar óreglu, afbrota og lasta, svo að ekki sé nú minnst á vitfyrringshátt sumra næturklúbbanna. Fæst illverk munu framin í dýrðarljóma morgunstundanna. Stærstu syndir allra kynslóða eru svikið og klaufalegt uppeldi æskumanna. Takizt það illa, er heimurinn í afturför, en lánizt það vel, eru þjóðirnar á leið til frama og farsældar. Pétur Sigurðsson. Orðsending frá hátemplar til allra reglufélaga Arið sem leið reyndi vissulega á þolgæði okkar allra. Andrúmsloftið á sviði alþjóðamála til eflingar umburðar- lyndis, góðvildar og friðar, umhverfðist skyndilega í grimd og ógnþrungna viðburði, jafnvel stríð og múgmorð. En ljóma slær þó á þessa hryggilegu viðburði. Öllum heiminum hefur enn einu sinni orðið það ljóst, að frelsisþrá manna er ekki auðveldlega kæfð. Þeir menn, bæði karlar og konur, sem um áratug hafa búið við hlífðarlausan bumbu- slátt áróðursvélar einræðisstefnunnar, hafa sýnt, að þeir ala enn í brjósti sér hugsjón frelsi, sem þeir hafa fórnað lífinu, í baráttu með berar hendur gegn sextíu þungalestaskriðdrek- um. Á hinni flughröðu frelsisstundu Ungverja notaði yfirstjórn alþjóðareglu góðtemplara tækifærið til þess að ná sambandi við reglubræður þar í landi. Okkur gafst færi á að tjá þeim þetta: ,,Við höfum ekki gleymt ykkur, og við réttum ykkur bróðurhönd. Það var okkur mikið fagnaðarefni að hitta þá fyrir fúsa til samstarfs á ný. En nú hefur járntjaldið fallið enn einu sinni. Við náum ekki þar yfir til vinanna, en við vitum af þeim, að málefni okkar á einnig hug þeirra og hjarta, og að sú er ósk þeirra, að þeir gætu notið hinna sömu dásam- legu réttinda og við, að geta unnið að frelsi mannkynsins og bræðralagi manna. Vígjum þá líf okkar á ný því málefni, er við höfum heitið trúnaði, að afmá eina mestu bölvun í samfélagi manna og efla sem víðtækasta menningu og sambúðarhæfileika allra, svo að bræðralagshugsjónin geti orðið að óhagganlegum veruleika. Framgangur og sigrar góðtemplarareglunnar skulu vera okkur máttug hvatning. Það er ekki lítilsvirði, að í mörg- um löndum höfum við fjölgað félögum olckar, og hinu má heldur ekki gleyma, að á undanförnum árum hefur tekizt náið samstarf við ýmsar templarareglur á Norðurlöndum, sem áður hafa unnið bindindisstarf sitt utan við alþjóðasamtökin. Mikilvægast er þó af öllu það, að við höfum sannreynt, að áhugi og þreklyndi félaga okkar er enn sem áður algerlega ólamað. Bróðurlegast, Ruben Wagnsson, hátemplar. Hamborg gefur femplurum hús Norska Godtemplarbladet greinir frá örum vexti templara í Vestur-Þýzkalandi. Þeir hafa þó ekki enn komizt þar, sem þeir voru fyrir styrjöldina miklu, en þeir sækja fram af mikl- um áhuga og dugnaði. Verkefni hafa þeir nóg, því að drykkju- skapur er geigvænlega mikill í landinu. Hamborgarbær hefur gefið templurum ágætt hús, mjög nálægt aðaljárnbrautarstöð borgarinnar. Húsakostur þessi er góður og nægilegur til ýmissa félagsstarfa. Hvenær rís hús af grunni í Reykjavík, sem nægir bindindis- starfseminni í bænum og þjóðarinnar í heild? Hófdrykkjumennirnir, svo nefndu, eru smitberar áfengissýkinnar

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.