Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 8

Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 8
8 E I N I N G E I N I N G Mánaöarblað um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurösson. Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku íslands. Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982, Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut 6, Kópavogi. Sími blaðsins er 5956- Árgangur blaðsins kostar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. hvert eintak. Þfóðháftáð og þjéðhollusfta Þjóðinni hlotnaðist sú blessun að njóta sérstakrar veður- blíðu um allt land á þjóðhátíðardaginn. Fólkið var fagnandi og fjölmennti við hátíðarhaldið. Mikið litaskraut blasti við augu áhorfandans, þegar horft var yfir manngrúann á Arnar- hólstúni í Reykjavík og í miðbænum. Auk skreytingar bæjar- ins bar mikið á litklæðum barna og unglinga og jafnvel full- orðinna. Víðast mun allt hafa farið fallega og sómasamlega fram. Oftast þó einhverjir sjálfum sér til skammar og öðrum ama. Það er fallegt að halda þjóðhátíð og syngja um ást á Iandi og þjóð, en svo er óþjóðhollusta manna æpandi mótsögn við slíkt. Menn sem hafa tvöföld laun á við allan þorra mann, leika sér að því hvað eftir annað að gera verkföll, stöðva atvinnuvegi og valda þjóðinni stórtjóni, og stofna beinlínis öllu fjármálasjálfstæði hennar í voða. Verkföll ættu að vera orðin úrelt og aðrar leiðir færar, sem betur sæma siðmenntuð- um þjóðum. í sambandi við þjóðhátíðina er venjulega flutt ýmislegt gott mál í ræðu og riti. Hið fallegasta ,er eg sá á prenti að þessu sinni voru þrjú stef eftir Helga Valtýsson. Þau birtust í Lesbók Morgunblaðsins og eru á þessa leið: ,,Rekk meg din haand, mín fjende, rekk meg din haand i dag“. (Henr. Wergeland) Himininn brosir í blánandi heiði, barmafullur af þakkargjörð ! Blóð mitt syngur í sunnanblænum, sólgull flæðir um dal og fjörð. Og fagnaðarþráin fyllir mitt hjarta að faðma hvert líf á jörð ! I dag á þjóð mín úr værð að vakna og vorhugul strengi sína slá, samræma hjartans hrynjandi söngva í hæstu eining og dýpstu þrá, svo djúpúðg þökk vor og drottins blessun drjúpi allt land vort á ! Já, komum nú öll — og verum vinir í verkfúsri ást ! — Syngjum Islands lag. Svo stælist viljinn til starfs og dáða, og styrkist og eflist hvert hjartaslag ! — Rétt mér hönd þína ! — Verum vinir ! Vinnum það heit í dag ! Helgi Valtýsson. Oft yrkja þeir lítið, sem yrkja bezt. Þetta litla ljóð er máttugt í einfaldleik sínum. Öfl ljóss og hita faðma þar sálir okkar. — Betri 17. júní boðskapur verður ekki fluttur. P. S. Háftíóarguósþjónusfta i Bessa- sftaóakiirkju á hvíftasunnudag Sól skein yfir landi á hinni björtu sumarhátíð kristninnar, er fram fór í Bessastaðakirkju mjög hátíðleg guðsþjónusta. I upphafi Guðsþjónustunnar flutti forsetinn, herra Ásgeir Ásgeirsson, ræðu þá, er hér fer á eftir. Fyrir altari þjónuðu biskup landsins, herra Ásmundur Guðmundsson, biskupsritari, séra Sveinn Víkingur og dóm- prófasturinn, séra Jón Auðuns. Biskupinn flutti stólræðuna og vígði nýtt altari og altaristöflu. Eins og ræða forsetans skýrir frá, hafði kirkjan nú auðg- ast á ýmsan hátt af búningi, og bar þar ekki sízt á altaris- töflunni og hinum undurfögru glugga-listaverkum. Kirkjugestir munu hafa verið á þriðja hundrað og létu forsetahjónin sig ekki muna um að bjóða gestum eftir guðs- þjónustu í bæinn og bera þeim góðar veitingar. Allir áttum við indæla stund á Bessastöðum þenna sólríka hátíðardag við hátíðlegt tækifæri og geymum urn hana góð- ar minningar. Færum forsetahjónunum hugheilar þakkir fyr- ir boðið og hjartanlegar móttökur. Biðjum Bessastaðakirkju, forsetaheimilinu og hinu æðsta embætti landsins blessunar Guðs um ókomnar ára- og aldaraðir. Pétur Sigurðsson. Steindur gluggi í Bessastaðakirkju - Hallgrímur Pétursson. (Myndirnar tók P. Thomsen)

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.