Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 15

Eining - 01.08.1957, Blaðsíða 15
EINING 15 Frá áfengisvarnaráði Sunnudaginn 14. júlí sl. var á Hvamms- tanga stofnað félag áfengisvarnanefnda í Vestur-Húnavatnssýslu. í stjórn þess voru kjörnir Jóhannes S. Levi, oddviti, Hrísakoti, séra Gísli Kolbeins, Melstað og Gísli Eiríks- son, óðalsbóndi, Stað, Hrútafirði. Á fundi þessum, sem var allfjölmennur, flutti Brynleifur Tobiasson, áfengisvarna- ráðunautur, ávarp, en Ólafur Danielsson, umdæmistemplar í Norðlendingafjórðungi, flutti erindi. Pétur Björnsson, kaupm. í Siglufirði, sem nú er erindreki áfengisvarna- ráðs, tók þátt í fundinum og bafði undir- búið hann. Sýnd var norsk fræðslukvik- mynd varðandi áfengisbölið og gagnsemi áfengisvarnanefndanna. — Þá var á fund- inum ráðinn gæzlumaður barnastúkunnar á Hvammstanga. Snemma í júlí var á fundi sýslunefndar Norður-Þingeyjarsýslu einróma samþykkt reglugerð um eftirlit með samkomum í sýsl- unni, eins og reglugerðir þær, er áður hafa verið samþykktar í Skagafjarðar- og Austur- Húnavatnssýslum. -----00O00----- Áfengissala annan ársfjórðung 1957 (1. apríl til 30. júní). I. Heildarsala: Selt í og frá Rvík fyrir í fyrra á sama tíma kr. í fyrra á sama tíma kr. 21,849,607,00) Selt í og frá Akureyri fyrir í fyrra á sama tíma kr. 785,381,00, þar af frá Siglufirði. kr.l 88,006,00) Selt í og frá ísafirði fyrir Seit í og frá Seyðisf. fyrir í fyrra á sama tíma kr. 539,232,00) Selt í og frá Sigluf. fyrir 1,194,089,00) kr. 28,068,497.00 2,798,271,00 290,561,00 575,577,00 904,887,00 Heildarsala júní 1956 Samtals kr. 32,637,793,00 1. apríl—30. .... Samtals - 23,582,988,00 II. Sala i pósti til IiéraósbannsvæÐa: Frá aðalskrifstofu í Rvík: ísafjarðarumdæmi til 5. júní ‘57 ............... kr. 400,589,00 í fyrra allan annan árs- fjórðung kr. 470,165,00). Vestmannaeyjar fyrir .... - 940,830,00 (í fyrra á sama tíma kr. 711,419,00). III. Áfengi til veitingahúsa selt frá aðalskrifstofu fyrir kr. 902,716,00 staklega gegnum bækur fyrirtækisins, þar sem um kaup er að ræða úr vínbúðunum sjálfum. Sala til veitingahúsanna nemur því raun- verulega albniklu hærri upphæð en greint er frá hér að framan. Heimild: Áfengisverzlun ríkisins, stjórn- arbréf o. fl. ÁfengisvarnaráSunauturinn Reykjavík, 9. júlí 1957. Brynleifur Tobiasson. ASalfundur Bindindisfélags íslenzkra kennara Mánudaginn 12. júní s.l. var haldinn að- alfundur B. í. K. í barnaskólanum á Akur- eyri. Formaður félagsins, Hannes J. Magnússon, skólastjóri, gaf skýrslu um störf félagsins á árinu. Félagið gaf út bókina „Ungur nem- ur gamall temur“ með styrk frá áfengis- varnaráði. Bókin er samin af formanni félagsins. Hún er ætluð til bindindisfræðslu í skólum. Þá gekkst félagið fyrir ritgerða- samkeppni um bindindismál meðal 12 ára barna tvo síðastliðna vetur. Fyrra veturinn var ritgerðarefnið: Er það hyggilegt að vera bindindismaður og hvers vegna? En nú í vetur var viðfangsefnið: Áfengisnautnin og umferðarmálin. Veitt voru þrenn verðlaun á hverju námsstjórasvæði. Námsstjórarnir önnuðust framkvæmd samkeppninnar. Á árinu var Helgi Tryggvason, kennari, meðritstjóri „Æskunnar“ sem fulltrúi B. í. K. Formaður félagsins mætti á norræna bind- indismótinu í Árósum fyrir félagið. Eirík- ur Sigurðsson kynnti sér bindindismál og áfengisvarnir í Noregi á síðastliðnu ári og gaf skýrslu um ferð sína á fundinum. Er nú ákveðið, að Sigurður Gunnarsson, skóla- stjóri, mætti fyrir félagið á 50 ára afmæli Bindindisfélags norskra kennara í Þránd- lieimi í sumar. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: 1. Fundurinn heimilar stjórninni að gefa út lítið blað á næsta ári, ef unnt reynist. 2. Fundurinn leggur eindregið til, að félagið beiti sér fyrir námskeiði á næsta ári í bindindisfræðslu ásamt öðrum málum, er samræmast stefnu félagsins. 3. Fundurinn samþykkir að lieimila stjórninni að ráða erindreka til að ferðast um milli skólanna 2.