Eining - 01.04.1959, Qupperneq 3
E I N I N G
3
*
14>
templarar
Ritstjórn blaósíðunnar:
Guðmundur Þórarinsson
og Einar Hannesson.
<&■
4>
_____>
*
Vorhvöt
Ungtemplarar! — veginn vísið,
vakið yfir heillum lands.
Byggðir fögrum blysum lýsið,
bjartar leiðir vorhugans.
Látið snjalla unaðsóma,
ylja hugann bjartri þrá
Látið vorsins hlýju hljóma,
hjörtum æskufólksins ná.
Það er ykkar, strengi að stilla,
stórum vonum lyfta hátt.
Það er ykkar, hugi að hylla,
halda djarft í sólarátt,
lýsa björtum æsku eldi,
yndi vekja í hverjum bæ.
Hefjið þjóð með vorsins veldi,
veitið yl um land og sæ.
G. Þ.
Tómsftundir
Elfa tímans streymir áfram með ógn-
þrungnum hraða. Allt er á ferð og flugi,
vélaskarkali, ys og þys, setja sinn svip
á stað og stund, fylla fólk eirðarleysi.
Alls konar auglýsingar og áróður sogar
til sín og víst er um það, að margur
má gæta sín á að týna ekki sjálfum sér
í allri þeirri hringiðu.
Ein dýrmætasta eign hvers og eins
eru frístundirnar, sé þeim rétt varið.
Þær gefa næði til íhugunar og lesturs
góðra bóka og þá geta menn gefið sig
að áhugamálum sínum.
Sagan segir okkur, að mestu mikil-
mennin, þeir menn, sem heimurinn á
mest að þakka, hvort sem það eru lista-
menn, stjórnmála- eða vísindamenn,
hafi vaxið mest af því að nota sínar frí-
stundir rétt.
Einn þeirra sem hæst ber í þeim
hópi, er hinn frægi forseti Bandaríkj-
anna, Abraham Lincoln. Hann segir:
,,Á unglingsárum mínum gekk ég í
fimm skóla, en allur námstíminn saman-
lagt var 12 mánuðir.“ Allar tómstund-
ir notaði hann til þroskunar, mest við
lestur góðra bóka. Fáir hafa lyft þjóð
sinni og raunar mannkyninu hærra en
hann gerði með vitsmunum sínum og
mannkostum, — Thomas Alva Edison,
var aðeins nokkra mánuði í skóla, frí-
stundirnar notaði hann til lesturs og
tilrauna. — Öllum eru kunn afrek hans.
— Þá væri ekki úr vegi að minna á
íslenzkan sveitapilt, Stephan G. Step-
hanson, eitt snjallasta skáld Islendinga
og eitt fremsta skáld í öllum nýlendum
Breta á sínum tíma. Allt sitt andans
atgjörvi fékk hann við lestur góðra
bóka og íhugun.
Vissulega má segja, að ekki sé fyrir
alla. að feta í fótspor þessara manna, en
jafnvíst er það, að hver maður vex af
vel notuðum tómstundum og víst er, að
ekkert er æsku landsins háskalegra, en
að eyða þeim í vondum félagsskap á
slæmum skemmtistöðum.
Islenzkir ungtemplarar hafa komið á
gagnlegri tómstundaiðju. Með því hafa
þeir viljað sveigja áhuga ungmenna
frá óhollum stöðum og göturápi, og
gefa þeim tækifæri til að eyða tíman-
um á gagnlegan hátt í góðum félaga-
hópi. Reglan hefur stutt þetta mál
drengilega og fleiri aðilar, svo sem
bæir og áfengisvarnarnefndir.
Vissulega er þörf á að félög, heimili
og skólar laði unga fólkið að tóm-
stundaiðju. það getur á ýmsan hátt
orðið því til gagns og ánægju, tengt það
hollum félagsböndum og gefið því rétt-
ari lífsstefnu. Hin velheppnaða sýning
Æskulýðsráðs Reykjavíkur í haust:
,,Með eigin höndum“, gaf nokkra bend-
ingu um hvað hægt er að gera.
