Eining - 01.04.1959, Page 4

Eining - 01.04.1959, Page 4
4 E I NING t SKÁLATÚNSHEIMILIÐ FIMM ÁRA í heiðnum sið báru menn oft börn sín út, en siður kristinna manna kenndi þeim að ala böm sín upp sem bezt og hjúkra þeim, engu síður þeim, sem verst voru á vegi stödd, þó er enn mjög ábótavant í þessum efnum. Heimili fávita og vangefinna barna í Skálatúni átti fimm ára afmæli 30. jan. sI.Hinn 17.marz bauð stjórn heimilisins nokkrum blaðamönnum og manni frá ríkisútvarpinu að heimsækja heimilið. Gestir voru strax leiddir að rausnarlega búnu kaffiborði. Þar sagði formaður stjómarnefndarinnar, Jón Gunnlaugs- son, stjórnarráðsfulltrúi, gestunum sögu heimilisins í örstuttum dráttum. Heimilið tók til starfa 1954 og komu á því ári alls 26 börn, af þeim fóru aftur 7 og 1 dó. 1955 komu 5 börn og fóm 4 aftur. 1956 komu 9 böm, 1 dó og 2 fóru. 1957 komu 6 böm, 6 fóru og 1 dó og 1958 komu 6 böm og 4 fóru. Alls hafa komið á heimilið 52 börn. Þar eru nú 25 og því þrengsli mikil, mættu helzt ekki vera fleiri en 20—22. Börnin eru á aldrinum 5—15 ára og er reynt að kenna þeim allt sem þau geta lært. Var það okkur gestunum undrunarefni að sjá þar dálitla sýningu alls konar handavinnu barnanna, eink- um stúlknanna. Jón Gunnlaugsson lauk miklu lofs- orði á starfsfólk heimilisins og þakkaði því fórnfýsi og dyggilega þjónustu. ,,Það er gamalt máltæki", sagði Jón, ,,að hjúin geri garðinn frægan. Það á sannarlega við um þetta heimili. Á starfsfólkinu veltur það hvort gengur vel eða illa. Konur eiga ef til vill hæg- ara með það en annað fólk að gefa málefni hjarta sitt, og sagt hefur verið Félagsmerki ÍUT Þetta er félagsmerki íslenzkra ungtempl- ara. Merkið er að ytri gerð eins og félags- merki ungtemplarasambandanna í Noregi og Danmörku, en litir á einstökum flötum merksins eru öðru vísi en hjá frændþjóð- um okkar. Miðhluti merkisins er merki góð- templarareglunnar. Grunnur í belti undir stöfunum er rauður. Út frá hringnum ganga 3 lauf, blá að lit. í laufunum er komið fyrir fangamarki íslenzkra ungtemplara, en staf- irnir silfurlitaðir, svo og allar línur (strik) í merkinu. Á milli laufanna koma út þrír smá þríhyrningar, hvítir að lit. Það er álit þeirra, sem vit hafa á, að smíði merkisins hafi tekizt vel. Mcrkið er að konan vinni með hjarta sínu og þá fer vel.“ Forstöðukona heimilisins er frk. Greta Bachmann, sérmenntuð á þessu sviði. Auk hennar er sérmenntaður kennari skólans, frk. Markúsína G. Jóns- dóttir, sem lengst allra kvenna hefur starfað við heimilið og með mikilli prýði. Þá eru þar tvær sérmenntaðar fóstrur, báðar norskar og tvær þýzkar stúlkur. Alls eru starfsstúlkurnar 10. Skálatúnsheimilið er sjálfseignar- stofnun. í stjórnarnefnd þess eru þessi: Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúi, Jón Gunnlaugsson. frú María Albertsdóttir, frú Guðrún Sig- urðardóttir, Páll Kolbeins, yfirbókari og Þorsteinn Þorsteinsson, kaupmaður. Yfirlæknir heimilisins er Kristján Þor- varðsson. Hann tók þátt í svörum við ýmsum spurningum blaðamanna og gerði hann ráð fyrir að alls muni vera á landinu um 1200—1300 vangefinna til sölu í ungmennastúkunum og ungtempl- arafélögunum og kostar kr. 25,00. Þess er að sjálfsögðu