—3. mánuði, ef hún telur það fært. 4. Fundurinn tekur eindregið undir þá samþykkt Landssambandsins gegn áfengis- bölinu um að ráðinn verði sérstakur erind- reki til að leiðbeina um bindindis- og önnur félagsmál í skólum landsins. Stjórn félagsins var endurkosin. í henni eru: Hannes J. Magnússon, Helgi Tryggva- son, Kristinn Gíslason, Jóhannes Óli Sæm- undsson og Eiríkur Sigurðsson. ------:ooOoo------ Allveruleg bækkun varð á áfengi í byrjun febr. 1957 (10—15% á flestum tegundum), fyrir utan þá hækkun, sem leiðir af gjöld- um samkv. lögum nr. 86/1956 um útflutn— ingssjóð o. fl. —• Áfengisútsala hófst að nýju á ísafirði 5. júní s.l. Sala áfengis frá Áfengisverzlun ríkisins nemur alls kr. 56.220.781,00 fyrra missiri ársins 1957, en í fyrra á sama tíma nam salan — 45.366.7U,00. Heildarsalan allt árið 1956 nam kr. 08.123.474,00. Rétt er að geta þess, að mikill hluti af áfengiskaupum vínveitingahúsa (en þau eru 5 að tölu og öll í Reykjavík) fer ekki sér- Gjafir og greiðsla til blaðsins Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri, Vestmannaeyjum, 150 kr., Tryggvi Sig- mundsson, Ytra-Hóli, Eyjaf., 60 kr., Björn Guttormsson, Ketilstöðum, N-Múl., 50 kr., Þórarinn Magnússon, Reykjavík, 75 kr., Runólfur Runólfsson, Reykjavík, 100 kr., frú Emilía Benediktsdóttir, Reykjavík, 100 kr., Kristinn Árnason, Reykjavík, 50 kr., Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík, 100 kr., Sigurður Kristjánsson, Leirhöfn, N-Þing., 300 krónur, Stefán H. Stefánsson, Reykja- vík, 100 kr., Guðjón Sigurðsson, vélstjóri, Reykjavík, 100 kr., Sigdór V. Brekkan, Norð- firði, 100 kr. - Beztu þakkir. - P. S. Er formaður akademíunnar nú únœgður? Ekki er ýkja langt síðan, að erlend blöð liöfðu það eftir formanni sænsku akademí- unnar, að í félagsmálum væri þeirrar úr- bótar mest þörf í Stokkhólmi, að opnaðar væru í bænum hér og þar smákrár til þess að menn gætu setið þar rabbað og liýrgað sig. Nú segir danska Afholdsbladet, að laug- ardagsnótt eina seint í marz hafi liandtök- ur ölvaðra manna farið fram úr öllu áður þekktu þar í bæ. 188 voru settir í steininn. Hér og þar í borginni var ölvað fólk með ólæti eða í áflogum. Frá 30 heimilum þessa sömu nótt kom beiðni til lögreglunnar um að taka ölvað fólk. Nóttin var hræðileg, sagði lögreglan. Hér höfum við úrbæturnar, frelsið, enga skömmtun, engar hömlur, allt frjálst, og nautnasjúk og léttúðug kynslóð kann að not- færa sér slíkt frelsi í livaða landi sem er. Menningin reynist þar léttvæg vörn. ------ooOoo------ Kennarar cettu hvorki að reykja né drekka, sagði Björnstjerne Björnson Folket greinir frá því, að dr. Karl Matter, prófessor og mikill baráttumaður bindind- ismála í Svisslandi um langt skeið, hafi fyrir skömmu ritað grein og sagt þar frá kunn- ingsskap sínum við Björnstjerne Björnsson. Skáldið skrifaði dr. Matter 3. janúar 1907 á þessa leið: „Nei, eg hef ekki sinnt bindindishreyf- ingunni, eingöngu vegna þess, að engar freistingar hafa ásótt mig, en eg ann hreyf- ingunni og hér í landi er hún mjög nauðsyn- leg. En eg ætlast til þess af kennurum, að þeir hvorki reyki né neyti áfengra drykkja. Enginn ætti að velja kennarastöðuna, er getur ekki neitað sér um slíkt“. Skáldið fer svo nokkrum orðum um hin- ar einföldu lifnaðarvenjur á heimili hans, og eitt sinn er dr. Matter heimsótti hann, kvaddi hann prófessorinn með þessum orð- um: „Afræk aldrei liugsjón þína, dr. Matter. Vonbrigði þín kunna að verða mikil og margt andstætt, en snú aldrei baki við hug- sjónum þínum.“ Um þetta segir dr. Matter: „Þessi orð norska skáldsins hafa verið mér lýsandi blys alla ævidaga mína. Aldrei hafa þau fallið í gleymsku, og eg vona að eg hafi hreytt samkvæmt hvatningarorðum hans“. Folket birti þetta 13. júní sl. og getur þess í lok greinarinnar, að einmitt er blaðið var búið til prentunar, hafi borizt fregn um að prófessor Matter væri dáinn. Hann var 83 ára. Sú krafa, er norska stórskáldið gerði til kennaranna, er sannarlega réttmæt á öllum tímum. Kennarar og prestar þurfa að vera börnum og ungmennum æskileg fyrirmynd, annars er fordæmi þeirra skaðlegt. Hvorki tóbaks- né áfengisneyzla er æskileg, miklu fremur skaðleg. Allir uppalendur og fræð- arar æskumanna eiga að gefa fagurt for- dæmi í bindindissemi og drengilegum lifn- aði. ------ooOoo------ Charles Darivin hefur sagt: „Engin styrj- öld, drepsótt né liungursneyð hefur valdið slíkri fátækt, þjáningum og dauða sem áfengisneyzlan“.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.