íslenzkir ungtemplarar og Reglan
munu gera sitt til að auka það starf,
sem hafið er og gera það fjölþættara.
Þá er það og stórt verkefni að vekja
áhuga æskunnar á góðum bókum, því
hvað er ekki hægt að læra af þeim? Til
þess mundu leshringar mjög gagnlegir.
Stephan G. Stephanson kveður svo:
Þitt er menntað afl og önd,
eigirðu fram að bjóða,
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.
Það er vel sagt og stórt mark að
keppa að, hvernig það heppnast fer að
miklu leyti og raunar mestu eftir því,
hve frístundirnar eru vel notaðar.
G. Þ.
FRÉTTIR
ÍUT hélt 6. Geslakvöld sitt í Góðtemplara-
húsinu sunnudaginn 15. marz s. 1., og liófst
það kl. 9 e .h. Þangað hafði verið boðið
nemendum úr 2. hekkjardeild Gagnfrœða-
skóla Austurbæjar og fjölmenntu þeir svo
að húsfyllir varð. Dagskráin liófst á þvi, að
ritari ÍUT flutti ávarp og kynnti gestunum
starfsemi ungtemplara. Þar næst flutti
Gunnar Dal, erindreki, ræðu, þá sungu 5
stúlkur úr ungtemplarafélaginu Hálogalandi
nokkur lög með gítarundirleik, leikflokkur
úr st. Einingin, undir stjórn Þorvarðar
Örnólfssonar, flutti tvo stutta leikþætti,
séra Árelíus Níelsson las upp, og að lok-
um var stiginn dans. í lokin kvaddi sér
hljóðs Helgi Þorláksson, yfirkennari. Hann
flutti þakkir gestanna og bað viðstadda
að hylla ÍUT með ferföldu húrrahrópi.
— Eins og áður veitti Áfengisvarnarnefnd
Reykjavíkur fjárstuðning til þessa út-
breiðslu kvölds og húsráð góðtemplara lán-
aði Gt-húsið endurgjaldslaust.
Sunnudaginn 8. marz s. I. fór fram æsku-
lýðsguðsþjónusta í öllum kirkjunum í Rvík,
og víðar. Formaður ÍUT, séra Árelíus Niels-
son flutti messu í Laugarneskirkju þenna
dag og aðstoðuðu ungtemplarar við messu-
gjörðina með upplestri og söng. Kirkjan var
fullskipuð og meðal kirkjugesta var biskup-
inn yfir íslandi, herra Ásmundur Guð-
mundsson. Guðsþjónustunni var útvarpað.
Sunnudaginn f. nmrz s. I. var ÍUT boðið
að kynna starfsemi ungtemplara á skemmt-
un dansklúbbs æskufólks, sem Æskulýðs-
ráð Reykjavíkur pg Áfengisvarnai’nefnd
Reykjavíkur liafa komið á fót. Ritari ÍUT,
Einar Hannesson, flutti þar ávarp, sagði
frá fjölþættri starfsemi ungtemplara, en
að því loknu fóru félagar úr þremur ung-
mennastúkum (Andvara — Framtíðinni —
Gefn) með gamanþátt og að síðustu söng
Spaðakvintettinn úr Hálogalandi nokkur
lög. — Framhald á 4. bls.
1. þing ÆskulýOssanv-
bands Islands var háð í
Reykjavlk dagana 21. og
22. marz sl. 1 sambandinu
eru 11 af 13 æskulýðs-
félögum Isl. og eru fé-
lagsmenn 50—60 þúsund.
1 næsta blaði verður
skýrt meira frá þessu.
Fulltrúar Isl. ungtempl.
voru á þinginu, séra Áre-
líus Níelsson, form. sam-
bandsins og Gissur Páls-
son og Einar Hannesson:
— Myndin er frá þinginu.
Forseti þess, séra Árelíus
Níelsson, stendur fyrir
miðju.