vænst, að allir ungtemplar- ar beri merkiö. Fátt er betri auglýsing fgrir félag en «ð sem flestir séu með merki þess. Anövitaö fglgja stíku þær kvaöir, að viökomandi sýni með framkomu sinni í hvívetna, að liann sc veröugur þess oð bera merkiö. Kvikmynd Ákveðið hefur verið að taka kvikmynd af starfi ungtemplara. Þegar er búið að gera handrit af slíkri mynd. Verður byrjað á kvikmyndatökunni á næstunni. Ráðgert er að myndatakan taki eitt ár. Meðal þeirra þátta, sem verða kvikmyndaðir eru: Ung- templaramótið að .Taðri, ferðalögin, tóm- stundastarfið, ársþing ÍUT, frá starfi ein- stakra deilda, og fleira. Kvikmyndatakan fer fram á vegum Tómstundaheimilis ung- templara í Reykjavík. Guðmundur Erlends- son, Ijósmyndari hefur verið ráðinn til starfsins. og fávita, en af þessum væri ekki unnt að vista nema svo sem 140 á þeim heimilum og hælum, sem þegar væru til á landinu og ætluð slíku fólki. Hér væri því mjög brýn þörf á úrbótum. Áleit hann að í Skálatúni væri ný bygging, sem rúmaði um 50 börn, markið sem bæri að keppa að sem allra fyrst. Ekki má gleyma að geta þess, að jafnframt því, sem Jón Gunnlaugsson flutti starfsfólkinu hjartanlegar þakkir, bar hann þær einnig fram til hinna mörgu, sem fært höfðu heimilinu marg- víslegar gjafir og mikils virði, og stutt heimilið á ýmsan hátt. Þá er það stjórnarformaðurinn sjálfur. Varla er unnt að hlífa honum algerlega við hrósi, þótt hann víki sér undan öllu slíku. Jón Gunnlaugsson er upphafsmaðurinn og hinn sívakandi andi, sem hefur átt drýgstan þáttinn í því góða verki, sem þetta heimili er búið að vinna. Ekki mun auðvelt að gera sér grein fyrir allri þeirri umhugs- un og fyrirhöfn, sem framkvæmdir við heimilið eru búnar að baka honum, en þegar menn eiga bjartar hugsjónir, verður hver byrði létt. Þegar svo þessi mál eru rædd, má ekki gleyma fyrsta brautryðjandanum hér á landi á þessu sviði. Hann mun hafa verið frú Guðrún Lárusdóttir, sem af mikilli umhyggju, áhuga og þolgæði flutti mál aumingjanna, bæði á Alþingi og fyrir allri þjóðinni. Þá rödd var ekki unnt að kæfa með tómlæti og sinnu- leysi, og svo kom löggjöf og fyrstu framkvæmdir, en þessari sögu verður mér fróðari að gera betri skil á sínum tíma. I frumv. til laga, sem flutt var á Alþingi árið 1935, um fávitahæli, segir svo í fyrstu grein: Ríkisstjórnin sér um, jafnóðum og fé er veitt til þess í fjárlögum, að stofnuð séu: a. Skólaheimili fyrir unga vanvita og hálfvita eða börn og unglinga, sem kenna má ofurlítið til munns eða handa. b. Hjúkrunarheimili fyrir örvita eða fávita, unga og gamla, sem ekkert geta lært og ekkert unnið til gagns. c. Vinnuhæli fyrir fullorðna fávita, sem vinnufærir eru að einhverju Ieyti, en verða þó að teljast ófærir til að vinna alveg fyrir sér eða stunda vinnu á almennum heimilum. Og 2. gr. hljóðar svo: Hagnýta má í þessum efnum einka- stofnanir eða stofnanir bæjarfélaga, ef þær hljóta meðmæli landlæknis, eftir- litsnefndar fávitahæla og ráðuneytið samþykkir gjaldskrá þeirra.“ Veigamikið spor er það jafnan að fá réttmæta löggjöf á hvaða sviði sem er, en framkvæmdir fylgja ekki alltaf jafn- rösklega í kjölfar hennar. t

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.